Bændablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 19.09.2013, Blaðsíða 1
18. tölublað 2013 Fimmtudagur 19. september Blað nr. 403 19. árg. Upplag 30.000 Í óveðurshvellinum aðfaranótt 10. september á síðasta ári urðu miklar skemmdir á raflínum norðanlands sem sliguðust vegna ísingar. Í óveðrinu sem skall yfir um síðustu helgi endurtók sagan sig, þótt í minni mæli væri. Lausnin á þessum vanda er að leggja raflínur í jörð en þar er langt í land. RARIK hefur þó uppi áform um að leggja ríflega fjögur þúsund kílómetra af jarðstrengjum á næstu 22 árum. Þrátt fyrir þjóðhagslega hagkvæmni á slíku verkefni tekur ríkið hærri aðflutningsgjöld af jarðstrengjum en loftlínum, sem væntanlega tefur verkefnið. Ekkert aðhafst Þann 7. febrúar á þessu ári var ítarlega fjallað um málið á forsíðu Bændablaðsins. Þar kom fram að lausnin á vandanum gæti m.a. falist í að leggja jarðstrengi í stað loftlína. Gallinn á því væri þó að ríkið stæði þar sjálft í vegi með því að leggja aukanlega 15% vörugjald og 0,15% eftirlitsgjald á einangraða jarðstrengi umfram það sem lagt er á loftlínur, sem bera 12 til 15 kr. úrvinnslugjald vegna umbúða á hvert kg og 25,5% virðisaukaskatt. Þrátt fyrir umræðu um úrbætur í kjölfar fyrirspurnar Jóns Bjarnasonar um málið á Alþingi sl. vetur hefur enn ekkert breyst samkvæmt upplýsingum frá tollstjóraembættinu. Árni Steinar Jónsson, stjórnarformaður RARIK, sagði í febrúar að það væri fyrst og fremst pólitísk spurning hvort vilji væri til að taka á þessu máli. Ef jarðstrengir væru ódýrari gæfi auga leið að hægt væri að flýta úrbótum á dreifikerfinu. Þrátt fyrir þennan aukakostnað leggur RARIK um einn milljarð króna á ári í endurbætur á dreifikerfinu með lagningu nýrra jarðstrengja. Eðlilega duga strengir sem fyrir það fæst þó styttri vegalengdir en ella væri hægt að komast. Heildarútgjöld RARIK af völdum veðurs 2012 voru í heild um 450 milljónir króna. Mikið um slitnar línur Pétur Vopni Sigurðsson hjá RARIK á Akureyri sagði í samtali við Bændablaðið á þriðjudags morgun að verið væri að koma rafmagni á þær línur norðanlands sem illa hefðu orðið úti í óveðrinu um helgina. „Við höfum verið að glíma við línuslit og mikið brotna línu að sumarhús á eyðibýli í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Einnig voru sambærilegar skemmdir í botni Reykjadals. Síðan er það Laxárdalurinn og tengingar að þrem jörðum sem þar eru í byggð.“ Pétur segir að stöðugt hafi verið unnið að jarðstrengjavæðingu dreifikerfis RARIK. „Það sem við lögðum í sumar var að stærstum hluta á svæðum sem hafa orðið illa úti vegna ísingatjóns. Ég held að það sé lagður í jarðstrengjavæðinguna um einn milljarður á ári. Auðvitað vildi maður fá meiri peninga í þetta. Við vorum þó búnir að klára lagningu á jarðstreng í Vatnsskarði í Skagafirði og línan komin í notkun. Þar var því búið að aftengja loftlínu sem þar er en hún brotnaði í veðrinu núna. Þetta verkefni hefur því skilað sér vel.“ Átti að fara að plægja „Við ætluðum að fara að plægja niður streng frá Laugum í Reykjadal yfir í Laxárdal á næstu dögum þar sem við erum nú að brasa við að gera við slitna loftlínu. Nú verðum við bara að sjá hvernig snjóalög verða en ég geri þó ráð fyrir að við klárum að plægja niður þann streng nú í haust,“ sagði Pétur. Hyggjast leggja yfir fjögur þúsund kílómetra í jörðu Samkvæmt áætlunum RARIK um endurnýjun loftlínukerfisins sem Örlygur Jónasson, framkvæmdastjóri Samorku, kynnti á fundi raforkusviðs er áætlað að leggja 4.256 kílómetra af jarðstrengjum í þrem áföngum fram til ársins 2035. Sagði Örlygur í samtali við Bændablaðið að allt miðaðist þetta við þriggja fasa jarðstrengi. Áætlaður kostnaður við það verkefni er ríflega 21,9 milljarðar króna. Það þýðir að hver kílómetri af jarðstreng ásamt tilheyrandi spennistöðvum kostar um 5 milljónir króna. Í fyrsta áfanga, sem spannar 8 ár á tímabilinu 2013 til 2020, er áætlað að leggja 1.363 kílómetra af rafstrengjum í jörðu fyrir rúmlega 7,2 milljarða króna. Í öðrum áfanga frá 2021 til 2025 er áætlað að leggja 785 kílómetra fyrir tæpa 4 milljarða króna. Í þriðja áfanga er svo áætlað að leggja 2.108 kílómetra fyrir rúmlega 10,7 milljarða króna. /HKr. Enn slitna raflínur norðanlands og staurar brotna með tilheyrandi rafmagnsleysi vegna ísingar á loftlínum: RARIK áformar að leggja rúmlega fjögur þúsund kílómetra af þriggja fasa jarðstrengjum – þjóðhagslega hagkvæmt en ríkið torveldar verkið með rúmlega 15% mismunun á innflutningsgjöldum loftlína og jarðstrengja Laugardaginn 14. september var réttað í Krýsuvíkurrétt sem vígð var árið 2009 en reist var ný rétt í stað eldri réttar sem varð ónothæf þegar Suðurstrandarvegur var lagður. Réttin er lítil og þægileg og mjög aðgengileg fyrir gesti en Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökunum, hannaði og teiknaði réttina. Féð úr réttinni, sem er um 700 talsins, er á sumarbeit í stóru Mynd /ehg Lagning jarðstrengja. Mynd / RARIK 24 Förum okkur hægar og gerum hlutina velíslensku korni 16 Fæðingardeildum á Íslandi fækkaði um 16 á liðnum árum 20

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.