Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1968, Síða 62

Læknablaðið - 01.08.1968, Síða 62
182 LÆKNABLAÐIÐ ur fram undir 1930, voru fjórir læknar — auk augn-, háls-, nef- og eyrnalækna — nær einir um að stunda sjúklinga spítalans, þeir Matthías Einarsson, Halldór Hansen, Guðmundur Thoroddsen og Jón Hjaltalín Sigurðsson, enda var þá farinn að bresta flótti í lið þeirra manna, sem töldu, að sérhver læknir væri fullfær til þess að gegna öllum læknisverkum. Og eftir 1932 mun enginn læknir hafa byrjað að leggja þar inn sjúklinga, sem ekki hafði sérfræðingsviðurkenningu, og ganga þeir þá smám saman úr skaftinu, sem lögðu ekki inn sjúkl- inga nema endrum og eins. Var þá þegar mörkuð sú leið, sem mér finnst rétt, að þeir læknar vinni spítalavinnu, sem til þess hafa fengið þjálfun. Ef spítalinn væri hins vegar öllum opinn, yrðu ekki margir sjúklingar, sem kæmu á hvern. Held ég, að „sérfræðingur" héldi ekki lengi getu sinni, ef hann ætti að stunda einn eða tvo sjúklinga, og tel ég, að það fyrirkomulag yrði öllum til óþurftar, sem vilja stunda læknisstörf af alvöru. Þó ber að geta þess, að oft getur þurft að sækja ráð til annarra en þeirra, sem stunda sjúklinga á spítalanum, og hefur engin fyrirstaða verið á því á síðari árum. Um það, „að meiri hluti lækna spítalans með yfirlækni í broddi fylkingar hafi viljað vernda starfsaðstöðu sína“, vil ég segja þetta: Sjúklingar eru teknir í Landakotsspítala í þeirri röð, sem beðið er um rúm fyrir þá, nema um bráða sjúkdóma sé að ræða; er þá farið eftir þörf sjúklings og ekki læknis. Ef hins vegar ber að skilja þessi um- mæli svo, að ég hafi ekki viljað ofurselja lækna spítalans þeirri forpokun, sem hlýtur að verða afleiðing æfingarleysis og reynsluskorts, þá eru þau rétt. Enn segir þar: „Á spítalann vantar alveg svæfingalækna og rann- sóknastofulækna." Rannsóknastofulæknir kemur að spítalanum á þessu ári. Hefur hann stundað nám í Bretlandi og hagað síðasta hluta þess svo í sam- ráði við lækna spítalans, og þá sérstaklega lyflæknana, að sem beztum notum kæmi fyrir sjúkrahúsið. Var þetta á vitorði allra lækna spítal- ans, þegar nefndarálitið birtist. Um svæfingalækni gegnir öðru máli. Hefur spítalanum ekki tek- izt að fá svæfingalækni til starfa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan lands og utan. Árið 1958 var ráðinn svæfingalæknir að spítalanum, og starfaði hann þar til ársins 1963, er hann hvarf að öðrum og óskyld- um störfum. Hefur síðan verið leitað eftir svæfingalæknum og jafnvel í tvö skipti komið til að ráða erlenda menn, sem virtust hafa áhuga á starfinu, en allt hefur komið fyrir ekki. Næst segir: „Á síðasta ári hefur ekki verið unnt að framkvæma vissar meiri háttar skurðaðgerðir á spítalanum.“ Ekki veit ég, hvað hefur breytzt á spítalanum á síðasta ári, sem hefur gert „vissar meiri háttar skurðaðgerðir“ óframkvæmanlegar. Svæfingalæknirinn fór 1963, og hefði verið miðað við þann tíma, hefði ég skilið þessi ummæli. Enda þótt spítalinn hafi mjög góða svæfinga- hjúkrunarkonu, sem hefur gert meiri háttar kirurgiu þar kleifa, þá er mér fullljóst, hve mikils er í misst að hafa ekki sérfróðan lækni í þeirri grein.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.