Læknablaðið - 01.10.1968, Qupperneq 32
198
LÆKNABLAÐIÐ
einkum nefna Taussig og Natliansson, sem milli 1920 og 1930
lcomu á trans- og extraperitonel lymphandenectomiu í sambandi
við róttæka hysterectomiu. Á árunum 1940—1950 sýndi Meig
fram á, að unnt var að ná allgóðum árangri af skurðlæknismeð-
ferð á leghálskrabbameini, ef beitt var ströngu vali og eingöngu
skorin upp þau krahbamein, sem reyndust á byrjunarstigi.
Samfara framförum í skurðlækningum á þessu sviði varð
einnig veruleg framþróun í geislameðferð á leghálskrabbameini.
Röntgengeislarnir voru uppgötvaðir árið 1895 og radíum 1898.
Margret Clives í New York varð fyrst til að nota radíum til
meðferðar á leghálskrabbameini, og Truman Abbé, einnig
Bandaríkjamaður, var hinn fyrsti, sem heppnaðist að lækna leg-
hálskrabbamein með radíummeðferð.
Á árunum 1910—1930 urðu miklar framfarir við radíum- og
röntgenmeðferð. Á þessum árum komu fram þrjár aðalaðferðir
við geislalækningu á leghálskrabbameini, og voru þær kenndar
við París, Stokkhólm og Manchester.
Upphafsmenn að Stokkhólmsmeðferðinni voru þeir Jolm
Forsell og James Heymann. Heymann og Kottmeier hafa síðan
fastmótað þessa meðferð, en þeir hafa báðir verið prófessorar
við Radiumhemmet í Stokkhólmi. Samkvæmt þessari aðferð er
radíum sett upp í uterus og vagina, og er gefinn tiltölulega stór
skammtur í tvö eða þrjú skipti með tveggja til þriggja vikna
millibili. Radíummagnið er haft talsvert breytilegt eftir stærð og
eðli æxlisins og jafnframt tekið tillit til ástands sjúklingsins
almennt.
Við Parísarmeðferðina er aftur á móti stöðugt gefinn sami
skammtur, þ. e. a. s. 20—30 mg af radíum í vagina og uterus.
Skammturinn er gefinn í einni atrennu og konan látin liggja
með „radíið“ í fimm sólarhringa samfleytt. Heildarskammtur við
Parísarmeðferðina verður 7200 mg rad. tímar, en það er svip-
aður skammtur og gefinn er í flestum tilfellum við Stokkhólms-
meðferðina.
Manchestermeðferðin er eins lconar afhrigði af Parísaraðferð-
irmi. Þar er með mismunandi stórum „applicatorum“ reynt að fá
visst æskilegt geislamagn á ákveðna punkta í grindarholinu. Yms-
ar fleiri aðferðir hafa verið og eru notaðar við radíummeðferð á
leghálskrabhameini.
Árangur geislameðferðar á leghálskrabbameini er ótrúlega
góður. En það stafar án efa af því, að í þessum tilfellum má
koma geislagjafanum alveg að æxlinu. Við Stokkhólmsmeðferð-