Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Page 33

Fréttatíminn - 23.09.2011, Page 33
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti Eru konur 90% menn? Kynbundinn launamunur hjá VR mælist nú ríflega 10% sem er óásættanlegt með öllu. VR vill enn og aftur vekja þjóðina til vitundar um þetta misrétti og hefur fengið öflug fyrirtæki í verslun og þjónustu til liðs við sig. Fyrirtæki í verslun og þjónustu eru hvött til að lýsa stuðningi við átakið og bjóða konum þennan 10% táknræna afslátt á þessu tímabili og um leið fullvissa sig um að jafnrétti ríki innan þeirra eigin veggja. Hafið er átak þar sem fyrirtækin gefa konum 10% afslátt ofangreinda daga á tímabilinu 20.–26. september A4 verslanir 20. –23. september Tékk Kristall, Laugavegi 20. –26. september Fasteignasalinn (af sölulaunum) 20. –26. september Efnalaugin Björg, Álfabakka 20. –26. september Árbæjarapótek 20. –26. september Griffill, Skeifunni 21.–26. september Pfaff 24. september Saints 23. september Útilíf 23. september Karen Millen 23. september Warehouse 23. september Top Shop 23. september Evans 23. september Dorothy Perkins, Smáralind 23. september Day, Kringlunni 23. september Kristý, Borgarnesi 23. september Next, Kringlunni 23. –25. september Sævar Karl 23. –24. september BT 21. –26. september Neyðarþjónustan, Laugavegi 21. –26. september Hnefaleikastöðin (af líkamsræktarkortum) 22.–26. september Víkurverk (smávara/þjónusta) 22.–26. september VR skorar á íslensk fyrirtæki að leiðrétta launamun kynjanna. Afsláttardagar F í t o n / S Í A sem mest hjá honum síðustu stund- irnar. Blaðamaður frá þýska útvarp- inu vildi taka við mig viðtal rétt áður en pabbi dó, þannig að ég bauð hon- um að taka það í aðstandendaher- berginu. Það reyndi eðlilega talsvert á. En þetta starf er þannig í eðli sínu að það er ekki hægt annað en að gefa því allt sem maður á. Það þarf að fara lengra en maður raunverulega getur. Enda engin skilgreining til á þessu starfi nokkurs staðar; þetta starf hef- ur aldrei verið til og þetta hús hefur aldrei verið opnað fyrr. En auðvitað á maður alltaf val um hversu mikið og hversu mikinn kost á sér maður gef- ur. Mitt val var að þetta væri það sem til þurfti. Það hefur samt gerst alveg ómeðvitað. Ég held að tengingin sé sú hvað þetta hús er mér mikilvægt. Að vera sjálf tónlistarmaður og hafa fengið þörfina fyrir húsið beint í æð. Þegar maður stendur svo í þessum sporum þá skorast maður ekki und- an eða hlífir sér við neinu. Þegar ég horfi á þetta eftir á skil ég ekki al- veg hvernig ég fór í gegnum þetta á sama tíma og ég var að kveðja pabba. En meðan á því stendur hugsar mað- ur ekkert um það og gerir bara það sem til þarf.“ Þú hefur væntanlega verið eins og sprungin blaðra eftir þetta allt saman. „Ja, blaðran er ekkert sprungin. Hún hefur eiginlega ekkert fengið tækifæri til þess ennþá. Þetta er náttúrlega langt opnunartímabil, ekki bara einn dagur. Það eru nokkr- ir áfangar. Við byrjuðum innan frá. Opnuðum fyrst starfsemina og end- uðum á byggingunni. Svo hélt maður að það kæmi rólegt tímabil á eftir. En húsið er það mikið bókað og mikil eftirspurn eftir því að það er ekkert lát þar á. Þessi rólegi tími er því ekk- ert í sjónmáli,“ segir Steinunn Birna og hlær. Dóttir þín minntist á að þú værir mikil amma. „Já, mér þykir vænt um að hún haldi því fram. Hún er einkabarn en svo hefur átt sér stað góð ávöxtun þar því hún er með fjögur börn. Ég tel þessi margfeldisáhrif einhverja bestu fjárfestingu sem ég get ímynd- að mér. Ég er alveg ómöguleg ef ég sé þau ekki, helst daglega. Það er einhver besti félagsskapur sem ég get hugsað mér. Kannski eru litlar fjölskyldur samheldnari, ég veit það ekki. Mér hefur stundum fundist það. Ef til vill eru betri tækifæri til náinna tengsla sem fólk fer betur með og varðveitir, heldur en þegar margir valkostir eru í boði. Þegar fjölskyldur eru litlar verður hver manneskja svo dýrmæt. En þetta er náttúrlega það sem lífið snýst um þegar allt kemur til alls. Maður get- ur haft ýmis hlutverk en ekkert er jafn mikilvægt og hlutverk manns í sinni fjölskyldu, í tengslum við sína nánustu.