Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1968, Page 66

Læknablaðið - 01.08.1968, Page 66
186 LÆKNABLAÐIÐ Hálfrar aldar afmæli Læknafélags íslands. Á síðasta aðalfundi L.l. var ákveðið að minnast 50 ára afmælis Læknafélags Islands í byrjun október næstkom- andi, og var liöfð hliðsjón af því, að þessi tími þótti bezt benta læknum, búsettum utan Reykjavíkur. Bráðabirgðayfirlit um dagskrá. I. Symposium (samvinnufundur) um „arthritis rheumatoitis", dagskrá í umsjá Giktsjúkdómafé- lags íslenzkra lækna, verður fimmtudaginn 3. október 1968. II. Ráðstefna um heilbrigðismál, föstudag 4. okt. kl. 13.00—17.00 og laugardag 5. okt. kl. 9.00—12.30. Viðfangsefni: „Heimilislækningar í strjálbýli og þéttbýli.“ Framsöguerindi og umræður. III. Afmælisfagnaður, sem hefst kl. 18.30 laugardags- kvöld 5. okt. Samkvæmisklæðnaður verður á hóf- inu, kjóll eða smóking og síðir kjólar. Allir þættir afmælisins fara fram í samkomusal Donms Medica og einnig í anddyri hússins, ef rými í salnum reyn- ist eigi nægilegt, með svipuðum hætti og gerðist á síðustu heilbrigðismálaráðstefnu. I sambandi við ráðstefnuna er gert ráð fyrir sýningu lyfjainnflytjenda. Aðgöngumiðar að afmælisfagnaði verða seldir á skrif- stofu L.I. 25. sept. til 3. okt. Þess er vænzt, að sem flestir félagar í Læknafélagi Is- lands taki j)átt í öllum atriðum afmælisins. Stjórn L.I.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.