Bændablaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 43

Bændablaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 21. mars 2013 Menntun og fyrri störf: Stúdent frá Fjölbrautarskóla Suðurlands. Samvinnuskólapróf frá Bifröst. Búfræðingur frá Hvanneyri. BS í búvísindum frá Hvanneyri. Héraðsráðunautur hjá Búnaðar- samtökum Vesturlands 1993 – 1999. Forstöðumaður Nautastöðvar BÍ á Hvanneyri 1999 – 2003. Landsráðunautur í hrossarækt 2004 – 2012. Nafn: Pétur Halldórsson. Starfsheiti: Ráðunautur í hrossa- rækt. Starfsstöð: Hvolsvöllur. Uppruni og búseta: Af skaftfellsku, rangæsku og prússnesku bergi brot- inn. Búsettur á Hvolsvelli. Menntun og fyrri störf: Stúdent frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1994. Búfræðingur frá Hvanneyri 1997. Búfræðikandídat frá Hvanneyri 2001. Ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands frá vori 2001 til áramóta 2012-2013. Viðfang m.a.: Sýningastjórn/ framkvæmd kynbótasýninga hrossa, skýrsluhald hrossa (W-Fengur), örmerkingar, DNA-sýnatökur, túnkortagerð, jarðabótaúttektir, umsóknagerð ýmiss konar. Nafn: Steinunn Anna Halldórsdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur í hrossa- rækt. Starfsstöð: Sauðárkrókur. Uppruni og búseta: Brimnes í Skagafirði. Menntun og fyrri störf: Stúdent frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Ráðunautur frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, hestafræðingur og leiðbeinandi frá Háskólanum á Hólum, kynbótadómari. Starfaði sem hrossa og sauðfjárræktarráðunautur á Leiðbeiningamiðstöðinni á Sauðárkróki, kom einnig að nautagriparækt og kúadómum, sá um pappírsvinnu og innslátt gagna er viðkoma forðagæslu. Nafn: Halla Eygló Sveinsdóttir. Starfsheiti: Ráðunautur í hrossa- rækt. Starfsstöð: Selfoss. Uppruni og búseta: Búsett á Selfossi en ættuð frá Tröðum á Mýrum og Húsavík Eystri í Borgarfjarðarhreppi. Menntun og fyrri störf: Búfræð- ingur frá Hvanneyri árið 1988 og búfræðikandídat frá Hvanneyri árið 1993. Starfaði fyrst sem héraðs- ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austur-Skaftfellinga frá árinu 1994- 1998 og síðan frá árinu 1998 til 2013 hjá Búnaðarsambandi Suðurlands. Skýrsluhald Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur yfirumsjón með skýrsluhaldi í búfjárrækt á landinu öllu og er það ein af grunnstoðum kynbótastarfs búfjárræktarinnar. RML býður víð- tæka þjónustu og ráðgjöf varðandi allt er að skýrsluhaldi lýtur en starfs- menn þess eru sérfræðingar í skýrslu- haldskerfum búfjárræktarinnar eins og Huppu (www.huppa.is), Fjárvísi (www.fjarvis.is) og WorldFeng (www.worldfengur.com). Vanti þig upplýsingar, aðstoð eða vilt hefja þátttöku í skýrsluhaldi er þér velkomið að hafa samband við annað hvort neðangreinda starfs- menn eða fagráðunauta viðkomandi búgreinar. Nafn: Anna Guðrún Grétarsdóttir. Starfsheiti: Yfirumsjón skýrsluhalds Starfsstöð: Akureyri. Uppruni og búseta: Svarfdælskur Skagfirðingur sem ákvað að búa „mitt á milli“ að Fornhaga II, Hörgársveit. Hrossabóndi og hobbý sauðfjárbóndi sem unir hag sínum vel í Hörgárdalnum ásamt maka og tveimur sonum. Menntun og fyrri störf: Ýmislegt búið að nema og starfa en var síðast skýrsluhaldsfulltrúi hjá BÍ. Nafn: Sigurður Kristjánsson Starfsheiti: Skýrsluhald. Starfsstöð: