Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1968, Page 32

Læknablaðið - 01.10.1968, Page 32
198 LÆKNABLAÐIÐ einkum nefna Taussig og Natliansson, sem milli 1920 og 1930 lcomu á trans- og extraperitonel lymphandenectomiu í sambandi við róttæka hysterectomiu. Á árunum 1940—1950 sýndi Meig fram á, að unnt var að ná allgóðum árangri af skurðlæknismeð- ferð á leghálskrabbameini, ef beitt var ströngu vali og eingöngu skorin upp þau krahbamein, sem reyndust á byrjunarstigi. Samfara framförum í skurðlækningum á þessu sviði varð einnig veruleg framþróun í geislameðferð á leghálskrabbameini. Röntgengeislarnir voru uppgötvaðir árið 1895 og radíum 1898. Margret Clives í New York varð fyrst til að nota radíum til meðferðar á leghálskrabbameini, og Truman Abbé, einnig Bandaríkjamaður, var hinn fyrsti, sem heppnaðist að lækna leg- hálskrabbamein með radíummeðferð. Á árunum 1910—1930 urðu miklar framfarir við radíum- og röntgenmeðferð. Á þessum árum komu fram þrjár aðalaðferðir við geislalækningu á leghálskrabbameini, og voru þær kenndar við París, Stokkhólm og Manchester. Upphafsmenn að Stokkhólmsmeðferðinni voru þeir Jolm Forsell og James Heymann. Heymann og Kottmeier hafa síðan fastmótað þessa meðferð, en þeir hafa báðir verið prófessorar við Radiumhemmet í Stokkhólmi. Samkvæmt þessari aðferð er radíum sett upp í uterus og vagina, og er gefinn tiltölulega stór skammtur í tvö eða þrjú skipti með tveggja til þriggja vikna millibili. Radíummagnið er haft talsvert breytilegt eftir stærð og eðli æxlisins og jafnframt tekið tillit til ástands sjúklingsins almennt. Við Parísarmeðferðina er aftur á móti stöðugt gefinn sami skammtur, þ. e. a. s. 20—30 mg af radíum í vagina og uterus. Skammturinn er gefinn í einni atrennu og konan látin liggja með „radíið“ í fimm sólarhringa samfleytt. Heildarskammtur við Parísarmeðferðina verður 7200 mg rad. tímar, en það er svip- aður skammtur og gefinn er í flestum tilfellum við Stokkhólms- meðferðina. Manchestermeðferðin er eins lconar afhrigði af Parísaraðferð- irmi. Þar er með mismunandi stórum „applicatorum“ reynt að fá visst æskilegt geislamagn á ákveðna punkta í grindarholinu. Yms- ar fleiri aðferðir hafa verið og eru notaðar við radíummeðferð á leghálskrabhameini. Árangur geislameðferðar á leghálskrabbameini er ótrúlega góður. En það stafar án efa af því, að í þessum tilfellum má koma geislagjafanum alveg að æxlinu. Við Stokkhólmsmeðferð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.