Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 47
LÆKNABLADID 131 KRISTJÁN SVEINSSON HEIÐURSFÉLAGI LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Ávarp ritara félagsins í samsæti í mars 1980 Góðir félagar og gestir Mér hefur hlotnast sá heiður að fá að ávarpa heiðursgestinn okkar hér í dag og rekja í fáeinum orðum aðdraganda pess, að við fögnum honum sem einum af örfáum heiðursfélögum í Læknafélagi Reykjavíkur, en af peim eru á lífi peir Bergsveinn Ólafsson og Valtýr Albertsson. Kristján Sveinsson er fæddur að Ríp í Hegranesi 8. febrúar árið 1900. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði við Háskóla Islands árið 1927. Hann var héraðslæknir í Dalahéraði árin 1929 til 1932, en pá hélt hann utan til framhaldsnáms í augnlækningum, fyrst í Kaupmannahöfn og síðan í Vín. Hann var viðurkenndur sérfræðingur í augnsjúkdómum 1933 og hefur síðan og fram til pessa dags starfað sem augnlæknir í Reykjavík og sama tíma verið sérfræðingur Landspítalans í augnsjúkdómum. Lengst af pessa tímabils var hann einnig læknir við Landakotsspítalann. Hann kenndi augnsjúkdómafræði í Læknadeild frá 1954 um 20 ára skeið. Hann hefur skrifað fjölda greina í sérgrein sinni og seinast í fyrra kom grein eftir hann í Acta Opthalmologica. Kristján var kjörinn heiðursborgari Reykjavíkurborgar fyrir nokkrum árum og er eini núlifandi maður, sem hefur hlotnast slíkur heiður. Pessi starfsferill, sem ég hef rakið, er í sjálfu sér einstæður og meira en nóg til að skýra pað, að Kristján er gerður að heiðursfélaga hér í dag. Samt er ekki nema hálf sagan sögð. Kristján er einn peirra manna, sem hefur orðið pjóðsagnarpersóna í lifanda lífi. Á pessum seinustu tímum, pegar verið er að skrifa í blöðin, að læknar hugsi ekki um annað en peninga og pægindi, pá er gott að geta bent á mann eins og Kristján, sem talið er víst að í áratugi hafi aldrei tekið eyri af nokkrum sjúklingi. Pað er meira að segja sagt, að pá fari alvarlega að síga í pennan Ijúfling, ef sjúklingur heldur pví til streitu að fá að greiða eitthvað fyrir hjálpina. Pjóðsagan bætir reyndar líka við, að mörgum sjúklingum hafi Kristján gefið fyrir gleraugunum. Sé pessu logið, pá er pví a.m.k. líklega logið. Ekki mun Kristján heldur vera harðvítugur með að sækja peninga í hina sameiginlegu sjóði og mig langar til að segja ykkur sögu til marks um pað, sögu sem ég hef eftir góðum heimildum. Kristján gegndi, eins og við vitum öll, dósentsstöðu sinni við Læknadeild fram undir 75 ára aldur. Pað skeður sjálfkrafa hjá ríkisféhirði, að launagreiðsla fyrir slík störf fellur niður í árslok pess^ árs sem menn verða sjötugir. Nokkrum árum síðar hitti Kristján prófessor Davíð Davíðsson, sem pá var forseti læknadeildar, á göngum Landspítalans: »Heyrðu elsku drengurinn minn, ég held bara að pað hafi gleymst að borga mér dósentslaunin fyrir seinasta mánuð«. Davíð hringdi strax í fjármálaráðuneytið og pá kom í Ijós, að petta var ekki einn mánuður heldur skipti pað árum. Af manngleggni Kristjáns fara margar sögur. Hann á að pekkja aftur kerlingar með nafni sem hann sá einu sinni fyrir 20 árum. Ekki veit ég hvort petta er ýkt, en pað veit

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.