Reykjavík. Uppruni og búseta: Er frá Ketilsstöðum á Tjörnesi. Búsettur í Reykjavík. Menntun og fyrri störf: Búfræðikandídat frá LbhÍ, var bóndi í Skuggahlíð í Norðfirði um tíma, síðan ættfræðingur hjá Íslendingabók. Var skýrsluhalds- fulltrúi í nautgriparækt hjá Bændasamtökum Íslands til síðustu áramóta, starfar nú við skýrsluhald og prófarkalestur hjá RML. Nafn: Kristín Helgadóttir. Starfsheiti: Skýrsluhald. Starfsstöð: Reykjavík. Uppruni og búseta: Er frá Gröf í Miklaholtshreppi, en búsett í Reykjavík. Menntun og fyrri störf: Ýmislegt búið að nema og starfa en var síðast þjónustufulltrúi í tölvudeild BÍ, en hef starfað hjá BÍ síðustu 11 ár. Loðdýrarækt Starfsmenn RML sérhæfa sig í öllu sem snýr að fóðrun, hirðingu, skýrsluhaldi, kynbótum og aðbúnaði dýra með það að markmiði að bændur framleiði sem besta vöru inn á heimsmarkað fyrir verð sem er samkeppnishæft í alþjóðlegu samhengi. Við leggjum áherslu á að flytja inn upplýsingar um tækniframfarir og aðrar nýjunar í greininni ásamt því að upplýsa bændur sem best um stöðu íslensku framleiðslunnar í samanburði við samkeppnisþjóðirnar. Til RML má leita hvort sem það er nýir aðilar í greininni, þeir sem hafa áhuga á að kynna sér hana eða starfandi bændur sem vilja meiri upplýsingar um hvað eina sem snýr að þeirra rekstri. Nafn: Einar Eðvald Einarsson. Starfsheiti: Ráðunautur í loðdýrarækt. Starfsstöð: Sauðárkrókur . Uppruni og búseta: Fæddur á Akranesi 2. janúar 1971, sonur hjónanna Einars Eylerts Gíslasonar og Ásdísar Sigurjónsdóttir sem þá voru ábúendur á Hesti í Borgarfirði. Hefur frá árinu 1974 búið að Syðra-Skörðugili í Skagafirði og tók þar við rekstri loðdýrabúsins árið 2000. Er kvæntur Sólborgu Unu Pálsdóttur frá Sauðanesi í Austur-Húnavatnssýslu og eiga þau dótturina Eddu Björgu. Samhliða vinnu hjá RML er fjölskyldan með minkabú í rekstri að Syðra- Skörðugili. Menntun og fyrri störf: Er með B.Sc. próf frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 1997 og M.Sc. frá Danska Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1999. Hefur unnið sem Landsráðunautur í loðdýrarækt hjá Bændasamtökum Íslands frá 1999. Mun vinna áfram hjá RML að ákveðnum verkefnum tengdum minkarækt í um það bil 60% starfshlutfalli. Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum Hákonarson ehf. s. 892-4163, netfang: hak@hak.is vefslóð: www.hak.is Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur. Bensínknúnar dælur með Honda mótorum, allt að 4” Dieseldrifnar dælur í mörgum stærðum. Námsskeið: Aðlögun að lífrænum búskap – fyrstu skrefin Námsskeið verður haldið á vegum Lífrænu akademíunnar í Reykjavík föstudaginn 19. apríl 2013 um lífræna aðlögun, framleiðslureglur, leiðbeiningar, eftirlit og vottun, aðlögunarstuðning, vinnslu og markaðssetningu lífrænna afurða. Kjörið tækifæri fyrir bændur og aðra sem hyggjast hefja lífræna ræktun og afla sér þekk- ingar. Skráning: ord@bondi.is og tun@tun.is eigi síðar en 10. apríl. Þátttökugjald: Kr. 6.500. Fundarstaður og tímasetningar auglýst síðar. Lífræna akademían er samstarfsverkefni fag- og hagsmunaaðila á sviði lífrænnar framleiðslu Bændasamtök Íslands – Vottunarstofan Tún – VOR, Félag framleiðenda í lífrænum búskap
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.