Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 181 á við það, sem bezt finnst hér á landi, og yfirmaður hennar stendur að allra dómi jafnfætis þeim, sem bezt eru staddir um áhuga og þekk- ingu. Af hverju á að meina stúdentum að njóta þeirrar fræðslu, sem þeir geta sótt til hans? Þrír kennarar í lyflæknisfræði við Háskólann eru sérfróðir lækn- ar í hjartasjúkdómum, allt gegnir menn, en fleira amar að mann- fólkinu en hjartakvillar, þó að þeir sjúkdómar taki nú æ stærri toll. Væri ekki ráð að dreifa þeirri kennslu meira? í Landakotsspítala vinnur sérfróður læknir í hormónasjúkdóm- um. Hef ég engan heyrt bera brigður á þekkingu hans og hæfileika og veit af eigin raun, að hann vinnur starf sitt af kostgæfni. Annar er þar, sem um árabil hefur lagt stund á meltingarsjúkdóma og er að allra dómi, sem ég þekki, talinn vel fær maður í þeirri grein. Mega stúdentar ekki njóta góðs af þekkingu þessara lækna og áhuga? Með- fram fyrir tilverknað þessara manna hefur verið tekin upp kennsla fyrir kandídata í Landakotsspítala, og vænti ég þess, að henni verði haldið áfram og hún aukin, hvað sem líður viðurkenningu á þeirri kennslu. Ber þá allt að einum ósi. Það þarf að nýta þann efnivið allan, sem við höfum, til kennslu, og það þarf að samræma störf allra sjúkra- húsa, ekki aðeins í Reykjavík, heldur og annars staðar á landinu, til heilla þeim, sem sjúkir eru og um leið til aukins þroska þeirra, sem leggja á sig langt nám og erfitt til þess að bæta kvilla mannfólksins. Þess vegna fagna ég heils hugar ritstjórnargrein Læknablaðsins, þó að ég á hinn bóginn hefði kosið, að ritstjórinn hefði lagt meiri vinnu í að kynna sér allar aðstæður og ekki skrifað þessa grein eins og leið- ara í dagblaði. Ég vil um leið víkja lítillega að fáum atriðum í nefndaráliti um „framtíðarskipulag spítalalæknisþjónustunnar“, sem birtist í Lækna- blaðinu 53. árgangi, 1.—2. hefti. Um margt er ég sammála nefndinni, en sumt finnst mér orka tvímælis. Ég skal þó láta sitja við fá atriði, þar sem mér finnst, að vegið sé að Landakotsspítala að ósekju. Átti þó einum nefndarmanna að vera fullkunnugt um þau mál, en hinum má virða til vorkunnar sakir ókunnugleika. Þar segir m. a.: „Lengi vel var Landakotsspítali opinn öllum starfandi læknum í Reykjavik, en í mörg ár hefur hann verið lokaður fyrir læknum nema í undantekningartilfellum. Orsökin er sú, að meiri hluti lækna spítalans með yfirlækni í broddi fylkingar hefur viljað vernda starfsaðstöðu sína.“ Ég hef farið yfir bækur spítalans frá 1902 til 1940, að báðum árum meðtöldum, til þess að mynda mér skoðun um, hverjir hafi lagt sjúklinga í spítalann á þessum árum. Síðan þekki ég það af eigin raun. Fyrstu árin munu allir læknar bæjarins hafa stundað þar sjúkl- inga, enda var þá um enga verlcaskiptingu eða sérhæfingu að ræða. Fljótlega sækir þó í það horf, að fáir læknar hafa meginþorra sjúkl- inga undir höndum, en sumir leggja inn einn eða tvo sjúklinga yfir árið. Verður og æ greinilegri sérhæfingin, er tímar líða. Þegar kem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.