Bændablaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. mars 2013 Utan úr heimi Nýverið var haldið hið árlega fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku en þingið, sem kallast KvægKongres, var að vanda haldið í bænum Herning á Jótlandi. Líkt og undanfarin ár var fagþingið opið fyrir allt áhugafólk um naut- griparækt og var eftirtektarvert hve margir erlendir ráðunautar og dýralæknar voru staddir á fagþinginu. Á þessum árlegu fagþingum eru alltaf tekin fyrir bæði pólitísk og fagleg málefni nautgriparæktarinnar og standa þau yfir í tvo daga. Alls sóttu þingið í ár tæplega tvö þúsund manns og eykst fjöldinn ár frá ári. Þannig sóttu t.d. um ellefu hundruð manns fagþingið árið 2011! Að þessu sinni var dagskrá þingsins skipt í tíu ólíkar málstofur og voru flutt um 80 ólík erindi þessa tvo daga. Auðvitað er ekki mögulegt að greina frá öllum erindunum hér en þó verður gerð tilraun til þess að lýsa gróflega helstu málstofum þingsins. Veki efnið hér fyrir neðan áhuga má nálgast öll erindin (flest á dönsku, sum á ensku) á heimasíðu fagþingsins: www.kvaegkongres.dk. 1. Fjármál Í þessari málstofu voru flutt mörg afar áhugaverð erindi, sérstaklega erindi um mjólkurafurðamarkaðinn í framtíðinni sem hinn hollenski Mark Voorbergen flutti. Hann spáði því meðal annars að afurðastöðvaverð í framtíðinni myndi breytast oft innan hvers árs og það væri veruleiki sem kúabændur þyrftu að laga sig að. Skýringin fælist í verðsveiflum á heimsmarkaði og þar sem flestar stærri afurðastöðvar heims væru háðar sölu á þeim markaði myndi afurðastöðvaverðið sveiflast með heimsmarkaðsverðinu. Þá var erindi hins bandaríska Terry R. Smith áhugavert, en hann fjallaði um þau tækifæri og stjórnunarlegu vandamál sem fylgja því að reka stór kúabú. Með því að vera með marga starfsmenn breyttist staða kúabóndans úr því að gera „allt“ yfir í að verða framkvæmdastjóri fyrirtækis, sem virðist henta bændum afar misjafnlega. Þá er vert að nefna fróðlegt erindi þeirra Karsten Bixen, ráðunautar hjá Jyske Bank, og kúabóndans Hans Jakobs Fenger, en þeir fjölluðu um mikilvægi góðs sambands bænda og banka. Áhersla þeirra á mikilvægi þess að bankarnir hefðu fagfólk í landbúnaði í vinnu var eftirtektarverð, sem og brýning Hans Jakobs til kúabænda um að þeir þyrftu að vanda sig vel þegar þeir veldu sér bankaráðgjafa, þar gæti skilið á milli góðrar og slæmrar afkomu! 2. Bústjórn Í málstofunni um bústjórn voru auðvitað mörg afar góð erindi. Má þar t.d. nefna erindi ráðunautarins Kim Ladekjær, sem ræddi þau bústjórnarlegu vandamál sem fylgja því að hámarka nýtingu aðfanga og að ná sem bestum árangri í sem flestum breytum innan kúabúsins. Fullyrða má að víða megi bæta verulega nýtingu vinnutíma, fóðurs, gripa, véla eða t.d. fasts kostnaðar, svo erindi sem þetta er trúlega afar gagnlegt mörgum. Önnur góð erindi má nefna, s.s. kúabóndans René Lund Hansen sem fjallaði um reynslu sína af notkun ólíkra ráðunauta. Þá fór töluverð umræða í bústjórnina sem snýr að mannahaldi, en margir kúabændur hafa lent í vandræðum með starfsfólk og starfsmannastjórnina. Meðal annars má nefna misgóða reynslu af ráðningu á erlendu starfsfólki sem ekki talar móðurmál kúabóndans. Þegar það gerist verða samskiptin allt öðruvísi en þegar fólk talar sama mál. Þetta hentar bændum afar misvel og því mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu áður en starfsmaður er ráðinn. 3. Framleiðslustjórnun Málstofan um framleiðslustjórnun var afar vel sótt af þátttakendunum enda gátu gestirnir tekið með sér heim mikinn fróðleik um stjórn framleiðslunnar. Erindin voru nokkuð fjölbreytt og mátti t.d. fá gagnleg ráð þarna um aðfangastjórnun og einnig hvernig ýmis gagnleg forrit má nota til þess að létta sér eftirlit með framleiðslunni. Árlega koma á markaðinn ný hjálparforrit og smáforrit fyrir snjallsíma sem geta jafnvel sótt skýrsluhaldsupplýsingar í gagnagrunna og reiknað út hina og þessa þætti sem nýtast við framleiðslustjórnunina. Nánast má fullyrða að full vinna sé fólgin í því einu að fylgjast með nýjungum á þessu sviði, svo mikil gerjun á sér stað. Eitt áhugaverðasta erindið í þessum flokki var þó yfirlitserindi um ísraelska mjólkurframleiðslu, en ísraelskir kúabændur hafa undanfarin ár verið í sérflokki hvað snertir afurðasemi kúa og magn framleiðslunnar á hverja vinnustund. Erindi um betri hagkvæmni við mjólkurframleiðslu með mjaltaþjónum á líklega erindi til marga hérlendra bænda, en nýleg skoðun Dana á þessu sýnir að breytileiki á milli mjaltaþjónabúa hvað snertir afkomu, afurðasemi og