Læknablaðið - 01.02.1970, Blaðsíða 36
14
LÆKNABLAÐIÐ
útskilnaði deyfilyfja, einkum barbiturata. Hér er um að ræða
þvagleysandi meðferð (forced alkaline diuresis), peritoneal dia-
lysis og hemodialysis. Einkum eiga þessar aðferðir við gegn alvar-
legum eitrunum, sem eru innan við 10%. Þvagleysandi meðferð
má t. d. framkvæma þannig, að gefinn er hálfur lítri af Mannitol
ogsamtímis hálfur lítri af glukosu, NaHC03 og NaCl á víxl. Fyrstu
klukkustundina eru gefnir 3/1 af vökva, en síðan tiyggt þvag-
magn 400—500 ml á klst. Ph þvags er haldið um 7.5.7
Deilt hefur verið um gagnsemi örvandi lyfja (analeptika), t. d.
Bemegrids. Lyfið er vandmeðfarið og hefur oft i för með sér
hjartsláttartrul'lanir og krampa. Það bætir því líklega ekki horf-
ur. Sumir telja árangur meðferðar hafa batnað að mun, er þeir
hættu notkun Bemegrids.2 Á síðari árum hefur athygli beinzt
meira að Metylphenidat (Bitalin), og skal ekki fullyrt um gagn-
semi þess.
Dánartalan er tveir af 116 með hráða lyfjaeitrun. Á Bispe-
hjerg-sjúkrahúsinu i Kaupmannahöfn hafa dauðsföll vei’ið milli
1—2%, á Boyal Infirmary í Edinhorg jafnvel innan við 1%,8 en
víða annars staðar er dánartalan miklu hærri eða allt að 20%.
88 sjúklingar voru sendir heim eftir meðferð á deildinni. !
hópi Kessels í Edinborg hlutu 2/3 geðlæknismeðferð eftir út-
skrift, ýmist á sjúkrahúsi (26% ) eða göngudeild þess (38% ).5 Ef
þarfir hinna íslenzku sjúklinga eru ámóta, þarf greiðari aðgang
að geðsjúkrahúsum eftir útskrift af lyfjadeild.
Sumir geðlæknar telja, að aldrei beri að kalla bráða lyfjaeitrun
tilraun til sjálfsmorðs.5 Fólk fremur verknaðinn oftast í örvænt-
ingu, af því að öll sund eru lokuð í bili. Hins vegar er ómeðvitað-
ur tilgangur oft sá að vekja athygli á vandamálum sínum eða
hræra nákomna ættingja til meðaumkunar. Menn vona innst inni,
að verknaðurinn mistakist. Þjóðfélagið á að geta veitt þessum
sjúklingum ódýrari og hættuminni meðferð í formi vel skipu-
lagðrar geðverndar og félagsráðgjafar.
HBIMILDIR
1. Aitken, R. B. C. and Proudfoot, A. T. (1969): Barbiturate Automat-
ism — Myth or Malady? Postgrad. Med. J. 45, 612.
2. Hadden, John et al. (1969): Acute Barbiturate Intoxication. J.A.M.A.
209, 893.
3. Heilbrigðisskýrslur 1960—66.
4. Janssen, B. (1961): Drug Automatism as a Cause of Pseudosuicide.
Postgrad. Med. J. 30, A. 34.