Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1968, Síða 63

Læknablaðið - 01.08.1968, Síða 63
LÆKNABLAÐIÐ 183 Hitt er rétt, að í mörg ár — og ekki aðeins hið síðasta — hafa læknar spítalans ýtt frá sér sumum aðgerðaflokkum. Síðan Hjalti Þórarinsson kom heim og fékk til umráða deild fyrir br jóstholskirurgiu, hafa allir sjúklingar, sem þörfnuðust aðgerða á brjósti, eða ætla mátti, að aðgerðin næði til brjósthols, verið sendir til hans, þar eð enginn af læknum spítalans hafði lagt stund á þá grein; auk þess sem efni- viður hefði vart verið til skipta. Amputatio recti hefur ekki verið gerð í Landakoti í mörg ár. Tilfellin eru fá, mörg komu hvort eð var í Landspítala, og þótti þá rétt, að öll væru á einum stað. Plastiskar aðgerðir hafa ekki verið gerðar í Landakotsspítala, síðan Árni Björnsson tók til starfa í Landspítala, og mest af hand- kirurgiu hefur verið sent til hans alla tíð síðan. Hefur þetta verið í samræmi við sjónarmið okkar, að það beri að draga saman, sem saman á. En væntanlega hefur þetta farið fram hjá mörgum, enda ekki verið blásið í básúnur fyrir því. Ef nefndin ætlar hins vegar að sneiða að einstökum læknum spítalans, finnst mér það í fyrsta lagi ómaklegt, og í öðru lagi veit ég ekki, á hverju hún kynni að byggja þá skoðun. Fáir af læknum spítalans hafa gert upp efnivið sinn og lagt það fram á opinberum vettvangi, og enginn af almennum handlæknum spítalans á seinni árum nema dr. Halldór Hansen. Á þetta raunar við um alla spítala landsins, að of lítið hefur birzt frá þeim af því, sem þar er verið að gera, og hafa þó skilyrði lækna til slíkrar vinnu batnað á seinni árum. Er mér ekki kunnugt um nein gögn, sem slíkur dómur yrði reistur á, því að ,,subjectiv“ skoðun manna á því, hvað þeim ,,finnst“ eða þykir „líklegt", er léttvæg, og þarf ekki að eyða að því orðum. Enn segir í sömu málsgrein: „Landakotsspítali tekur svokallaðar beinbrotavaktir til móts við Landspítalann. Komið hefur fyrir, að báðir beinasérfræðingar spítalans hafa verið fjarverandi samtímis.“ Vaktaþjónusta spítalanna byrjaði á ofanverðu ári 1954, fyrir til- verknað borgarlæknis, dr. Jóns Sigurðssonar. Síðan þessi þjónusta hófst, hefur verið ein einasta vaktvika, — í september 1966 —, sem báðir orthopedar spítalans voru fjarri, staddir á læknaþingi, en þá gegndi vaktinni handlæknir, sem hafði verið talinn fullfær til þess í Landspítala, þegar hann var aðstoðarlæknir þar. Finnst mér seilzt um hurð til lokunnar að tína þetta til, Landakotsspítala til áfellis. Er það og engin launung, að í Landspítala hefur verið aðeins einn orthoped, og hefur hann raunar snúið sér að almennum handlækn- ingum í mörg ár. í fjarvistum hans hefur enginn orthoped verið þar, svo að mér sé kunnugt. Enn segir í álitinu: „Allir, sem verða fyrir höfuðslysum, eru lagðir á Landakotsspítala, og er það raunar æskilegt vegna þess, að þar er eini læknirinn, sem fengizt hefur við aðgerðir við slíkum slysum, auk þess sem þar er greiður aðgangur að ráðgefandi tauga- lækni og lyflæknum. Hins vegar er nefndinni ekki ljóst, hvert á að senda þá, sem lenda í slíkum slysum, í fjarveru þessa læknis á ári hverju.“ Höfuðslysin koma í Landakot, það er satt. Fyrir 11 árum tók ég mig upp fyrjr atbeina borgarlæknis, í heilt ár, kominn að fimmtugu,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.