Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 46
42 garðar unnið í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands Helgin 23.-25. september 2011  Haustplöntun Laukar, pLöntur og fræ PLANTA Allt til heimaræktunar planta akralind 3, (bak við húsið) 201 kópavogur sími: 445 4634 www.planta.is loftdælur og vatnsdælur á einstaklega hagstæðu verði Ræktunarljós og perurBallöst/skermar Skógræktarfélag Reykjavíkur heidmork.is Jólamarkaðurinn á Elliðavatni opnar laugardag 27. nóvember opið allar helgar fram að jólum kl. 11-17 Íslensk jólatré, handverk og hönnun. Fallegar jólaskreytingar úr skógarefni. Jólasveinar heilsa upp á gesti. Rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum. Barnastund í Rjóðrinu, harmonikkuleikur og kórsöngur. Jólaskógurinn í Hjalladal opnar laugardag 11. desember opinn tvær helgar fram að jólum kl. 11-16 Komið og höggvið eigið tré! Í boði eru úrvals íslensk jólatré. Einnig nýhöggvin tré á staðnum. Jólasveinar, kakó og piparkökur handa öllum! Jólatrjáasalan í Kauptúni opnar föstudag 10. desember opin alla daga fram að jólum Jólatrjáasalan í Kauptúni er við hliðina á Bónus í Kauptúni 3 í Garðabæ. Þar gefst kostur á að versla úrvals nýhöggvin íslensk tré á góðu verði. l i lli t i opnar laugardag . opið allar helgar fra að jólu kl. 11-17 Íslensk jólatré, handverk og hönnun. Fallegar jólaskreytingar úr skógarefni. Jólasveinar heilsa upp á gesti. ithöfundar lesa úr nýútko nu bóku . Barnastund í jóðrinu, har onikkuleikur og kórsöngur. l i í j ll l opnar laugardag . opinn tv r helgar fra að jólu kl. 11-16 Ko ið og höggvið eigið tré! Í boði eru úrvals íslensk jólatré. Einnig nýhöggvin tré á staðnu . Jólasveinar, kakó og piparkökur handa öllu ! l j l í auptúni opnar föstudag . opin alla daga fra að jólu Jólatrjáasalan í Kauptúni er við hliðina á Bónus í Kauptúni 3 í arðab . Þar gefst kostur á að versla úrvals nýhöggvin íslensk tré á góðu verði. Velkomin í Heiðmörk og Kauptún Garðabæ planta sérhæfir sig í vörum til heimaræktunar á hverskyns gróðri og hefur allt sem þú þarf til að koma upp góðri ræktunaraðstöðu. vatnsræktunarkerfi, ræktunarklefar, næring, leirkúlur, pottar og ílát. mikið úrval af dælum og ljósabúnaði bæði fyrir fagmenn og heimili. sumarhúsið og garðurinn 4. 2010 19 n úna er tilvalið að setja niður haust- laukana, til dæmis páskaliljur, túlípana og krókusa. Það er hægt að setja þá niður hvar sem er úti, á meðan hægt er að grafa fyrir frosti. Þumalputtareglan er að setja þá niður á dýpi sem er um þrisvar sinnum stærð laukanna,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deild- arstjóri í Garðheimum. Hún segir að páskaliljurnar fari dýpst, eða um 20-25 sentimetra, og það geti verið gaman að planta saman lauk- um sem koma upp á misjöfnum tíma. „Sumir setja laukana niður í nokkrum lögum; páskaliljur neðst, síðan túlípana og síðast krókusa sem koma fyrst upp í apríl eða maí, síðan páskaliljur í maí og síðastir túlípanarnir sem standa fram í júní, allt eftir veðri,“ útskýrir Stein- unn og bætir við að laukarnir geti farið niður eins lengi og hægt sé að grafa í jörðu út af frosti. Laukarnir eiga að vera úti því þeir þurfa veturinn og kuldann til að setja rætur og undirbúa sig fyr- ir vorið. Þá fara þeir að vaxa. Þeir Laukarnir þurfa veturinn og kuldan Um þessar mundir eru margir að sinna haustverkunum í garðinum og þá er að ýmsu að huga. Ýmsar plöntur þarf að færa til eða skipta út og enn annað þarf að fara niður í mold áður en frostið tekur við. geta líka farið niður hvar sem er, en þó ber að varast land þar sem er of mikil bleyta því þá rotna lauk- arnir og koma engin blóm. Ef þeir fara í ker, þarf að muna eftir dreni frá kerinu af sömu ástæðu.“ Annað sem ber að hafa í huga eru lítil svöng dýr sem grafa eftir laukum og þá er Steinunn með gott ráð: „Mýs eru gjarnar á að grafa upp og éta frá okkur laukana en það er hægt að nota lauk sem heitir „keis- arakróna“, brytja hann niður og dreifa yfir hina laukana því lyktin af honum fælir burtu mýsnar,“ út- skýrir Steinunn. Auk laukanna er mikið um að fólk skipti út sumar- plöntum fyrir haustplöntur og þar nefnir Steinunn plöntur á borð við Eriku og beitilyng sem í grunn- inn eru fjölærar plöntur en eru oftast bara einærar hérlendis þótt beitilyngið lifi stundum milli ára. „Lyngið á oft erfitt á vorin eins og margar aðrar sígrænar plöntur. Rótin er frosin og það er erfitt að gera nokkuð í þessu nema kannski helst að reyna að forðast að vera með plönturnar í hásuður. Þessar haustplöntur standa fram á vetur- inn og eru þá góðar til að gleðja augað í þann tíma,“ segir Steinunn sem lumar líka á spennandi ráðum varðandi tínslu á fræjum. „Núna er rétti tíminn til að tína reynifræ, áður en þrestirnir klára þau. Síðan á að merja þau, búa til mauk og til dæmis blanda saman við hæsna- skít. Láta þau svo gerjast innan- dyra eða undir húsvegg þar sem ekki rignir mikið. Loks er hægt að setja mold í bakka utandyra, smyrja þessu gumsi yfir og hafa úti yfir vetur og sjá hvað kemur út úr því. Þarna þarf líka að verjast músum á ein- hvern hátt því þeim þykir fræið gott á köldum vetrum,“ segir Stein- unn og nefnir einnig annars konar fræ: „Birkið getur maður tínt af trjánum, dreift á blað innandyra og þaðan hreinsað burt lauf og náð þeim í sundur. Síðan eru fræin sett í bréfpoka og geymd í ísskáp fram á næsta vor. Þá er hægt að sá í bakka innandyra eða henda út í einhvern mel úti í náttúrunni þar sem mann langar að græða upp.“ Fleiri góð ráð má nálgast á heimasíðu Garðheima auk þess sem þar eru í boði ýmis námskeið nú í haust og vetur þar sem garður- inn, grillið og sköpunarkrafturinn leika stórt hlutverk. Meðal annars: námskeið í skartgripagerð í byrjun október, námskeið í grillun villi- bráðar á Spírunni, veitingahúsinu í Garðheimum, 20. október, jóla- kransagerð 15. og 16. nóvember og hvernig á að grilla jólakalkúninn 17.nóvember. Veitingastaðurinn í Garðheim- um er opinn frá kl. 11 til 17 virka daga og 13 til 17 um helgar. Allar nánari upplýsingar má sjá á www.gardheimar.is steinunn Reynisdóttir „Laukarnir eiga að vera úti því þeir þurfa veturinn og kuldann til að setja rætur og undirbúa sig fyrir vorið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.