Læknablaðið - 01.02.1970, Blaðsíða 40
18
LÆKNABLARIÐ
— og sums staðar trúlega um langan aldur — verður að gera ráð
fyrir setu eins læknis i héraði.
Þessum læknum þarf að búa starfsaðstöðu, elcki lakari en
verður í væntanlegum læknamiðstöðvum.
Stærð eininga — Húsnæðisþörf
Tiltölulega einfalt er að draga upp grunnmyndir af læknamið-
stöðvum, sem henta myndu íslenzkum aðstæðum, ef um nýbygg-
ingar er að ræða. Nóg er af erlendum fyrirmyndum. Erfiðara er
að koma shkri starfsemi fyrir i húsnæði, sem i upphafi er ætlað
til annarra nota og einkum, ef bæta þarf við nýbyggingum við
vaxandi kröfur aukinnar starfsemi.
Það, sem hér birtist, er ávöxtur athugana, sem greinarhöfund-
ar hafa gert vegna breytinga á húsrými í Sjúkrahúsi Vestmanna-
eyja, sem mn sinn verðm notað fyrir læknamiðstöð, en skilað aft-
ur, þegar sjúkrahúsið tekur til starfa, og fæst þá væntanlega sér-
stakt húsnæði í tengslum við þjónustudeildir spitalans. Er það von
okkar, að þessar upplýsingar geti orðið að liði þeim, sem annars
staðar takast á hendur að skipuleggja læknamiðstöðvar.
Frá sænskum læknamiðstöðvum, sem byggðar voru fyrir fimm
árum, er sagt d ritinu Om Iákarstationer — centrala sjuk-
várdsberedningen, Stockholm P 21 1966. Þar er gert ráð fyr-
ir eftirtöldu húsnæði og einingum (mál eru lágmarksstærð-
ir og gilda tölurnar, hvort sem tum er að ræða lækningastöð
eins læknis eða miðstöðvar 2ja, 3ja eða 4ra lækna):
1. VIÐTALS- og SKOÐUNARSTOFA LÆKNIS = L s-v 14m1 2 3 4 5 6 7 8
Minnsta breidd 3 m. Hér þarf að vera hægt að setja
kort fyrir sjónskerpupróf, þannig að milli horna
verði ekki minna en 5 m.
2. SKOÐUNARSTOFA = S — Sx — S2 12m2
3. VINNUHERRERGI HJÚKRUNARKONU = H 16m2
4. MÓTTAKA — RITARAHERBERGI = M — R 16m2
5. RANNSÖKNASTOFA = Lab 18m2
Við rannsóknastofu þarf að tengja
6. KLEFA FYRIR SYNITÖKU (1,8x2, 2m) = K 4m2
þar sem hægt er að láta sjúklinga liggja fyrir, meðan
blóðsýni eru tekin, og
7. SALERNI FYRIR SÝNITÖKU (hægðir til baks og
kviðar) = VS (l,7xl,8m) 3m2
8. SÖTTHREINSUN = Ster 10m2