Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 45
LÆKNABLADID
129
framkvæmdastjóri upplýsingafund með bæjár-
ráðsmönnum í Kópavogi.
í janúar ritaði stjórn L. R. Tryggingastofnun
ríkisins bréf og óskaði eftir samningum um
kjör heimilislækna í Kópavogi. Svar hefur
ekki borist.
Vaktamál
Stjórn L. R. hafði á árinu allmikil afskipti af
bæjarvöktum í Reykjavík og á höfuðborgar-
svæðinu. í framhaldi af almennum fundi í L. R.
um vaktamál í október 1978 ritaði stjórn L. R.
öllum heilsugæzlustöðvum á höfuðborgar-
svæðinu og spurðist fyrir um pá vaktpjónustu,
sem pær gætu hugsanlega veitt á næstunni.
Svör bárust frá 4 stöðvum af 6. Vaktpjónusta
var fyrir hendi á einni heilsugæzlustöð í
Reykjavík og Heilsugæzlustöð Hafnarfjarðar.
Stjórn L. R. skrifaði borgarlækni allítarlegt
bréf um vaktamálið, par sem lagðar voru fram
tillögur um vaktir. Borgarlæknir gaf fyrirheit
um fund með L. R. og fleiri aðilum um málið,
en ekki hefur enn orðið af pví.
Sjúkrasamlag Reykjavíkur tilkynnti L. R. í
september, að framundan væri að flytja bæja-
rvaktina frá Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
í ný húsakynni í Borgarspítalanum. Kom par
fram sú hugmynd að breyta vaktinni á pann
hátt, að læknir sá, sem hefði verið á bakvakt,
yrði nú á bundinni vakt á Borgarspítalanum og
sinnti par á stofu sjúkratilfellum peim, sem
pangað leituðu á tímabilinu frá kl. 17.00 til
24.00. Einn læknir væri svo fastur í vitjunum.
Beðið var um umsögn L. R. Málinu var vísað
til Félags heimilislækna, sem sendi frá sér svar
7. október. Stjórn L. R. sendi svo frá sér
jákvætt svar í október. Óskað var eftir samráði
við Félag heimilislækna m.a. um launakjör.
Umrædd breyting hefur pó ekki enn komist á.
Stöðumál
Á pessu ári hélt L. R. enn áfram baráttu fyrir
pví, að læknastöður væru ekki veittar án
auglýsinga og að skipan lækna í stöður fari
fram með eðlilegum hætti. Læknaráð Landspít-
alans sendi L. R. bréf, par sem kvartað var yfir
pví, að ráðnir hefðu verið 2 sérfræðingar við
handlæknisdeild Landspítalans, enda pótt ein
staða hefði verið auglýst. Af pessu tilefni fóru
fram skoðanaskipti milli læknafélaganna og
stjórnarnefndar ríkisspítalanna og af hálfu
lækna var skipuð nefnd priggja manna til að
semja greinargerð um málið.
Loks bárust læknafélögunum fréttir af 4tví,
að ráðinn hefði verið yfirlæknir við vökudeild
Landspítalans, sem áður var hluti af Barnaspít-
ala Hringsins. Hafði sú ákvörðun verið tekin,
án pess að haft hefði verið samráð við
stjórnarnefnd ríkisspítalanna, læknaráð
Landspítalans eða yfirlækni Barnaspítala
Hringsins. Mál petta er í athugun hjá L. R.
Byggingarmál
Á árinu fóru fram byggingarframkvæmdir við
Domus Medica á vegum læknafélaganna og
Domus Medica. Var aflað lánsfjár til fram-
kvæmda hjá Lífeyrissjóði lækna og Námssjóði
lækna. Tókst að koma upp viðbyggingu suð-
austan megin við Domus Medica, og er efri hæð
pessarar viðbótarbyggingar pegar innréttuð,
en neðri hæð enn ófrágengin.
Á sl. hausti kom fram hótun frá eignaraðil-
um að Domus Medica um lögbann á viðbygg-
ingu norðan megin. Pótti af peim sökum rétt
að kanna réttarstöðu læknafélaganna, áður en
lengra yrði haldið. Pótti m.a. rétt að gangast
fyrir stofnun húseigendafélags Domus Medica,
sem fjalli m.a. um, hvort áðurnefnt lögbann
kemur til mála.
Þá hefur ríkt nokkur óvissa um byggingu á
lóðinni austan við Domus Medica.
Þann 6. febrúar 1980 var Kristján Sveinsson,
augnlæknir, gerður heidursfélagi í L. R.
Árshátíð
var haldin föstudaginn 11. janúar í Víkingasal
Hótel Loftleiða. Hana sóttu um 150 manns.
Vottorðanefnd
var falið að vinna að endurskoðun vottorða-
gjaldskrár. Allmiklar umræður urðu um vottorð
á árinu, m.a. á almennum fundi í L. R. í febrúar
sl. Á pessum fundi kom fram gagnrýni á
vottorðamál yfirleitt, en sérstaklega skólavott-
orð og vinnuvottorð. Uppi eru ráðagerðir um
að halda fund um vottorðamál á n.k. vori með
pátttöku fulltrúa frá vinnuveitendum og
launpegum.
Á árinu fór fram endurskoðun á starfsemi
skrifstofu læknasamtakanna
Fræðslunefnd
vann ötullega á árinu. Á vegum hennar var
skipulögð fræðslustarfsemi í sambandi við
Læknaping 24. og 25. sept., námskeið um
atvinnusjúkdóma 26. og 27. sept. og ráðstefnu
um atvinnusjúkdóma 28. sept. Fræðslunefnd
hefur ákveðið að halda á 6 vikna fresti