Bændablaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 21.03.2013, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 21. mars 2013 Samkeppni um land – orð í tíma töluð – Þurfum rammaáætlun um landnýtingu Þann 19. febrúar síðastliðinn efndi Rótarýklúbbur Rangæinga til málþings um landnýtingarstefnu í Rangárþingi að Gunnarsholti á Rangárvöllum undir heitinu „Samkeppni um land“. Það var fjölsótt, á annað hundrað manns fylltu sal Frægarðs og var greinilega mikill áhugi á þessu máli, bæði hjá fólki úr héraði og utan þess. Málþingsins var getið stuttlega í síðasta Bændablaði. Gott yfirlit Á málþinginu voru flutt samtals 10 erindi, bæði með efni úr héraði og á landsvísu. Sveitarfélagið Rangárþing eystra er nú að láta vinna að flokkun landbúnaðarlands, sem er hið brýnasta mál sem liður í skipulagi, og var við hæfi að fyrsta erindið fjallaði um það verkefni. Vakin var athygli á hinni miklu fjölbreytni í landgerðum og landsnytjum á sveitarfélaginu og nýtingargildi þess með ýmsum hætti. Ýmsar spurningar hafa vaknað og umræður eru greinilega miklar í sveitarfélaginu um þætti á borð við tengsl akuryrkjulands, skógræktar og náttúruverndar. Slíkt tengist vaxandi ferðaþjónustu sem farin er að ná í auknum mæli yfir vetrarmánuðina, ekki aðeins hið stutta íslenska sumar. Að ferðaþjónustunni var sérstaklega vikið í einu erindanna og bæði skógrækt og akuryrkja fengu sinn skerf í dagskránni. Þá var fjallað um allar helstu búgreinarnar og kom fram að afkoma þeirra væri mjög misgóð, best í loðdýrarækt og mjólkurframleiðslu um þessar mundir. Í heildina fékkst ágætt stöðumat hvað varðar landnýtingu þar eystra vegna þess hve erindin spönnuðu vítt svið. Er samkeppni? Ekki var við því að búast að umræður sköpuðust um marga þætti fjölþættrar dagskrá sem spannaði aðeins rúmar þrjár klukkustundir. Erindin vöktu fyrst og fremst spurningar, sumar þeirra mjög tímabærar, og er greinilega að mörgu að hyggja þegar hugað er að æskilegri stefnu landnýtingar til framtíðar. Með vaxandi þörf fyrir matvæli og bætta nýtingu þeirra, með hækkandi matvælaverði og með seinni tíma vaxandi eftirspurn eftir landi til framleiðslu orkujurta, svo sem olíurepju, er a.m.k. á erlendum vettvangi víða komin upp mikil samkeppni um land. Gengur þetta svo langt, t.d. í Afríku, að fjársterkir aðilar, t.d. frá Kína, hafa náð eignarhaldi á stórum svæðum. Í Evrópu er keimlík þróun, t.d. í Póllandi, þar sem bændur í bestu akuryrkjuhéruðunum í nágrenni Varsjár, með tryggasta markaðinn, horfast í augu við fjárfestingarfyrirtæki vestan frá öðrum ESB-löndum sem ekki aðeins yfirbjóða venjulega bændur og „safna“ landi heldur eru með áform um ræktun erfðabreyttra nytjajurta (GMOs) sem mikil andstaða er gegn meðal bæði bænda og neytenda. Þetta fellur undir þá þróun sem á enskri tungu kallast „land grabbing“ og hér hefur verið kallað „jarðasöfnun“, reyndar ekki enn í stórum stíl hérlendis. Hefur m.a. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra varað réttilega við slíkri þróun. Sumir kunna að segja sem svo að ekki sé hætta á sambærilegri þróun á Íslandi og benda m.a. á tölulegar upplýsingar um eignarhald jarða, sbr. allvíðtæka umfjöllun um slíkt í Fréttablaðinu í febrúar sl. Á málþinginu í Gunnarsholti lá þó í loftinu eftir erindin, þótt það kæmi ekki fram í umræðunum fyrr en rétt í lokin, að samkeppni um land er hafin hérlendis. Jarðasöfnun var töluverð, einkum eftir gildistöku nýju jarðalaganna 2004, en mikill afturkippur varð við bankahrunið 2008. Sömuleiðis er fyrirsjáanleg samkeppni á milli hinna ýmsu nýtingarkosta, þeirra sem varða landbúnaðarframleiðslu og annarra. