Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1968, Page 74

Læknablaðið - 01.10.1968, Page 74
LÆKNABLAÐIÐ 230 1. mynd Myndin á að sýna í grófum dráttum, hvernig lækna- og sérfræðingsnámi er hagað samkvæmt þessari reglugerð. Nám í 6y2 ár við læknadeild Háskólans veitir réttindi til takmarkaðs lækn- ingaleyfis. Eftir þriggja mánaða héraðsskyldu og 13 mánaða starfs- þjálfun fæst „ótakmarkað lækningaleyfi“, sem endist til æviloka. Þeir, sem vilja lengra, geta lagt út í svokallað sérnám. Á myndinni kemur fram, hvernig sérnámið skiptist í tvær megin greinar, lyflæknisfræði og handlækningar. Frá þessum aðalgreinum koma hliðargreinar, þar sem krafizt er undirstöðu í lyflæknisfræði eða í handlækningum. Fjór- ar sérgreinar hafa þá sérstöðu, að krafizt er þjálfunar þæði í lyflækn- ingum og handlæknisfræði, enda hafa þær hliðstæð tengsl við báðar þessar greinar. Ljúka má sérnámi á fjórum árum í öllum greinum nema tauga- og skapnaðarskurðlækningum, en sérfræðingsleyfi fæst hins vegar ekki fyrr en sjö ár eru liðin frá embættisprófi. Þannig verða 19 mán- uðir til frjálsrar ráðstöfunar, en þar af geta menn varið 12 mánuðum til að afla sér aukaviðurkenningar í undirgrein (sbr. 18. gr.). Frá byrjun hefur verið bent á ýmsa agnúa, sem auðveldlega hefði mátt sníða af þessari reglugerð, þótt ekki væri lagt út í það stórvirki að breyta henni í grundvallaratriðum. Verður að kenna læknadeild- inni þetta ræktarleysi, en jafnframt ber að þakka það frumkvæði, sem leiddi til þess, að nefnd hefur nú verið skipuð til að hjálpa deild- inni við endurskoðun á reglugerðinni. Þessi nefnd á mikið og vanda- samt starf fyrir höndum, sem hlýtur að hafa í för með sér veigamiklar breytingar. Flestar grannþjóðir okkar eru að breyta kerfi læknakennsl- unnar frá grunni. Virðist mikilla tíðinda að vænta af erlendum vett- vangi, ef marka má umræður og greinargerðir um þessi mál. 12345 Nýmælii)Þótt námskerfi okkar eigi fyrst og fremst að miðast við þarf- ir íslenzks þjóðfélags, þurfum við að þekkja viðhorf grann- þjóðanna og laga okkar reglur að reglum þeirra eins og aðstæður frekast leyfa, svo að íslenzkir læknar verði gjaldgengir erlendis. Eftir lauslegan samanburð sýnist mér, að hugmyndir þær, sem hér verður greint frá, geti í stórum dráttum samrýmzt þeirri skipan, sem Bretar og Norðurlandabúar virðast stefna að. Þessar hugmyndir hvíla á þeirri meginforsendu, að læknanámi sé aldrei að fullu lokið. Lœknar eiga að verja hluta af starfsorku sinni til kerfisbundins náms, meðan þeir stunda lœkningar. Þeir, sem við- halda ekki þekkingu sinni, eiga að missa lœkningaleyfi. Skynsamleg próf eru nauðsynleg til að tryggja hæfilegt aðhald í þessum efnum. Eftir forskóla (læknadeild), sem veitir sameiginlega og alhliða undir- búningsmenntun, byrjar framhaldsnámið. Aðalmarkmið nýrrar reglu- gerðar hlýtur að vera að hvetja sem flesta lœkna til frekara náms. Það virðist því vera eðlilegra að kenna reglugerðina við framhalds- nám fremur en sérfræðinám, enda er sérgreining fráleitt nokkurt 1) Efnislega samhljóða erindi, sem var flutt á fundi hjá Umræðuhópi ungra lækna í apríl síðastliðnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.