Læknablaðið - 01.10.1968, Síða 21
LÆKNABLAÐIÐ
GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS
O G LÆ KNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
AðaIritstjóri: Olafur Jensson. Meðritstjórar: Karl Strand og
Þorkell Jóhannesson (L.I.), Asmundur Brekkan og Hrafn Tulinius (L.R.)
54. ÁRG. REYKJAVÍK, OKTÓBER 1968 5. HEFTI
Guðmundur Jóhannesson:
KRABBAMEIN í LEGHÁLSI
Árangur meðferðar á íslandi 1955—1966.
Leghálskrabbamein er einn af þremur algengustu illkynja
sjúkdómum meðal kvenna og er að tíðni rösk 30% af öllum
krabbameinum, sem koma fyrir í getnaðarfærum kvenna. Þótt
dánartölur af völdum þessa sjúkdóms meðal okkar fámennu þjóð-
ar séu ekki sérlega skelfandi, er þetta verulegt vandamál með-
al stórþjóða. Þannig deyja árlega í Bandaríkjum Norður-
Ameríku um þrettán þúsund konur af völdum þessa sjúkdóms,
en það eru helmingi fleiri en fjöldi þeirra hermanna þessarar
þjóðar, sem fallið hafa í Vietnam á árunum 1961 -66.
Miðað við aðra illkyn ja sjúkdóma, er legbálskrabbamein al-
gengast lijá tiltölulega ungum konum, og er meðalaldur þeirra,
sem greindar eru með þennan sjúkdóm, 40—50 ár. Þetta er
skæður sjúkdómur, sem án meðferðar bindur oft enda á líf sjúkl-
ingsins á stuttum tíma. Ég hef séð tilfelli, þar sem takmarkað
æxii hefur braðvaxið þrátt fyrir meðferð og valdið dauða á nokkr-
um mánuðum. Árangur meðferðar er að verulegu leyti undir því
kominn, að sjúkdómurinn sé greindur á byrjunarstigi. Mikil-
vægi þess, að læknar almennt gefi gaum þeim einkennum, sem
vekja minnstu grunsemd um þennan sjúkdóm, verður þess vegna
aldrei of vandlega brýnt fyrir þeim. Haldgóð þekking og árvekni
almennra lækna er á þcssu sviði bezta líftrygging sjúklingsins,
þar sem vanbugsuð bandahófsmeðferð veldur oft og tíðum óþarf-