Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Qupperneq 39

Fréttatíminn - 23.09.2011, Qupperneq 39
 viðhorf 35Helgin 23.-25. september 2011 Það er makalaust en engu að síður stað- reynd að tæplega þremur árum eftir að sett voru á gjaldeyrishöft er enn óljóst hvernig á að aflétta þeim. Eru þau þó ekki lítill farartálmi á leið til þess að koma fjár- festingum á Íslandi af stað á nýjan leik. Á bak við höftin veit enginn hvers virði gjaldmiðillinn er raunverulega og því er skiljanlega ákveðinn ótti meðal innlendra fjárfesta og erlendra við að binda sitt fé á Íslandi. Áður en höftunum verður aflétt þarf hins vegar að liggja fyrir hver peningamála- stefnan á að vera. Á nýafstöðnu september- þingi komu fram vísbend- ingar um að þverpólitískur vilji væri fyrir því að móta nýja peningamálastefnu. Það voru ánægjuleg tíðindi þótt vissulega hefðu þau mátt koma fram fyrr en þremur árum eftir brotlendingu fyrri stefnu og setningu gjaldeyrishaftanna í kjölfarið. Viðskiptablaðið hefur undanfarnar þrjár vikur birt athyglisverðan greinaflokk um peningamálastefnuna. Í nýjasta tölublaðinu er leitað álits nokkurra fróðra einstaklinga á framtíðarfyrirkomulagi hennar. Þar á meðal er Orri Hauksson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins, sem fangar stöðuna í hnotskurn: „Næstu tólf mánuði þarf peningastefnan að styðja við endur- reisn íslenska hagkerfisins og afnám gjald- eyrishafta. Grundvallaratriðið er heragi í hagstjórn, setja þarf ríkisfjármálareglu sem gengur jafnvel lengra en Maastricht- skilyrðin og draga úr fastgreiðslu-fyrir- komulagi verðtryggingar.“ Orri er þarna á sömu slóðum og Árni Páll Árnason, efna- hags- og viðskiptaráðherra, sem bendir á í sama blaði að ef Íslendingar ætli að taka upp evru þurfi þeir að sýna meiri aga í ríkisfjármálum en hingað til og bætir svo við: „Ef við ætlum að vera utan evrusvæð- isins og tryggja jafnframt efnahagslegan stöðugleika, þá þurfum við að sýna enn meiri aga en ef við værum með evru.“ Lykilorðið hjá Orra og Árna Páli er það sama: agi. Skortur þar á hefur þó einmitt verið viðvarandi vandamál íslenskrar hag- stjórnar meira og minna allan lýðveldis- tímann. Sveigjanleiki íslensku krónunnar hefur lengi verið nefndur sem helsti kostur hennar. Þó var það sá sveigjanleiki sem keyrði efnahagslífið fram af bjargbrúninni, hleypti af stað tveggja stafa verðbólgu og skildi heimili og fyrirtæki eftir með stór- fellda og óafturkræfa hækkun á höfuðstóli verðtryggðra lána. Og það er aðeins nýjasti kaflinn í sögu sveigjanleika krónunnar. Áður fyrr markaðist saga hennar af hand- stýrðum gengisfellingum að geðþótta sitjandi ríkisstjórna. Afleiðingin af þessum marglofaða sveigj- anleika er að heimilin og fyrirtækin hafa afar takmarkaða þekkingu á því hvaða rekstrarumhverfi bíður þeirra. Öllum heit- strengingum stjórnmálamanna – væntan- lega þverpólitískum – um að nú þurfi að sýna meiri aga en áður, skal vissulega taka fagnandi en, í ljósi reynslunnar, með fyrir- vörum. Hvað annað er til ráða sem tryggir þennan eftirsótta aga? Fyrir tveimur árum voru sett í Þýskalandi stjórnarskrárákvæði sem banna ríkisstjórnum að afgreiða fjár- lög með meiri halla en 0,35 prósentum af vergri landsframleiðslu. Stjórnlag- aráð kaus að gera ekki tillögu um slíkar takmarkanir í frumvarpi sínu um breytta stjórnarskrá. Hugmynd Orra Haukssonar um setn- ingu ríkisfjármálareglu er athyglisverð. Markmiðið hlýtur að