Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1968, Page 41

Læknablaðið - 01.08.1968, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 169 Hrafn Tulinius, Halla Hauksdóttir og Ólafur Bjarnason: Litningarannsóknir á vegum Erfðafræði- nefndar Háskólans og Rannsóknastofu Háskólans. * Inngangur Rannsóknir á litningum (chromosomum) manna eiga sér ekki langa sögu. Hin háa litningatala mannsins (46) og það, að litning- arnir liggja mjög þétt saman við skiptingu (mitosis) ásamt fleiru, gerði það að verkum, að lengi miðaði lítið í rannsóknum þessum. Ef tímasetja ætti upphaf frumuerfðafræði (cytogenetics), cr líklega rétt að benda á árið 1949, en það ár birtist grein þeirra Murray L. Barr og E. G. Bertram.9 I grein þessari sýndu þeir fram á, að bægt er að greina kynferði frumna á ílöngum krómatín- bnút, sem liggur innan á liýði kjarnans í kvendýrum, en ekki karldýrum. Hnútur þessi er um eitt micron að stærð. Þegar hafa verið færðar sterkar líkur að því, að bnútur þessi, sem kallaður hefur verið kynkrómatín (sex chromatin, Barr body) sé raun- verulega annar kynlitningurinn, þ. e. a. s. annar X-litningurinn, og þá sá, sem ekki er virkur (aktívur) í hlutaðeigandi frumu. Næsta stóra stökkið kom árið 1958. Fram að þeim tíma hal'ði verið álitið, að litningar mannsins væru 48. Ný tæknibrögð gerðu kleift að dreifa litningunum þannig, að auðvelt var að skoða hvern fyrir sig, og einnig komust menn upp á lag með að auka fjölda frumna í skiptingu með því að stöðva skiptinguna með colcbicin- um. Afleiðingin varð sú, að tveir hópar birtu næstum samtímis, að litningar mannsins væru í raun og veru 46, en ekki 48. 10 11 Á næstu mánuðum og árum fór aðferðum til vefjaræktunar og frumurælctunar mjög fram, og nú varð skammt stóx-ra högga í milli. Snemma á árinu 1959 lýstu Lejeune o. fl. litningalxreyt- ingunum við mongoloidismus.12 Á sama ári var öllum algengustu kynlitningagöllunum lýst. Klinefeltersyndrome, 13 en það er XXY- * Frá Rannsóknastofu Erfðafræðinefndar og Rannsóknastofu Há- skólans í meina- og sýklafræði við Barónsstíg. Rannsóknir þessar hafa verið styrktar af atómorkunefnd Bandaríkjanna (U.S. Atomic Energy Commission, Contract No. AT (30—1)—3548).

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.