Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 38
124 LÆKNABLADIÐ viö í þessum tilfellum alltaf reynt aö nema burtu æxlið, ef þess hefur verið kostur. Horfur Um horfur er rætt á öðrum stað hér í blaðinu og er skemmst frá því að segja, að um 30- 40 % af þeim sem leita læknis vegna krabba- meins í ristli, eru á lífi eftir 5 ár. í einstaka skrifum virðast vissir höfundar ná betri ár- angri og eru um helmingur sjúklinga þeirra á lífi eftir 5 ár. Hvað viðvíkur krabbameini í endaþarmi er árangur svipaður, kannske nokk- uð betri. Lokaorð Nokkrar spurningar hljóta að vakna, þegar þessi mál eru athuguð og þá fyrst hvers vegna tíðni þessa sjúkdóms virðist vera helmingi Meiri í Svíþjóð og víðast hvar á Vesturlöndum en raun er á, á íslandi. Að vísu virðist sjúkdómurinn aukast þar, en í öðrum vestræn- um löndum standa nokkuð í stað. Má vera, að forsendur sjúkdómsins séu að líkjast því sem gerist annars staðar og kannske eru mataræði og umhverfismál á íslandi að aðlagast því sem gerist hér ytra. Pað gildir einnig um krabbamein í ristli og endaþarmi, að því fyrr sem sjúkdómurinn uþpgötvast, því stærri líkur eru til gagngerra bóta og sú spurning hlýtur því vakna, hvað hægt sé að gera til að finna sjúklingana fyrr en raun er á með tilliti til einkennaleysis sjúk- dómsins. Það er kannske fulldjarft að leggja það til málanna, að allir íslendingar yfir 50 ára aldri gangist undir ristilmyndatöka og recto- scopiu, til þess er kannske sjúkdómurinn ekki nógu algengur og vandræðavaldandi og sjálf- sagt allt of stórt fyrirtæki frá röntgentækni- legu og fjárhagslegu sjónarmiði. Hins vegar má eflaust gera þá kröfu á hendur læknum, að þeir séu hér vel á verði, fyrst og fremst minnugir þess, að sjúkdómurinn er til, og í öðru lagi hvers þeir séu megnugir með vísi- fingri handar sinnar og rectoscopi, sem liggur kannske of oft ónotað. SUMMARY This article is a review of colo-rectal cancer with particular reference to lceland and Sweden. Appro- ximately one fourth of all deaths in Sweden are due to malignant disease. Thereof 12 % are from colo- rectal cancers. The incidence is 40-50 new cases per 100000 inhabitants per year. It seems to be twice as much as in lceland. Between sexes the incidence is about the same. The connection to familiar polypo- sis, colitis ulcerosa and villose papilloma are stres- sed. The etiology is still unknown but environmental factors such as food are important, so is the heritage. Early diagnosis is essential for the progno- sis which is good if initial symptoms are dealt with thoroughly. Therapy is almost exclusively surgical. It is essential that doctors have a high index of suspicion for the disease and make frequent use of the rectoscope and index finger! HEIMILDIR 1. Berge, T„ Ekelund, G„ Mellner, C„ Pihl, B„ Wenckert, A.: Carcinoma of the colon and rectum in a defined population. Acta Chir. Scand. suppl. 438, 1973. 2. Bjarnason, Hlöður: Krabbamein í ristli og endaparmi. Örebro: Samanburður lækninga- arangurs við önnur sjúkrahús. Læknablaðið, 1980. 66, 2. tbl. 3. Coffrey, R. C.: The major procedure first in the two-stage operation for relief of cancer of the rectunt. Annual Surgery 1961. 4. Copeland, E. M„ Miller, L. D„ jones, R. S.: Prognostic factors in carcinoma of colon and rectum. American Journal of Surgery 116-875, 1968. 5. Eisenberg, H„ Sullivan, P. D„ Foote, F. M.: Trends in survival of digestive system cancer patients in Connecticut 1935-1962. Gastroenter- ologi 53-528, 1967. 6. Goligher, J. C.: Surgery of the anus rectum and colon. Ballíere-Tindall 1975. 7. Hallgrímsson, Snorri: Krabbamein í colon og rectum. Læknablaðið 54, 135-167, 1968. 8. Modan, B.: Low-fiber intake as an etiologic factor in cancer of the colon. Journal of the National Cancer Institute 55-15, 1975. 9. Papillon, J.: Endocavity Irradiation of early rectal cancer for cure. Proc. Royal Soc. Med. 66, 1179, 1973. 10. Polk, H. C. Ahmad W. Knutsson C. O.: Carcino- ma of the colon and rectum, current problem of surgery. January 1973. 11. Tuiinius, Hrafn: Tíðni og útbreiðsla krabba- meina. (Ráðstefna um neysluvenjur og heilsufar 29. apríl 1977). 12. Þórarinsson, Hjalti: Krabbamein í ristli og enda- parmi. Læknablaðið 62, 185-195, 1976. 13. UICC: Clinical oncologi. Springer Verlag 1973.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.