Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1968, Side 61

Læknablaðið - 01.08.1968, Side 61
LÆKNABLAÐIÐ 181 á við það, sem bezt finnst hér á landi, og yfirmaður hennar stendur að allra dómi jafnfætis þeim, sem bezt eru staddir um áhuga og þekk- ingu. Af hverju á að meina stúdentum að njóta þeirrar fræðslu, sem þeir geta sótt til hans? Þrír kennarar í lyflæknisfræði við Háskólann eru sérfróðir lækn- ar í hjartasjúkdómum, allt gegnir menn, en fleira amar að mann- fólkinu en hjartakvillar, þó að þeir sjúkdómar taki nú æ stærri toll. Væri ekki ráð að dreifa þeirri kennslu meira? í Landakotsspítala vinnur sérfróður læknir í hormónasjúkdóm- um. Hef ég engan heyrt bera brigður á þekkingu hans og hæfileika og veit af eigin raun, að hann vinnur starf sitt af kostgæfni. Annar er þar, sem um árabil hefur lagt stund á meltingarsjúkdóma og er að allra dómi, sem ég þekki, talinn vel fær maður í þeirri grein. Mega stúdentar ekki njóta góðs af þekkingu þessara lækna og áhuga? Með- fram fyrir tilverknað þessara manna hefur verið tekin upp kennsla fyrir kandídata í Landakotsspítala, og vænti ég þess, að henni verði haldið áfram og hún aukin, hvað sem líður viðurkenningu á þeirri kennslu. Ber þá allt að einum ósi. Það þarf að nýta þann efnivið allan, sem við höfum, til kennslu, og það þarf að samræma störf allra sjúkra- húsa, ekki aðeins í Reykjavík, heldur og annars staðar á landinu, til heilla þeim, sem sjúkir eru og um leið til aukins þroska þeirra, sem leggja á sig langt nám og erfitt til þess að bæta kvilla mannfólksins. Þess vegna fagna ég heils hugar ritstjórnargrein Læknablaðsins, þó að ég á hinn bóginn hefði kosið, að ritstjórinn hefði lagt meiri vinnu í að kynna sér allar aðstæður og ekki skrifað þessa grein eins og leið- ara í dagblaði. Ég vil um leið víkja lítillega að fáum atriðum í nefndaráliti um „framtíðarskipulag spítalalæknisþjónustunnar“, sem birtist í Lækna- blaðinu 53. árgangi, 1.—2. hefti. Um margt er ég sammála nefndinni, en sumt finnst mér orka tvímælis. Ég skal þó láta sitja við fá atriði, þar sem mér finnst, að vegið sé að Landakotsspítala að ósekju. Átti þó einum nefndarmanna að vera fullkunnugt um þau mál, en hinum má virða til vorkunnar sakir ókunnugleika. Þar segir m. a.: „Lengi vel var Landakotsspítali opinn öllum starfandi læknum í Reykjavik, en í mörg ár hefur hann verið lokaður fyrir læknum nema í undantekningartilfellum. Orsökin er sú, að meiri hluti lækna spítalans með yfirlækni í broddi fylkingar hefur viljað vernda starfsaðstöðu sína.“ Ég hef farið yfir bækur spítalans frá 1902 til 1940, að báðum árum meðtöldum, til þess að mynda mér skoðun um, hverjir hafi lagt sjúklinga í spítalann á þessum árum. Síðan þekki ég það af eigin raun. Fyrstu árin munu allir læknar bæjarins hafa stundað þar sjúkl- inga, enda var þá um enga verlcaskiptingu eða sérhæfingu að ræða. Fljótlega sækir þó í það horf, að fáir læknar hafa meginþorra sjúkl- inga undir höndum, en sumir leggja inn einn eða tvo sjúklinga yfir árið. Verður og æ greinilegri sérhæfingin, er tímar líða. Þegar kem-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.