Læknablaðið - 01.02.1970, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ
11
Morfin
Isocarboxazid
Amphetamin
Metylphenidat
Chlorali hydras
hvert 3 tilfelli
Ymis lyf — samtals 6 tilfelli.
Diazepam
Nitrazepam
Metadon
Amitryptilin
Meclozin
hvert 2 tilfelli
Orsakir þess verknaðar, er menn taka lífshættnlegan skammt
deyfilyfja, eru margvíslegar, og heimildir hrökkva ekki til að
kanna þær til fulls. Nokkra hugmynd er þó unnt að fá í sjúkra-
skrám.
80 sjúklingar voru taldir hafa skerta geðheilsu.
Depressio mentis................... 37
Psychosis manio-depressiva ......... 3
Psychoneurosis .................... 17
Alcoholismus chron................. 13
Shizophrenia (shiz. reactio) ....... 5
Psychopathia ........................ 3
Epilepsia ........................... 2
Félagsleg vandamál koniu fram meðal 29 sjúklinga. Oftast
var um að ræða almennt ósætti á heimili, óreiðu maka, áfengis-
neyzlu, lyfjamisnotkun eða stóra skapbresli maka. Einnig eru til-
greindar fjárhagsáhyggjur (aðeins tveir sjúklingar), vonbrigði í
ástamálum, ástvinamissir, nauðgim o. fl.
Líkamlegir sjúkdómar voru taldir eiga að nokkru sök á mis-
notkun deyfilyfja hjá 19 sjúklingum. Sem dæmi má nefna hjarta-
kveisu, afleiðingu heilabólgu, æðastíflu í heila, æðakrampa (mi-
grene), brjóstkrabhamein, magakrabhamein, „dumping syn-
drome“, samvexti í kviðarholi, lypus erythematosus og skjald-
kirtilseitrun (thyrotoxicosis).
Meðferð bráðrar lyfjaeitrunar liefur á Landspítalanum einkiun
beinzt að því að koma í veg fyrir og meðhöndla lost, öndunar-
erfiðleika og truflanir á jafnvægi vatns og elektrolyta. Við lost-
meðferðina hafa einkum verið notuð æðaþrengjandi lyf, svo sem
Aramin og Wyamin. Við öndunarerfiðleikum er brugðizt með
sögi, innlagningu harkapípu, öndunarhjálp og fúkalyfjum. Ár-
angur meðferðar verður að teljast góður, aðeins tvö dauðsföll.
Geðræn meðferð hefst, þegar sjúklingurinn vaknar úr dásvefni
sínum, og væri bezt í höndum geðlæknis. 1. og 4. mynd sýna að
nokkru, hvernig hrugðizt hefur verið við hinum geðræna vanda.