kostnað er meiri en gerist meðal annarra kúabúa. Framleiðslukostnaður með mjaltaþjónum er að jafnaði töluvert meiri en framleiðslukostnaður með Uppbygging kjarnorkuvera til raforkuframleiðslu hefur hægt á sér á undanförnum árum og nánast því staðið í stað. Fá merki eru um að breyting sé að verða á því. Það er álit eftirlitsstofnunarinnar Worldwatch Institute, að því er fram kemur í umfjöllun Landsbygdens Folk 8. mars síðastliðinn. Frá árinu 2010 hefur þessi framleiðsla aðeins aukist um fimm gígavött, einkum í austanverðri Asíu; Kína, Indlandi, Rússlandi og Suður-Kóreu, en jafnframt minnkað um 11,5 gígavött alls í Japan, Bretlandi, Frakklandi og Þýskaland. Alls eru nú 65 kjarnakljúfar í byggingu í 14 löndum með 62 gígavatta framleiðslugetu, en 12 þeirra hafa verið í byggingu í meira en 20 ár. Í Kína eru 27 kjarnakljúfar í smíðum, en árið 2010 stóð landið fyrir 62% af uppbyggingu kjarn- orkuvera í heiminum og hefur það hlutfall farið vaxandi frá árinu 2004. Þar á eftir fylgja Íran, Japan, Pakistan, Rúmenía og Suður-Kórea. Eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan hægði á þessari uppbyggingu í heiminum og snemma árs eftir slysið var varanlega hætt að reka 13 kjarnakljúfa í Japan. Núna eru til í heiminum 138 kjarnakljúfar sem hafa verið teknir úr notkun, með alls 49 gígavatta framleiðslugetu á ári. Árið 2009 var gert alþjóðlegt samkomulag um að byggja 26 nýja kjarnakljúfa, en nú er útlit fyrir að aðeins fjórir þeirra verði byggðir. Ástæðan er sögð hár byggingarkostnaður, m. a. vegna þess að öryggiskröfur í Japan hafa verið hertar. Þar eru nú aðeins 10 kjarnakljúfar af 54 í notkun. Margir fleiri hafa rekstrarleyfi en ríkis- stjórnin hikar við að gangsetja þá. Þýskaland hefur ákveðið að trappa niður rekstur kjarnorkuvera sinna, en þau hafa staðið fyrir fimmtungi af raforkuframleiðslu í landinu á síðustu árum. Átta kjarna- kljúfar voru þar teknir úr notkun eftir slysið í Fukushima og áætlað er að níu að auki verði lokað fram til ársins 2022. Þá hefur Sviss ákveðið að hætta raforkuframleiðslu með kjarnorku. Fyrsta ofninum verður þar lokað árið 2019 og hinum síðasta árið 2034. Fleiri þjóðir ætla að fylgja fordæmi Svisslendinga í þessum efnum. Önnur lönd halda hins vegar óbreyttri stefnu í þessum efnum, svo sem Kína, Bandaríkin og Frakkland. Miðað við þann mikla stuðning sem rannsóknir og þróun á nýtingu kjarnorkunnar til raforku- framleiðslu hafa fengið er nýting hennar nú minni en vænta mátti. Hámarki hingað til náði hún árið 2001, þegar hún nam 64% af raforkuframleiðslu heimsins, en árið 2010 nam hún aðeins 13% af heimsframleiðslunni. Einungis í fjórum löndum, Rúmeníu, Slóvakíu, Bretlandi og Tékklandi, jókst raforkufram- leiðsla með kjarnorku um meira en 1% milli áranna 2009 og 2010. Meðalaldur kjarnaofnanna er nú 26 ár og því þarf að taka í notkun nýja ofna, sem framleiða alls 175 gígavött fyrir þá ofna sem hverfa úr notkun vegna aldurs á tímabilinu 2015-2025. Fátt bendir til að það muni gerast. Fukushima og þrengri efna- hagur valda því að áhugi á nýtingu kjarnorku til raforkuframleiðslu fer dvínandi. Hægur vöxtur á nýtingu kjarn- orku til raforkuframleiðslu Að sögn blaðsins Skog.no hefur hollenski framkvæmda- og auð- maðurinn Johan Huberts smíðað 135 metra langa eftirlíkingu af Örkinni hans Nóa. Við smíðina naut hann hjálpar 40 smiða og til hennar þurfti sextíu þúsund rúmmetra af sænskri furu. Fjöldi fólks hefur komið til að skoða þennan óvenjulega og nánast ótrúlega farkost, sem bundinn er við bryggju í bænum Dordrecht í Hollandi, um 18 km sunnan við Rotterdam. Í skipinu eru sýningar- salur og lystigarðar og þar er einnig að finna skrifstofur, fyrirlestrasali, veitingahús og dýragarð með bæði lifandi dýrum og uppstoppuðum. Þá er í húsinu kvikmyndasalur þar sem sýndar eru kvikmyndir um efni úr Biblíunni, meðal annars synda- flóðið. Johan Huberts er skapandi lista- maður sem vill lýsa trú sinni án predikana. „Ég er ekki hefðbundinn predikari, ég er smiður og skipið er mín predikun,“ hefur hann sagt. Smíði skipsins hófst fyrir þremur árum og var viðurinn sóttur til Smálanda í Svíþjóð. Sænsk fura í Örkinni hans Nóa Kjarnorkuverið í Fukushima í Japan varð illa úti í kjölfar jarðskjálfta og eldsvoða. Kjarnorkuver á Srí Lanka. Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku 2013 – fyrri hluti: Víða má bæta verulega nýtingu vinnutíma, fóðurs, gripa og véla Gitte Grønbæk, framkvæmdastýra nautgriparæktardeildar Þekkingarseturs landbúnaðarins í Danmörku, og Peder
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.