Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 24
114
LÆKNABLADIÐ
Ólafur Ólafsson, Sigmundur Sigfússon og Almar Grímsson
UM EFTIRRITUNARSKYLD LYF, SKRÁNINGU
OG EFTIRLITII
Ávísanir og sala lyfja, sem hafa
ávanahættu í för með sér
INNGANGUR
í pessari grein er skýrt frá aðgerðum heilbrigð-
isyfirvalda til að draga úr notkun lyfja, sem
ávanahætta stafar af. Ennfremur er skýrt frá
breytingum á ávísuðu magni eftirritunar-
skyldra lyfja og á sölu benzódíazepínlyfja á
Islandi síðustu prjú árin.
Áður hafa verið birtar greinar um sölu og
ávísað magn róandi lyfja (tranquillizers, seda-
tiva), svefnlyfja (hypnotica) og örvandi lyfja
(amfetamíns og skyldra lyfja) á árunum 1971-
1976 (1, 2, 3, 4, 8). Niðurstöður voru byggðar
m.a. á könnunum á lyfseðlum og lyfjasölu.
í ljós kom að selt magn pessara lyfja var
tiltölulega mikið hér á landi. Voru t.d. seldir
um 100 dagskammtar af róandi lyfjum og
svefnlyfjum á 1000 íbúa á dag árið 1972, og var
ísland pá orðið annað 1 röðinni meðal Norður-
landa, næst á eftir Danmörku. Aðalhluti pessa
magns voru benzódíazepínlyfin díazepam (Va-
lium, Stesolid) og nítrazepam (Mogadon, Paci-
syn, Dumolid). Ávísað amfetamín var einnig
margfalt meira að vöxtum hér en á öðrum
Norðurlöndum, par sem ávísun pess var háð
strangari takmörkunum en hérlendis (1, 7, 8).
Heilbrigðisyfirvöldum fannst ástæða til að
auka viðleitni í pá átt að takmarka notkun
pessara lyfja í lækningaskyni, m.a. með pví að
bæta og auka eftirlitið með eftirritunarskyld-
um lyfseðlum.
Aðgerðir til að hamla gegn óhæfilegum
ávísunum á eftirritunarskyld lyf, róandi lyf
og svefnlyf
Til að draga úr rangri notkun lyfja er mikil-
vægt, að gagnkvæmt upplýsingaflæði sé milli
heilbrigðisyfirvalda, rannsóknarstofnana og
lækna um ábendingar (indicationes) lyfja, og
að tryggt sé, að læknar hafi upplýsingar um
heildarmagn lyfja, sem hver sjúklingur peirra
fær ávísað.
Landlæknisembættið hefur.eftirlit með lyfja-
Frá landlæknisembættinu. Barst ritstjórn 10/01/1980. Sent í
prentsmiðju 21/01/1980.
ávísunum lækna. Lyfjaeftirlit ríkisins annast
framkvæmd lyfseðlaeftirlits og er embættinu
til aðstoðar í pessu efni.
Hér skulu rifjaðar upp nokkrar helstu aðgerð-
ir á pessu sviði á síðustu fimm árum:
1. Á árunum 1973-1974 var barbítúrlyfjum,
mepróbamati, glútetímíði (Doriden) og am-
fetamínskyldum lyfjum s.s. fentermíni (Mi-
rapront), pemólíni (Hyton) o.fl., bætt í flokk
eftirritunarskyldra lyfja.
2. Leiðbeiningar um mánaðarhámarks-
skammta svefnlyfja og róandi lyfja voru
sendar til lækna árið 1975 (6).
3. Eftir útgáfu auglýsingar nr. 230/1976 eru
ávísanir á örvandi lyf: Amfetamín, dexam-
fetamín, metamfetamín, metýlfenídat (Rita-
lin) og pemolín, háðar sérstöku leyfi land-
læknis. (10). Fentermín er pó enn undanpeg-
ið slíku leyfi. Aðrar pjóðir, s.s. Norðmenn,
Svíar og Finnar, hafa farið pessa leið.
Landlæknir lagði á árinu 1974 fram tillögur
í pessa átt á fundi í Læknafélagi Reykjavík-
ur, en allflestir fundarmenn voru peim
mótfallnir. Var pað ein ástæða pess, að
auglýsingin var ekki gefin út fyrr.
4. Frá árinu 1976 hefur læknum verið sent
tölvuskráð yfirlit (datajournal) yfir ávísanir
peirra á eftirritunarskyld lyf, eins og skýrt
var frá í fyrri grein. (9).
5. Frá árinu 1977 hafa læknanemar á 6. ári
fengið ítarlega fræðslu í félagslæknisfræði-
kennslunni um ávísanavenjur lækna.
6. Díazepamtöflur á 10 mg voru teknar af
skrá árið 1977, par eð niðurstöður lyfjakann-
ana bentu eindregið til pess, að einmitt
pessi töflustærð væri eftirsótt af tiltölulega
stórum hópi sjúklinga. Frá pessum niður-
stöðum hafði verið skýrt á fundi landlækna
Norðurlanda í Ósló 1973, og voru pær
sendar paðan til Alpjóðaheilbrigðisstofnun-
arinnar (W. H. O.) sem ábending um ávana-
hættu af benzódiazepinlyfjum.
Til pessa hafa aðgerðir aðallega beinst að
ávísunum vanabindandi lyfja utan sjúkrahúsa.