Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1970, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 01.02.1970, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 33 EINKASJÓNARMIl) Ég hef tekið mér bessaleyfi og snarað eftirfarandi grein And- rews Smiths læknis og kennara í heimilislækningum. Hún birtist í Brit. Med. Joum. 13. júlí 1968. (Ó. J.). Leiðindi, ekki erfið vinna, er erkióvinurinn. Ég komst fyrst í kast við þau á frídögum, þegar ég var á gelgjuskeiði í skóla, og ég hef ótt- azt þau ætíð síðan. í frímínútunum var hægt að fara í leiki og þjarka um pólitík eða hugmyndir, og þegar ég var að troða í mig óskiljan- legu táknmáli efna- og eðlisfræði fyrir embættispróf, var ég oft dauð- uppgefinn, aldrei leiður. En frídagarnir voru víti. Ég las mikið, hlust- aði á útvarpið, fór í gönguferðir, en mér tókst aldrei að fyila út í dag- ana. Ég átti þá til að fyllast örvæntingu út af þessu. Það hlaut að vanta eitthvað í mig; auðvitað átti ég að hafa meira til brunns að bera. Við að lesa stuttar ævisögur og ritgerðir um Evelyn Vaugh, sem birtust stuttu eftir andlát hans, veittist mér huggun. Fremsti höfundur þessarar kynslóðar í óbundnu máli, sá, sem skrifað hafði rit, glóandi af kímni, og talaði af slíkri málsnlilld, að því er vinir hans sögðu, að hann uppljómaði hvert það efni, sem hann ræddi um, maður með feikna lífsþrótt og ósköpin öll til brunns að bera, honum fannst lífið svo hræðilega leiðinlegt, að hann gat varla þolað það frá degi til dags. Til að geta afborið það fór hann í langar gönguferðir eftir sléttum sveitavegum og eyddi óteljandi síðdegisdögum í kvikmyndahúsum og lét sig engu skipta, hver myndin var. Lífi sínu lifði hann, að því er sonur hans skrifaði, að miklu leyti til að forðast leiðindi og það fólk, sem líklegt var til að vera honum til leiðinda. Þó átti hann allt, sem flestir okkar óska sér; hamingjuríkt heimili, farsæld í starfi og nægan auð. Væri slíkur maður leiður, gátu leiðindi átt litla samleið með deyfð og heimsku. Þegar Reith lávarður átti sjónvarpsviðtal við Malcolm Muggeridge á síðasta ári, lét hann í ljós hræðslu við leiðindi, án þess þó að nota nokkru sinni það orð. Hann sagðist hafa sagt lausu starfi sínu hjá B.B.C. (brezka útvarpinu) vegna þess, að hann hefði skapað starfs- heild, sem vann vel, þurfti ekki lengur á honum að halda og gekk vel af sjálfri sér. Hefði hann haldið áfram í starfinu, hefði hann verið van- nýttur, ekki fullþaninn. Að vera fullþaninn, bæði líkamlega og sálar- iega, var honum andhverfa leiðinda, og hann var ákveðinn í að við- halda því ástandi sínu. Honum heppnaðist það ekki eins og málin sner- ust. Hann var aldrei aftur fullþaninn, jafnvel ekki sem ráðherra á stríðstímanum. Og þegar hann sagði Winston Churchill frá þessu eftir lok ófriðarins, fékk hann samúðarfuilt svar, sem rifjaði upp leiðindi Churchills sjálfs á árunum fyrir stríðið. Það, sem skein í gegnum allt sjónvarpsviðtalið, var hugsjón Reiths um að vera fullþaninn. í lokin var hann beðinn um að láta hugann reika aftur og gá, hvar líf hans hefði getað verið betra. Hann sagði þá, að hann hefði ekki veitt konu og börnum nægan tíma né tekið nægileg frí. Hann talaði þó frekar eins og hann sæi eftir að hafa orðið á í góðum siðum en að sannfæring fylgdi orðunum. Fjölskyldulíf og frídagar voru ekki nóg til að stjaka leiðindum frá Evelyn Vaugh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.