vera að girða fyrir það að stjórnmálamenn geti hlaupið frá langtímamarkmiðum í ríkisfjármálum þegar atkvæðaþorstinn ber þá ofurliði. Ný peningamálastefna Krónan og heraginn Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Þ Bankatremmi Ég ætla ekki að láta eins og ég taki ekki eftir þeim stóra bleika fíl sem í stofunni er. Alma Jenný Guðmundsdóttir hefur stefnt mæðrum gegn Arion banka í kjölfar fregna af miklum hagnaði bankans sem hún telur best varið til skuldaleiðréttingar. Í opnu bréfi til bankastjórans greip hún til bleika fílsins sem er þekkt fyrirbæri úr líkingamáli langra drykkjutúra. ESB is it! Eitt stærsta fyrirtæki heims er Coca-Cola. Það ver miklum peningum í að selja vöru sína og segir aldrei frá ókostum drykkjarins. Landbúnaðarráðherrann fyrrverandi, Guðni Ágústsson, er ekki síður snjall í líkingum og líkti Evrópusambandinu við gosdrykkjarisann Coca-Cola í grein um bandalagið sem hann finnur flest til foráttu. Gallinn við myndmálið er þó sá að fæstir velja kók með óbragð í munni. Eitthvað annað en Besti flokkurinn! „Þetta er bull og lélegt grín.“ Jón Gnarr borgarstjóri hafnaði fréttum af yfirvofandi klofningi í Besta flokknum vegna meintrar óánægju Einars Arnar Benediktssonar og Karls Sigurðarsonar með að þeir væru utanveltu í umræðum um framboð flokksins á landsvísu. Skekkja í guðlausum heimi Gagnkynhneigt fólk sem lætur í ljós andúð á kynlífi fólks af sama kyni er beitt misrétti. Friðrik Schram, prestur Íslensku Kristskirkjunnar í Reykjavík, veit varla hvaðan á hann stendur veðrið; heimurinn er orðinn svo öfugsnúinn að nú er fólk með fordóma gegn samkynhneigðum að því er virðist orðið kúgaður minnihlutahópur. Já, en hver ertu? „Þetta er eitthvað sem ég get vel hugsað mér.“ Jóhanna Magnúsdóttir sjálfsræktarleiðsögukona staðfestir að hún íhugi alvarlega að bjóða sig fram til forseta. Hún er þegar byrjuð að kanna baklandið en enn liggur ekki fyrir hversu þétt og öflugt það er. Hann hlýtur að hafa verið með eyrnatappa Það var mikið fjör við borðið hjá okkur, mikið hlegið, en það virtist ekkert trufla Ben Stiller, hann sat og ræddi við félaga sína í rólegheitunum. Ben Stiller gerðist óvænt boðflenna í afmælisveislu Bjarkar Eiðsdóttur, blaðakonu á Vikunni, á 101. Vinkvennahópur Bjarkar, sem fagnaði með henni, er stór og þekktur fyrir flest annað en að ganga hljótt um gleðinnar dyr enda telur hann aðsópsmiklar dömur á borð við Tobbu Marinós og Mörtu Maríu landstýru í Smartlandi.  Vikan sem Var ... heitstrengingum stjórnmálamanna – væntanlega þverpóli- tískum – um að nú þurfi að sýna meiri aga en áður, skal vissu- lega taka fagnandi en, í ljósi reynslunnar, með fyrirvörum. Nú, hva? Þá er þetta allt í góðu Ég kann að vera einhvers konar karl- rembusvín en ég er enginn nauðgari. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, svarar ásökunum um að hafa beitt tvær konur kynferðislegu ofbeldi, í nýrri ævisögu. Matareitrun er öflugasti kúrinn Fundaferðin með utanríkismála- nefnd gekk vel þar til ég fékk matareitrun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, borðaði útlent í Finnlandi og varð misdægurt. Hann hefur misst tíu kíló síðan hann byrjaði á hinum umdeilda íslenska megrunarkúr.  Vikan sem Var Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 63 31 0 9/ 11 15% afsláttur Panodil hot, Nezeril og Zovir Lægra verð í Lyfju Gildir til 14. október
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.