Bændablaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 21. mars 2013 Áskrifendur WorldFengs, upprunaættbókar íslenska hestsins, voru 13.895 í alls 27 löndum í upphafi ársins. Þetta kemur fram í ársskýrslu WorldFengs fyrir árið 2012 sem var lögð fram á ársfundi FEIF í Strassborg í síðasta mánuði. Á tveimur árum hefur áskrifendum fjölgað um 4.336 talsins, eða 46 af hundraði. Ísland missir fyrsta sætið í fjölda áskrifenda til Þýskalands, en munurinn var ekki mikill, einn áskrifandi. Áskrifendur að WorldFeng voru 3.363 talsins og hafði þá fjölgað um nær eitt þúsund á einu ári. 1. tafla sýnir fjölda áskrifenda eftir löndum og árum í þeim 10 löndum þar sem eru flestir áskrifendur. 2. tafla sýnir þróun í heildarfjölda áskrifenda á sama tímabili. Þá má geta þess að oft samnýta fjölskyldur sama aðgang, sem þýðir að einstaklingar að baki þessum 14.000 áskrifendum eru mun fleiri. Á sama tíma hefur heimsóknum á vefsetrið www.worldfengur.com fjölgað um 60 af hundraði, eða frá 490.104 í 782.387 á árinu 2012. Folöldum fækkar þriðja árið í röð WorldFengur heldur utan um skrán- ingar á fæddum folöldum í þeim aðildarlöndum FEIF sem skrá ættbækur sínar í upprunaættbók íslenska hestsins. Skrásetjarar WorldFengs í hverju landi sjá um þessar skráningar í samvinnu við Bændasamtök Íslands. Skráð folöld sem fæddust árið 2012 voru alls 10.355 þann 18. mars síðastliðinn en rétt er að hafa í huga að ekki hafa allar skráningar á folöldum skilað sér þegar þetta er ritað. Varlega má áætla að þessi tala fari í um 12.000 folöld þegar allar skráningar eru komnar í hús. Þetta er um 2.000 folöldum færra en árið 2011, en þá fæddust 14.479 folöld miðað við stöðu skráningar í WorldFeng 18. mars síðastliðinn. Sjá nánar 3. töflu. Skrásetjarar WF í Þýsklandi skráðu 5.220 hross í fyrra Swantje Renken, skrásetjari WF hjá Þýska Íslandshestafélaginu, IPZV, skráði flest hross í upprunaættbókina á síðasta ári, 2.911 talsins. Fleiri en einn skrásetjari WF eru í Þýskalandi og skráðu þeir alls 5.220 hross á árinu 2012. Þetta sýnir að Þýskaland er komið í fullan gang með þátttöku í WF-samstarfinu. Lögð hefur verið mikil áhersla á það á síðustu árum að skrá inn öll íslensk hross í Þýskalandi, en þar eru næstflest íslensk hross á eftir Íslandi. Ár 2008 Ár 2009 Ár 2010 Ár 2011 Ár 2012 Fædd folöld 15.822 16.171 16.067 14.479 10.355 Hross dæmd 2.465 2.524 2.122 2.936 2.686 0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000 12.000 14.000 16.000 18.000 Fj öl di WorldFengur á Icelandic Horse Plaza á Landsmóti 2012. Á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í sumar hefur Íslandshestafélagið í Þýskalandi, IPZV, boðið Bændasamtökum Íslands að kynna WorldFeng á sérstöku ræktunartorgi (Breeders Corner) sem móthaldarar standa að. WorldFengur verður því bæði á Íslenska hestatorginu og í Breeders Corner. WorldFengur: Flestir áskrifendur eru í Þýskalandi Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 Hafðu samband! 568 0100 Gámurinn er þarfaþing! Gistigámar  Geymslugámar  Salernishús » Til sölu og/eða leigu » Margir möguleikar í stærðum og útfærslum » Hagkvæm og ódýr lausn » Stuttur afhendingartími www.stolpiehf.is AT H YG LI E H F. -0 1- 13 Upplýsingatæknibásinn sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.