Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 9
LÆKNABLADIÐ
105
Mynd 3. Sýnir stigaröðina í upptöku og nidurbroti
frumna (utan lifrar) á LDL (»LDL-pathway«, sjá
texta). Erfðagallar (»mutations«) hafa fundist á
stigum 1-6: (abetalipoproteinemia; LDL vantar í
blóði pessara sjúklinga, mjög sjaldgæft). (2) LDL-
viðtaka vantar alveg, (arfhrein F. I!., receptor-
negative). Arfblendnir hafa helming edlilegra LDL-
viðtaka. Algengasta afbrigði F. H. (3) LDL-vidtaki
er mjög gallaður (receptor defective) og LDL-
upptaka pví mjög skert. Annad afbrigði (»allelic
mutant«) af F. H. (4) LDL-viðtaki edlilegur og pví
eðlileg LDL-upptaka. en LDL er ekki innbyrt í
frumuna (»internahzation defect«). Sjaldgæfasti unð-
irliggjandi erfðagallinn í F. H. (5) Wolman syndro-
me: Mjög sjaldgæft par sem uliposome acid lipase«
vantar alvegp. (6) Cholesterylester storage disease:
Liposome acid lipase péttni aðeins 5-10 % af
eðlilegri péttnP. Tekið upp úr verkum Brown og
Goldstein (5, 10. II).
Mynd 4. Uppdráttur af flutningi og niðurbroti
lipoproteina. LDL myndast við niðurbrot á VLDL
(fyrir verkan lipoprotein lipasa, LPL). LDL er álitið
flytja kólesterol til vefjanna, sem taka pað upp í
gegnum LDL-viðtakann. Hversu miklu hlutverki
svokallaður »sca venger pathway« gegnir er ekki
vitað ennpá né heldur hversu miklu hlutverki lifrin
gegnir í niðurbroti á LDL. HDL er álitið taka upp
frítt (óbundið) kólesterol frá vefjunum, sem síðan er
umbreytt í ester, fyrir verkan lecithine-cholesterol
acyl transferase, LCAT. Rannsóknir benda til að
kólesterolester flytjist síðan frá HDL til annarra
lipoproteina og er síðan væntanlega tekið upp af
lifur frá VLDL-»remnant« til útskilnaðar í galli (14).
LDL er ekki tekið upp og brotið niður á
eðlilegan hátt, sem m.a. kemur fram í því að
helmingunartími LDL í blóði þessara einstak-
linga er verulega lengdur (19). Þetta er einnig
álitið valda því að þéttni LDL í blóði arfblend-
inna (heterozygota) er að jafnaði tvö- til
þrefalt hærri en annarra og í arfhreinum
(homozygotum) meira en fimmfalt. Frumur
arfhreinna einstaklinga a.m.k. fá því ekki
nægilegt kólesterol með LDL úr blóði, a.m.k.
ekki í gegnum þennan LDL-viðtaka, en fram-
leiða samsvarandi aukið kólesterolmagn sjálf-
ar með tilstuðlan áðurnefnds hvata (HMG-
Co-A). Hins vegar er heildarkólesterol fram-
leiðsla líkamans í þessum einstaklingum ekki
hærri en annarra og kólesterolupptaka frá
görnum er heldur ekki aukin (25).
Hin háa LDL-kólesterol þéttni í blóði, sem
er til staðar frá fæðingu í þessum einstakling-
um, er álitin valda því, að þessum hópi er mun
hættara við að fá æðakölkun á unga aldri en
öðrum. Hvernig sú fitusöfnun, sem fyrirfinnst í
slagæðaveggjum þeirra, verður, er utan við
svið þessarar greinar. Þess má þó geta, að sú
fitusöfnun, sem verður innan frumnanna í
æðaveggnum (»foam cells« upprunalega slétt-
ar vöðvafrumur eða átfrumur) verður ekki
vegna upptöku þessara frumna á kólesteroli í
gegnum áðurnefnda LDL-braut, þar sem frum-
urnar eru færar um að loka fyrir þessa
upptöku, þegar kölesterol safnast fyrir í frum-
unum með því að mynda færri viðtaka á
frumuyfirborðinu. Þessar átfrumur virðast
taka upp LDL með öðrum hætti, óháð þessum
LDL-viðtökum (svokallaður »scavenger path-
way« sjá mynd 4). Víðtækar rannsóknir fara
nú fram á hvernig þessari upptöku sé háttað
og ef til vill varpa þær nýju Ijósi á eðli og
uppruna æðakölkunar. Nýlegar rannsóknir
hafa einnig bent til þess að umbreyting á LDL,
sem e.t.v. á sér stað í æðaveggnum sjálfum,
valdi því, að slíkar átfrumur geti tekið þessi
lipoprotein upp í svo ríkum mæli að valdi
fitusöfnun innan frumnanna, sem eru ófærar
um að losa sig við hið óuppleysanlega kóle-
sterol (8, 20).
Hversu mikilvægu hlutverki þessi »scaven-
ger pathway« gegnir í heildarniðurbroti LDL
er ekki vitað ennþá né heldur hvaða frumurteg-
undir taka þar þátt í. Nýlegar rannsóknir
benda einnig til þess að high density lipoprote-
in (HDL) gegni hlutverki í því að losa frumunn-
ar aftur við kólesterol (sbr. mynd 4), og sú
kenning samrýmist vel nýlegum faraldsfræði-