“ PR-trikkið Það er ekki hægt að skilja við Stein- unni Birnu án þess að minnast á PR-trikkið margumtalaða. Síðsum- ars hringdi blaðamaður DV í Stein- unni Birnu í þeim tilgangi að spyrja hana út í siglingu fyrir erlenda blaðamenn í heimsókn vegna vígslu Hörpu, á skipinu Hafsúlunni á Menn- ingarnótt. Steinunn vildi ekki svara spurningum blaðamannsins í síma og eftir að hún taldi sig hafa kvatt hann heyrði blaðamaður hana segja: „Núna nota ég trikkið sem Andrés kenndi mér, bara að segja þeim að senda þér, að þú sért að rjúka inn á fund, bara að senda tölvupóst.“ DV birti ummælin undir fyrirsögninni: Steinunn sagðist ætla að nota PR- trikk á blaðamann. Steinunn skellihlær þegar þetta berst í tal. Inn á milli hlátraskalla stynur hún upp: „Ég tek það fram að mér finnst þetta alveg jafn vandræða- legt og spaugilegt og næstu mann- eskju. Maður má ekki missa húmor- inn fyrir sjálfum sér þótt maður sé í svona hlutverki og starfi eins og ég er. Augljóslega voru orðin ekki ætluð blaðamanninum þótt hann hafi kosið að nýta þau,“ segir hún og strýkur tárin úr augunum. „Þarna er góð og gild ráðlegging á ferðinni: Ef einhver spurning kemur flatt upp á þig áttu að koma þér úr kringumstæðunum til að geta vandað þín svör. Ég viðurkenni að það kom algerlega flatt upp á mig að einhver hefði eitthvað við þessa siglingu að athuga. Við tökum vel á móti okkar gestum í Hörpu og þetta var eina móttakan á vegum húss- ins. Svo var ég náttúrlega nýbúin að fara frekar illa út úr samskiptum við þá ágætu blaðamenn á DV í sam- bandi við hljóðfærakaupamálið. Ég var stödd uppi í sumarbústað þegar blaðamaðurinn hringdi. Þetta voru einhver fljótfærnisleg viðbrögð hjá mér sem voru náttúrlega alveg morð- fyndin, sérstaklega þar sem þau gefa dálítið skakka mynd af mér. Þeir sem þekkja mig vita að ég er nú ekk- ert sérstaklega „tricky“ manneskja. Þetta er áskorun um að missa ekki húmorinn, hvorki fyrir kringumstæð- unum né sjálfum sér. Ég fæ þjálfun í því á hverjum degi!“ segir Steinunn Birna og hlær ennþá meira. Þú ert ekkert með fleiri trikk uppi í erminni? „Nei, en ég auglýsi hér með eftir þeim!“ Komst þú sem tónlistarstjóri að skipulagningu þessarar siglingar? „Nei, og það var nú þess vegna sem spurningin kom flatt upp á mig.“ Fékkstu ráðgjöf hjá Andrési Jóns- syni almannatengli eftir fréttirnar af hljóðfærakaupunum í DV? „Já, og í tengslum við fleira. Það er mikilvægt að fá gott fólk í lið með hús- inu og að vel sé á málum haldið. Það er þó ekki hægt að miða við ímynd- ina eina og sér. Það verður alltaf að vera innistæða líka og þetta hús er gríðarleg innistæða. Ímynd húss- ins verður bara afleiðing af þessari innistæðu og auðlind sem það er. Við erum líka með erlendan kynningar- aðila sem gerir mjög góða hluti fyrir okkur. Það skiptir miklu máli hvaða sess Harpa fær á erlendum vettvangi. Það eru mikil sóknarfæri í menning- artengdri ferðamennsku í tengslum við Hörpu og við erum strax farin að finna fyrir því. Á tónleikum Jónasar Kaufmann voru tæplega 500 miðar seldir erlendis. Svo verðum við með stórar ráðstefnur hér sem hefðu kannski farið annað ef ekki væri fyrir tilkomu hússins.“ Leikarinn Ben Stiller lagði nú sitt af mörkum til að kynna húsið þegar hann birti um daginn mynd innan úr Hörpu á twitter-síðu sinni. „Já, þú getur ímyndað þér hvað það hefur gert fyrir húsið! Hér er ótrú- legasta fólk á vappi. Einu sinni fékk ég símhringingu þar sem mér var til- kynnt að forseti Litháens væri stadd- ur í miðbænum og ég spurð hvort hann mætti kíkja í heimsókn eftir tíu mínútur. Stuttu síðar renndi löng bílalest upp að byggingunni. Maður verður að vera undir allt búinn hér, hvort sem það er Ben Stiller eða for- setar. Ég hef óbifandi áhuga á velferð og framtíð þessa húss. Öðruvísi gæti ég ekki verið í þessu starfi.“ viðtal 33 Helgin 23.-25. september 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.