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og alls ekki má sofa á verðinum. Gildir þá einu hvort Ísland gengur í Evrópusambandið eða ekki. Hætta á árekstrum Það lofsverða framtak sveitarfélagsins Rangárþing eystra að láta flokka landbúnaðarland, og reyna þannig m.a. að vernda akuryrkjuland, gefur gott fordæmi fyrir framtíðina. Vitað er um fleiri sveitarfélög sem farin eru að huga að slíku, t.d. Kjósarhreppur. Á landsvísu þarf að huga að þessum málum í víðara samhengi og renna þar með traustari stoðum undir landsskipulagsstefnu Skipulagsstofnunar ríkisins fyrir 2013-2024. Það er ekki einfalt mál, því að við blasa tilefni til samkeppni um land og jafnvel árekstra sem ráðamenn þurfa að gera sér grein fyrir áður en í óefni er komið. Dæmi um slíkt gætu verið áform um stórfellda ræktun korns og olíurepju, væntanlega að verulegu leyti á mýrlendi sem stendur nú undir um 2/3 ræktaðs lands, á sama tíma og verið er að herða kröfur um votlendisvernd og jafnvel farið að moka ofan í skurði með opinberum stuðningi. Þá vilja ævintýramenn í ferðaþjónustu dreifa hreindýrum í fleiri landshluta utan Austurlands, án tillits til gróðurverndarsjónarmiða. Asparrækt í láglendismýrum gæti orðið annað ágreiningsefni, einnig ræktun erfðabreyttra nytjajurta (e. GMOs). Eða þá uppkaup fjársterkra aðila, innlendra sem erlendra, á samfelldum svæðum með margvíslega nýtingarkosti. Hvernig á síðan að varðveita blómlega sveitabyggð? Landnýtingaráætlun – heildarsýn Árið 1986 gaf Landbúnaðarráðuneytið út skýrsluna Landnýting á Íslandi og forsendur fyrir nýrri landnýtingaráætlun, sem var afrakstur nefndarstarfs í hálft annað ár í ráðherratíð Jóns Helgasonar frá Seglbúðum, undir forystu Sveinbjörns Dagfinnssonar ráðuneytistjóra. Var verk þetta unnið í samræmi við þingsályktun sem Davíð Aðalsteinsson alþingismaður hafði frumkvæði að veturinn 1983-´84. Nú, aldarfjórðungi síðar, er orðið mjög tímabært að ríkisstjórnin, með ráðherra landbúnaðar- og umhverfismála í broddi fylkingar, láti hefja markvissa og faglega vinnu við gerð nýrrar landnýtingaráætlunar með virkri þátttöku hagsmunaaðila. Áætlunin mætti gjarnan heita Rammaáætlun um landnýtingu og má í því sambandi vísa til meira en áratugar vinnu við Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma sem myndar grundvöll undir þann málaflokk. Að fenginni þeirri reynslu hefur einnig verið unnið að Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Sú heildræna nálgun sem fæst með slíkri vinnu myndar traustan grundvöll undir bæði umræður og ákvarðanatöku um nýtingarkosti, og umfram allt, getur komið í veg fyrir árekstra og alvarleg mistök. Töluvert er til af stefnumótandi skýrslum sem komið hafa út í seinni tíð, svo sem um landbúnaðarland, náttúruvernd, landgræðslu og skógrækt, en heildarsýnina vantar. Því tel ég að sá málflutningur sem á borð var borinn í Gunnarsholti í lok Þorra hafi verið eins konar forréttur, a.m.k. orð í tíma töluð. Ólafur R. Dýrmundsson, Ph.D. er landsráðunautur Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap og landnýtingu. að vernda akuryrkjuland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.