Læknablaðið - 01.10.1968, Side 36
200
LÆKNABLAÐIÐ
legbeðurinn og grindarveggurinn liggi 10—12 sm undir yfir-
Jjorði húðarinnar á venjulegum einstaklingi. Með röntgen-
geisluninni, ef gefið er 2000 r. á reit að framan og aftan,
fæst á þessu svæði aðeins um 1500 r. Með tilkomu hávoltstækja,
j). e. a. s. betatron, linier ascelerator og cobalttækja, er hægt að
geisla grindarvegginn og legbeðinn með 4—5 þús. röntgen án
þess að óttast vernlega skaðleg áhrif.
Lengi hefur verið umdeilt, hvort heppilegra sé að meðhöndla
leghálskrabbamein með aðgerð eða geislun. Hafa erlendis verið
athuguð fjölmörg dæmi um j)etta, og virðist geislameðferðin
stöðugt hafa unnið á. Má nú heita, að alveg sé hætt við aðgerðir
á leghálskrabbameini, sem komið er á nokkuð hátt stig, t. d.
á III. og IV. stig.
Tabell 28. Cancer colli uteri. 1950—1954
Kirurgiska kliniker1 Radiologiska kliniker’
Antal 5-árs-lákn. i % Antal 5-árs-lákn. i %
Stad. I 3 590 73,7 1 224 76,9
Stad. II 6 839 50,3 3 780 53,7
1 Kliniker dár 50% eller fler primára radikala hysterectomier utföras i stadium I.
’ Enbart primár radiologisk behandling.
(Frán Kottmeier, 1964)
4. mynd
A 4. mynd, sem tekin er upp eftir Annual Report, sést annars
vegar árangur með skurðlækningum og hins vegar árangur
geislameðferðar. Eins og sjá má, er beildarárangur af geisla-
meðferð betri, enda þótt J)ar sé um að ræða óvalin tilfelli. A
nokkrum stöðum hefur verið viðhafður sá háttur að nota fyrst
geislameðferð og síðan uppskurð.
Meðferð á leghálskrabbameini hér á landi
Hérlendis hefur leghálskrabbameinið nær eingöngu verið með-
höndlað með radíum og röntgengeislum. En radíum var fyrst
keypt til landsins árið 1019.
Ég hef gert athugun á árangri meðferðar hér á landi á árun-
um 1955—1964. Ólafur Bjarnason prófessor gerði samsvarandi
athugun fyrir árin 1946—1955, og birtust þær niðurstöður í
doktorsritgerð bans, Uterine Carcinoma in Iceland, sem kom út
árið 1963. Aðalheimild mín fyrir j)essari atlmgun hefur verið