Bændablaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 1
6. tölublað 2013 Fimmtudagur 21. mars Blað nr. 391 19. árg. Upplag 28.000 Gleðilega pásk a Það er blómavertíð hjá Gísla Jóhannssyni garðyrkjubónda í Dalsgarði í Mosfellsdal og hans fólki þessa dagana. Er nú unnið baki brotnu allan sólarhringinn við að skera tugþúsundir af páskaliljum og túlipönum fyrir páskana. Auk þess fer á markað mikið af páskagreinum ásamt rósum sem ræktaðar eru í stöðinni. Mynd / HKr. Fulltrúar stærstu stjórnmálaflokka landsins: Hafna innflutningi á nýju kúakyni Fulltrúar stærstu stjórnmála- flokka landsins hafna með öllu innflutningi á erlendu kúakyni til landsins. Þetta kom skýrt fram á opnum fundi Samtaka ungra bænda sem haldinn var á Hvanneyri í gærkvöld Jafnframt kom fram að fulltrúarnir töldu að varnarlínur Bændasamtakanna ættu að liggja til grundvallar samningsafstöðu Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið, hvað varðar innflutning á lifandi dýrum. Töldu fundarmenn ljóst að ekki gæti farið saman að flytja hingað til lands nýtt kúakyn og að standa á bak við varnarlínurnar. Hátt í hundrað manns sátu fundinn. Á fundinum, sem bar yfirskriftina Framtíð og nýliðun, hélt Helgi Elí Hálfdánarson framsögu um nýliðun í landbúnaði. Á fundinn mættu fulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Dögunar. /fr 12 Allt að helmingi fleiri ferðamenn en vant er á þessum árstíma Selur gærur og garn beint frá bónda 16 Kaupmannahöfn: Gríðarlegur áhugi á íslensku ullinni Sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn stóð fyrir kynningu á íslensku ullinni, eiginleikum, meðhöndlun og hönnun, í húsakynnum sendi- ráðsins þann 7. mars síðastliðinn. Fljótlega eftir að boðskort höfðu verið send út varð ljós sá gríðarlegi áhugi og sú athygli sem íslenska ullin nýtur, en yfir tvö hundruð boðsgestir sóttu viðburðinn. „Það er gífurlegur áhugi hér á íslensku ullinni. Það myndaðist biðröð við sendiráðið þó nokkru áður en formleg dagskrá hófst. Íslensku kynnendurnir fundu fyrir miklum áhuga og náðu góðum samböndum og hugsanlegu samstarfi. Auk þess var ferðaþjónustuaðili á staðnum sem vill vinna að því að senda danska ferðamenn sérstaklega til landsins í frekari kynningar á þeirri fjölbreyttu vinnu sem á sér stað í kringum ullina,“ segir Viðar Ingason, viðskipta- og ferðamálafulltrúi í sendiráði Íslands í Kaupmannahöfn. Vegur íslensku ullarinnar Fag- og söluaðilar frá Íslandi, auk heildsölufyrirtækis íslensku ullar- innar í Danmörku, héldu kynningar eftir inngangsorð sendiherra Íslands. „Jóhanna Pálmadóttir, sauðfjár- bóndi, kennari og sérfræðingur um íslensku ullina, skýrði gestum frá hinum sérstöku eiginleikum ullarinnar. Guðrún Bjarnadóttir, grasafræðikennari við Landbúnaðar- háskólann á Hvanneyri og eigandi Hespu ehf., sýndi vörur sínar og aðferðir við litun ullarinnar sem byggjast á jurta- og grasnytjum. Margrét Jónsdóttir frá Handverks- setrinu Þingborg gerði grein fyrir vistvænum vinnsluaðferðum sínum sem jafnt ná yfir sérstakar ullarþvottaaðferðir sem og jurtalitun. Einnig kynnti Margrét notkun tölvuforrita við prjónauppskriftir,“ útskýrir Viðar og segir jafnframt: „Halla Benediktsdóttir kennari, sem býr og starfar í Kaupmannahöfn og leggur stund á nám í hönnun, kom að undirbúningi viðburðarins og hélt utan um vinnustofur. Fulltrúar fyrirtækjanna Ístex á Íslandi og Fru Zippe í Danmörku standa í sameiningu að útflutningi íslensku ullarinnar til danskra verslana og prjónaáhugafólks. Bæði þessi fyrirtæki höfðu fulltrúa viðstadda á viðburðinum og sýndu brot vöruúrvalsins auk þess sem þau leystu gesti út með gjöfum. Íslenska ullin selst mjög vel í Danmörku og dagskránni var ætlað að kynna hana enn frekar. Vel þykir hafa tekist til, með þessum viðburði, að lokka að áhugasama Dani, hannyrðafólk, seljendur og fagtímarit, til að gera veg íslensku ullarinnar enn meiri.“ /ehg Biðröð myndaðist fyrir framan íslenska sendiráðið í Kaupmanna- höfn á dögunum þegar íslensk ull og eiginleikar hennar voru kynntir. 36 Samkeppni um land orð í tíma töluð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.