Bændablaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. mars 2013 Landsýn, vísindaþing landbúnaðarins, haldið á Hvanneyri: Bygg gæti orðið meginuppistaða í kjarnfóðri íslenskra kúa Bygg gæti verið meginuppistaða í kjarnfóðri fyrir íslenskar kýr. Í fyrirlestri Grétars Hrafns Harðarsonar á Landsýn, vísinda- þingi landbúnaðarins, um hlut byggs í fóðrun mjólkurkúa kom ótvírætt fram að bygg gæti verið meginuppistaða í sterkjufóðrun kúa. Þær niðurstöður eru afar mikilvægar fyrir kúabændur og raunar þjóðarbúið allt. Með því er sýnt fram á að aukin bygg- ræktun gefur möguleika á auk- inni sjáfbærni í fóðuröflun og að hægt sé að draga úr innflutningi á kornvöru. Kostnaður mismunandi milli landssvæða Varpað var fram spurningum um hversu mikill kostnaður lægi í bygg- ræktun hérlendis. Við hagstæð skil- yrði ætti að vera hægt að rækta bygg hér á landi með svipuðum kostnaði og gróffóður. Það er þó afar mismun- andi milli svæða á landinu en engu að síður er niðurstaðan sú að eðlilegt sé að auka byggrækt verulega til að nýta þá möguleika sem fyrir hendi eru. Rannsóknin sem niðurstöðurnar byggja á fór fram á Stóra-Ármóti veturinn 2008-2009. Í henni voru áhrif mishás hlutfalls byggs í fóðri mjólkurkúa metin í samhengi við át, afurðir og efnainnihald mjólkur. Bein áhrif af mismunandi háu hlut- falli byggs í fóðri kúnna í þessari tilraun voru lítil hvað varðar magn og efnainnihald mjólkurinnar. Hins vegar voru nokkur áhrif á át kúnna, í þá veru að vaxandi hlutfall byggs leiðir til meira heildaráts. Líkleg skýring er að lystugleiki sé meiri, og e.t.v. er betra vambarumhverfi í þeim kúm sem mest fengu af byggi. Ekki var munur á afurðum nema hjá fyrsta kálfs kvígum þar sem kvígur sem fengu mest bygg mjólkuðu best. Bygg getur orðið meginuppistaðan í sterkjufóðrun Tilraunin sýnir á ótvíræðan hátt að bygg getur verið meginuppistaðan í sterkjufóðrun mjólkurkúa, a.m.k. þegar heilfóður er gefið. Engar vís- bendingar komu fram sem bentu til þess að hátt hlutfall byggs í heildar- fóðri hefði neikvæð áhrif á heilsufar eða afurðir. Niðurstöður þessarar tilraunar eru mjög mikilvægar fyrir kúabændur og jafnframt þjóðarbúið því þær gefa okkur möguleika á aukinni sjálfbærni og minni innflutningi á kornvöru. /fr Frá Vísindaþingi landbúnaðarins sem haldið var á Hvanneyri í fyrri viku. Myndir / fr Stæðuverkun á votheyi komin til að vera Verkun á lausu votheyi á Íslandi hefur aukist mjög á síðustu árum. Árið 2000 nam laust vothey 2,3 prósentum af því gróffóðri sem aflað var á Íslandi en það hlutfall jókst jafnt og þétt í 21,8 prósent árið 2010. Meðal ástæðna aukins áhuga bænda á verkun á lausu votheyi, einkum í útistæðum, er jafnara fóður, sem þeir telja síst lakara en stórbaggahey. Þá telja bændur fóðrið fyrnast og étast betur og að kostnaður sem fylgi verkunartækninni sé minni. Þetta kom fram í erindi Helga Eyleifs Þorvaldssonar, Verkun og gæði heyja í stæðum og flatgryfjum, sem hann flutti á Vísindaþingi land- búnaðarins. Erindið er byggt á BS-verkefni Helga við Landbúnaðar- háskóla Íslands (Lbhí) sem unnið var á árunum 2011-12. Tilgangur verkefnisins var að kortleggja hlut, verkun og fóðurgildi votheys í stæðum og flatgryfjum á völdum kúabúum á Íslandi. Auk þess voru ástæður fyrir vaxandi áhuga bænda á að verka gróffóður í stæður kannaðar. Hirðingar- og verkunarsýni voru fengin af tíu völdum kúabúum á land- inu. Bændur búanna voru teknir í við- tal þar sem almennar upplýsingar um búin voru skráðar, auk reynslu og við- horfs bænda til fóðurverkunarinnar. Að mati bændanna sem við var rætt eru helstu kostir stæðugerðar tíma- sparnaður við heyskap, jafnara fóður, minni kostnaður og betri nýting fóðurs. Af tíu bændum sem var talað við töldu níu að heyverkunin stæði undir væntingum. Gallana töldu þeir fáa, helsta þá að tími við gjafir væri heldur meiri en verið hefði. Mikilvægt er að stæður séu hannaðar í samræmi við bústærð og aðstæður en almennt telur Helgi að lægri og mjórri stæður gefi betri raun, bæði varðandi þjöppun, verkun og gjafir. Fóðrið á búunum má telja gæðafóður en mikilvægt er að bændur kynni sér vel helstu atriði varðandi stæðugerð áður en þeir fara út í slíka verkun. /fr Rá ða nd i - a ug lý sin ga st of a eh f BYLTING Í SÓTTHREINSUN Sagewash sótthreinsikerfið Hlutlaust efni sem drepur bakteríur sem valdið geta sýkingum, ásamt því að halda tækjum, gólfi og veggjum skínandi hreinum. Hafðu samband við ráðgjafa KEMI og fáðu nánari upplýsingar. Heimild til gjaldtöku Með bréfi, dags. 21. febrúar 2013, staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra nýja gjaldskrá Ráðgjafarmiðstöðvar land- búnaðarins ehf. Með bréfinu var hinu nýja félagi veitt heimild til að innheimta að hámarki kr. 5.000,- auk vsk. pr. klst. fyrir vinnu við sérfræðistörf sem falla undir búnaðarlög. Hin nýja gjaldskrá kemur í stað gjaldskrár Bændasamtaka Íslands sem og annarra gjaldskráa búnaðarsambandanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.