Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 54
178 LÆKNABL AÐIÐ Bjarni Jónsson: SAMSTARF SJÚKRAHÚSA - EÐA HVAÐ? f ritstjórnargrein í októberhefti Læknablaðsins 1967 er drepið á mál, sem mér hefur verið hugstætt í langa tíð, en það er samstarf sjúkrahúsa í Reykjavík og raunar á öllu landinu. Eru nú meira en 20 ár, síðan ég fyrst varpaði því fram í sam- tölum við framámenn í læknastétt og heilbrigðisstjórn, að nauður ræki til að hætta þeim kotabúskap, sem tíðkazt hefði, að allir spítalar reyndu að gera allt hver í sínu horni, en tekinn væri upp sá háttur að skipta verkum milli sjúkrahúsanna. Eru nú öllum ljósir kostir þess að draga það saman í dilk, sem saman á, og þarf ekki að fjölyrða um það á þessum vettvangi. Fyrir mér vakti, að jafnaðarlega væru hafðar tvær deildir, hvor á sínum spítala, fyrir þá hópa af kvillum, sem svo væru algengir, að það væri hægt, en fyrir hina fátíðari væri ein deild, þar til svo ykist efniviðurinn, að hann væri til tvískipta. Að baki hug- myndar minnar um tvær deildir lá sá þanki, að sjúklingur gæti valið milli deilda, og þá ekki síður hitt, að heilbrigð fagleg keppni væri milli deildanna, og hlyti það að verða öllum til góðs, og þó fyrst og fremst hinum sjúku. Máli mínu var yfirleitt vel tekið, þar sem ég lét það uppi, og sagt, að þetta væri sjálfsagt gott, en þungur myndi róðurinn til fram- kvæmda og væru mörg ljón á veginum. En til var það líka, að þetta þótti óþarfa tildur og öpun stórra þjóða. Bar þó frá eitt sinn, er ég bað lækni að taka við sjúklingi, er lagður hafði verið í Landakots- spítala á skyndivakt, af því að enginn var jafnfær á Landakoti að stunda þann sjúkling, þegar hann spurði, hvort við hefðum ekki lækningaleyfi Landakotslæknar. Hefur honum þá væntanlega þótt óþörf verkaskipting lækna. Mér hefur því þótt, sem þetta hugarfóstur mitt væri vanþroska fram á síðustu ár, en nú er svo komið, að það sýnist nærri burði. í téðri grein segir: ,,Fyrir 20—30 árum hefði e. t. v. ekki verið óhugs- andi, að þrjú sjúkrahús gætu hvert um sig veitt alla nauðsynlega læknisþjónustu og jafnvel menntað stúdenta og lækna.“ Er þá vænt- anlega átt við sjúkrahús á borð við þau, sem þá voru í Reykjavík. Þessi ummæli sýna mér, að greinarhöfundur er ungur maður, því að það var jafn-óhugsanlegt fyrir 30 árum og það er í dag, að þessi sjúkrahús gætu sinnt öllum sjúklingum, svo að vel væri, eða haldið uppi viðhlítandi kennslu, ef mið eru höfð af þeim þjóðum, sem kennd- ar eru til menningar. Má geta þess til fræðslu ungum mönnum, að fyrir 30 árum þótti reyndum læknum hér það fásinna að ætla að leggja stund á jafnþröngt svið og útlimaaðgerðir, og höfðu þó orthopediskir spítalar verið starfandi í öllum menningarlöndum austan hafs og vestan í áratugi. Það er því ekki nýtt, að þörf sé á verka- skiptingu spítala, en það er nýtt, að það sé haft í hámæli hér á landi, og veit ég ekki, hvort aðrir fagna því meir en ég, að loksins er svo komið. En hitt þykir mér miður, að sumir ungir læknar halda, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.