Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 68
 Plötuhorn Dr. Gunna Sagan  1860 Indie Savanna Það er nettur Savanna tríós-fílingur í 1860, en um leið er bandið „indie“ og áhrif frá Fleet Foxes og sólskinspoppi Jacks Johnsons smjúga í gegn. Í svipaðri rétt og 1860 innanlands eru sveitirnar Árstíðir og Múgsefjun. Fyrstu fimm lögin á plötunni eru á íslensku og alveg frábær, vel samin og sniðug popplög. Næstu átta lög eru á ensku og þá er eins og fókusinn fari aðeins að flökta þótt oft megi heyra flott lög eins og For You, For- ever og Love and Lime. Bandið er mjög öruggt og klárt, útsetningarnar eru glúrnar og fram- setningin fín. Hlynur Hallgrímsson er frábær söngvari og hefur sér- staka en viðkunnanlega rödd. Þetta er mjög góð plata en ég held að sú næsta verði jafnvel enn betri. We Sink  Sóley Reimleikar í sirkus Sóley Stefánsdóttir er í hljómsveitinni Seabear en steig fram sóló í fyrra með myrka 6-laga ævintýraplötu. We Sink er í „fullri lengd“, 13 laga plata, en þrjú lög af síðustu plötu fá að koma aftur út. Tónlist Sóleyjar er róleg og draumkennd, oft er farið í dularfullu deildina og tónlistin hljómar eins og úr eld- gamalli bíómynd um reimleika í sirkus. Píanó- ið er leiðandi og Sóley syngur ensku textana með íslenska hreimnum sem útlendingum finnst svo sniðugur. Platan er mjög fín, mörg vel sniðin lög eru sett fram í útpældum útsetningum sem gaman er að hlusta á. Í lokin kemur mikil listræn þoka á heiðina en Sóley staulast áfram og finnur sem betur fer leiðina út. Þetta er plata sem þarf að gefa góðan tíma. Mood  Beggi Smári Þvottekta blúsrokk Beggi er bróðir teknó- tröllsins Örlygs Smára, en gæti varla verið að gera meira öðruvísi tónlist, hressilegt blús- rokk af gamla skólanum. Beggi semur lög og texta (á ensku) sjálfur, nema eitt sem er eftir Elmore James. Hann er yfirleitt með hljómsveitina Mood með sér en skiptir henni í flestum lögum plötunnar út fyrir stað- fasta herdeild, sem m.a. inniheldur Daða Birgis- son hljómborðsleikara og Einar Scheving trommara. Platan snýst þó að mestu leyti um Begga: velsmurðan gítarleik hans og letilega ákveðinn sönginn. Sándið á gítarnum er oft reffilega rifið og blúsrokkfílingurinn þvottekta. Ef ég vissi ekki betur væri ég alveg sjör á því á þetta væri einhver erlendur blús- bolti. Þessa grúfí blús- plötu á blúsáhugafólk umsvifalaust að kynna sér. Ársæll Valfells, lektor við Viðskiptafræðideild HÍ: Kostir og gallar einhliða upptöku gjaldmiðils: USD, EUR, CAD, NOK? Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fjallar um íslensku krónuna, kosti hennar og galla sem gjaldmiðils og þá umgjörð sem sjálfstæð mynt þarfnast til að þjóna hagsmunum þjóðarinnar.? Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, fjallar um evruna og kosti hennar fyrir Ísland samhliða aðild landsins að ESB. Ármann Kr. Ólafsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi flytur ávarp. Sjálfstæðisfélag Kópavogs Vörður – fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Sjálfstæðisfélag Hafnarfjarðar Turninn, Kópavogi, 20. hæð, laugardaginn 24. september kl. 10. Opinn fundur – tökum öll þátt í umræðunni! Fundarstjóri: Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður. Gjaldmiðlakostir Íslands „Þetta verður það flottasta sem sést hefur hér á landi. Ég lofa því,“ segir Samúel Kristjánsson, for- sprakki Frostrósa, um jólatónleika- röð Frostrósa þetta árið. Í ár eru tíu ár frá því að fyrstu Frostrósatón- leikarnir voru haldnir og því ætla skipuleggjendur að slá heldur betur í klárinn fyrir þessi jól. „Við byrjum með átta tónleika í Eldborgarsalnum í Hörpu helgina 3. til 5. desember. Þar verða allir helstu söngvarar Frostrósa frá upphafi,“ segir Samúel og hefst handa við að þylja upp nöfn þannig að blaðamaður hefur vart undan að skrifa niður. „Við erum að tala um Eirík Hauksson, Eivøru, Ernu Hrönn, Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Gissur Pál, Guðrúnu Ár- nýju, Guðrúnu Gunnars, Heiðu Ólafs, Heru Björk, Jóhann Friðgeir, Margréti Eir, Ragnar Bjarnason, Ragnheiði Gröndal, Regínu Ósk, Stefán Hilmarsson, Völu Guðna og Védísi Hervöru,“ segir Samúel og dregur djúpt andann eftir upptaln- inguna. „Átján söngvarar á sviðinu ásamt þrjátíu manna stórhljómsveit og fjölmörgum kórum. Það verða alls um 300 manns á sviðinu þegar mest verður.“  tónleikar FroStróSir Átta afmælistónleikar í Hörpu Haldið verður upp á tíu ára afmæli Frostrósa með pomp og pragt fyrir komandi jól. Stefnt er að rúmlega þrjátíu tónleikum um allt land. Það er óhætt að segja að Frostrósir bjóði upp á sannkallað stórskotalið á tónleikunum í Reykjavík. Þetta verður það flottasta sem sést hefur hér á landi. Ég lofa því. Auk tónleikanna í Hörpu verða haldnir þrettán Frostrósatónleikar um land allt og sérstakir stór-jóla- tónleikar með norðlensku ívafi á Akureyri 17. desember þar sem fram koma auk Frostrósa norð- lenskir söngvarar. Ekki má síðan gleyma Frostrós- um klassík sem slógu í gegn í Há- skólabíói í fyrra. Nú verða tónleikar í Hörpu 10. desember þar sem stór- stjarnan Sissel Kyrkjebø fer fyrir fríðum flokki íslenskra óperusöngv- ara. Ásamt Sissel koma fram tenór- arnir Kolbeinn Ketilsson og Garð- ar Thór Cortes, barítóninn Ágúst Ólafsson og sópransöngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir. Í fyrra sóttu um 27 þúsund manns tónleika Frostrósa og telur Samúel að áhorfendum muni fjölga í ár. „Við erum mjög bjartsýn enda hefur það sýnt sig að Frostrósir njóta mikillar hylli meðal Íslendinga.“ oskar@frettatiminn.is 64 dægurmál Helgin 23.-25. september 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.