Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Side 27

Fréttatíminn - 23.09.2011, Side 27
Erfitt verður því fyrir hann að komast út vegna verð- miðans en eftir því sem Fréttatíminn kemst næst er alls óvíst að hann spili með Breiðabliki á næsta tímabili ef hann verður á Íslandi. Kjúklingabollur í drekasósu www.ora.is ... einfalt, fljótlegt og gott! Smakkaðu nýjung frá ORA Kjúklingabollur í súrsætri sósu Markakóngar á lausu Allir þrír markahæstu leikmenn 1. deildarinnar eru með lausan samning. Markakóngurinn Sveinbjörn Jónas- son, sem skoraði 19 mörk fyrir Þrótt í deildinni, hefur lýst yfir áhuga sínum á að spila í Pepsi-deildinni. Ekkert hefur þó enn komið inn á borð til hans. Selfyssingur- inn Víðir Örn Kjartansson, sem skoraði 16 mörk fyrir Selfoss, verður örugglega áfram á Selfossi og gamla brýnið Hjört- ur Júlíus Hjartarson, sem skoraði 15 mörk fyrir Skagamenn, mun að líkindum láta 1. deildina duga – ef hann heldur þá áfram að spila. ferill hans er svo samofinn Þorvaldi Örlygssyni að hann verður örugg- lega áfram í Safamýrinni hvort sem liðið verður áfram í efstu deild eður ei. Miðjumennirnir Baldur Bett og Ásgeir Börkur Ásgeirsson hjá Fylki eru með lausa samninga. Líklegt er að Baldur feti í fótspor Gylfa Einars- sonar og leggi skóna á hilluna en Ás- geir Börkur verði áfram í Árbænum. Tveir bestu varnarmenn ÍBV, Eng- lendingurinn Matt Garner og Dan- inn Rasmus Christiansen, eru með lausa samninga. Ekkert bendir til annars en að þeir verði annað hvort áfram hjá ÍBV eða haldi heim á leið. Ian Jeffs er líka með lausan samn- ing hjá ÍBV en heimildir Fréttatím- ans herma að hann muni að öllum líkindum halda heim til Bretlands vegna fjölskyldu sinnar. Bakvörður- inn knái, Guðjón Árni Antoníusson í Keflavík, verður að öllum líkindum áfram í sínum heimabæ, sem og Valsarinn Matthías Guðmundsson. Allt bendir til þess að Gunnar Örn Jónsson fari frá KR og er talað um að hann hverfi aftur á æskuslóðirnar í Kópavogi þar sem Blikar bíða með útbreiddan faðminn. Hollendingur- inn Mark Rutgers, sem hefur verið yfirburðamaður í Víkingsliðinu í sumar, er með lausan samning. Hann hefur lítinn áhuga á að spila í 1. deild og má búast við að lið eins og Breiðablik og FH, sem vantar sárlega góða miðverði, hafi áhuga á að fá hann í sínar raðir. Gamlir en góðir Og ekki má sleppa gömlu brýnunum sem mörg hver hafa farið á kostum í sumar. Guðmundur Steinarsson, sem hefur verið nán- ast ein- samall í fram- línu Kefla- víkur, er með lausan samn- ing. Guðmundur, sem verður 33 ára á næsta ári, verður þó væntanlega áfram í Keflavík enda hefur ferill hans fært honum heim sanninn um að hann er bestur á heimaslóðum. FH-ingarnir Ásgeir Gunnar Ásgeirs- son, Freyr Bjarnason, Guðmundur Sævarsson og Tommy Nielsen eru allir með lausan samning. Líklegt er að Ásgeir Gunnar og Guðmundur hverfi á braut, Freyr verði áfram og Tommy leggi skóna á hilluna. Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir munu að öllum líkindum setja punkt fyrir aftan ferilinn í haust enda orðnir 38 ára og geta vart spilað tvo leiki í röð vegna meiðsla. Þá er ótalinn markvörðurinn Fjalar Þor- geirsson sem hefur, öllum að óvör- um, haldið Bjarna Þórði Halldórs- syni á varamannabekknum hjá Fylki í sumar. Líklegt er þó að Fjalar þurfi að finna sér nýtt lið í haust. Síðan eru auðvitað ótaldir allir þeir leikmenn sem eru á samningi hjá félögum sínum. Sagan hefur sýnt að sú staðreynd stoppar ekki lið í því að reyna að fá til sín þá leikmenn sem þau vilja. Óskar Hraf Þórvaldsson oskar@frettatiminn.is Lj ós m yn d/ Ev a B jö rk Æ gi sd ót ti r fótbolti 27 Helgin 23.-25. september 2011

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.