Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐID 119 iðnaði og hafa sýnt blýmagn í blóði yfir hættumörkum. Bráð cadmiumeitrun getur valdið bólgubreytingum í lungum og dauða af völdum lungnabjúgs. Við langvarandi cad- miumeitrun koma fyrst og fremst fram em- physema og nýrnabilun. Slíkum eitrunum hefir verið lýst í sambandi við rafsuðu. Um málninguna á málminum, (sbr, töflu 1), má segja svipað og um málminn sjálfan. Þarna er oft um að ræða blý eða zink, en nú orðið mun zink miklu algengara, t.d. á galvaniseruðu járni. Plasthúð er stundum notuð á málma og við logsuðu getur myndast fosgen (COCl2), en pað efni mun betur pekkt undir nafninu eiturgas, en pað var einmitt fosgen, sem notað var í fyrri heimstyrjöldinni. Mér vitanlega hefir ekki verið lýst fosgeneitrun í sambandi við rafsuðu, en fosgen getur einnig myndast úr trichlorethylene við rafsuðu í andrúmslofti. Eg get verið stuttorður um hita, tíma, loftræstingu og loftrými, (sbr. töflu 1). Það segir sig sjálft, að pví meiri sem hitinn er, peim mun meiri er hættan og sé loftræsting og loftrými ófullnægjandi, er að sjálfsögðu hætt- ara við eituráhrifum og augljóst er að tíma- lengdin skiptir meginmáli. Þá kem ég að síðasta atriðinu á töflu 1, en pað eru lofttegundir í andrúmslofti. Er pess fyrst að geta, að við hitann frá Tafla 3. Áhrif nokkurra ertandi lofttegunda á tiltekin líffæri. Áhrif lofttegundanna á Barka- Barka, Lungna- Augu Nef kýli Berkjur blöðrur Formaldehyd . +++ +++ ++ + (+) Ammoníak Brennisteins- ++ ++ +++ +++ + dioxid + ++ +++ +++ ++ Köfnunar- efnisoxid ... Fosgen Ozon (+) + + ++ +++ Tafla 4. Brád einkenni vid mismunandi magn ozons í andrúmslofti. Magn Einkenni 0.05 ppm (Ozonlykt) 0.1 ppm Erting í hálsi 0.1-1.0 ppm Hósti, urgurog verkur í brjósti, andþyngsli 1.0-3.0 ppm Aukning ofangreindra einkenna Yfir 3.0 ppm Sömu einkenni aukin, við bætist: Hryglandi öndun rafsuðunni ildast köfnunarefni í köfnunarefnis- oxid, p.e.a.s. NO og N02. Báðar pessar loftteg- undir eru ertandi fyrir öndunarfærin og geta, pegar pær eru í miklu magni í andrúmsloftinu, valdið lungnabólgu og lungnabjúg. Lungna- bjúg hefir mér vitanlega ekki verið lýst af völdum pessara efna í sambandi við rafsuðu, en hins vegar er hætta á slíku í sambandi við logsuðu, enda nota menn par ekki neinn lofthjúp til verndar kringum ljósbogann og er pví aukin myndun NO og N02 við pessi skilyrði. Þessar lofttegundir eru orsakavaldar í svonefndum silofiller’s disease og petta voru aðalskaðvaldarnir í hinni frægu Lundúnapoku. Sjaldgæft mun, eins og áður er getið, að verulegt magn köfnunarefnisoxida myndist við rafsuðu, en slíkt getur pó gerst ef ekki er komið í veg fyrir ildingu og eitrunum og jafnvel dauðsföllum af pessum völdum hefir verið lýst. Að magni til gengur súrefni næst á eftir köfnunarefni í andrúmsloftinu. Við útfjólubláa geislun, sem er samfara rafsuðunni, klofna súrefnissameindirnar i frumeindir sínar og síðan bindast prjár frumeindir saman í ozon- sameind, 03. Undanfarin ár hefir áhugi manna beinzt mjög að ozonmyndun við rafsuðu og par sem berkjubólga er tíð hjá rafsuðumönn- um hafa sumir höfundar viljað kenna áhrifum ozons um pessa auknu tíðni. Hins vegar ber að hafa í huga, að mjög mörg ertandi efni koma fram við rafsuðu og pví um flókið orsakasam- band að ræða. Nafnið ozon er dregið af gríska orðinu ozen, sem pýðir að lykta og ozon hefir sterka lykt og er blátt að lit. Á töflu 3 eru sýnd áhrif nokkurra ertandi lofttegunda og par á meðal áhrif ozons, köfnunarefnisoxida og fosgens. Kemur par fram, að eitrun af völdum pessara priggja efna er mun lúmskari, en peirra, sem valda strax hósta, vegna bráðrar ertingar í efri hluta öndunarfæranna. Áhrif ozons á menn eru vel pekkt og eru pau að mestu í samræmi við niðurstöður fjölda dýratilrauna, sem gerðar hafa verið. Á töflu 4 eru skráð bráð einkenni, sem fram koma við mismunandi magn ozons í andrúmslofti. Sumir menn finna reyndar ozon- lykt, pó að magnið sé mjög lítið eða allt niður í 0.05 hluta í milljón, en lyktin er óáreiðanlegur mælikvarði, par sem menn venjast henni fljótt. Við 0.1 ppm kemur erting í hálsi og á bilinu O.l-l.O ppm kemur hósti, urgur í brjósti og verkir fyrir brjósti, auk mæði.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.