Læknablaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐID
125
Geir Gunnlaugsson
NRYL-mótið í Oslo 1979
Frá Félagi ungra lækna.
Dagana 30. nóv.-2. des. 1979 var 18. mót
norrænu unglæknasamtakanna haldið í Osló í
boði norska unglæknafélagsins. Sóttu mótið
13 unglæknar, en að auki komu Svíar og
Norðmenn með skrifstofustjóra sína. Fyrir
hönd Félags ungra lækna sóttu Geir Gunn-
laugsson og Ragnar Danielsen mótið.
Þessi norrænu ping standa yfir í 2 daga. Er
fyrri dagurinn vanalega notaður 1 almennt
yfirlit yfir pað, sem gerst hefur hjá hverju
svæðisfélagi fyrir sig frá síðasta móti. Seinni
dagurinn er notaður til umræðna um eitthvert
ákveðið efni, sem gestgjafinn fær yfirleitt að
ráða hvað er. Völdu Norðmenn að ræða um
»professions ansvar«.
HVAD HAR HENDT SIDEN SIST?
Finnland.
Félagar í peirra FUL (NUORTEN LÁÁKÁ-
RIEN YHDISYS, NLY) eru allir peir, sem
vilja vera með og borga peir á ári 50 finnsk
mörk fyrir pátttökuna (rúmar 5.000 ísl.kr.).
Er námi lýkur er kandidatsárið 1 ár á
sjúkrahúsi, en síðan er 1 árs héraðsskylda.
Héraðsskylduna purfa peir eingöngu að taka,
sem ætla 1 sérnám, en hún er ekki nauðsynleg
til að fá lækningaleyfi.
Eitt af markmiðum NLY er, að framhalds-
menntun eftir læknapróf leggi aukna áherzlu á
stjórnun samhliða læknisfræðilegri menntun,
og að pessi kennsla fari fram á dagvinnutíma.
Ef pessi kennsla er aftur á móti óhjákvæmileg
utan vinnutímans, pá berst félagið fyrir pví, að
unglæknar fái pá tíma greidda með fríum.
Vaktakerfi unglækna í Finnlandi er mjög
svipað okkar, dagvinna til kl. 14.00 og síðan
vaktir, en tilraun er nú gerð með eftirfarandi
vaktakerfi: 3 dagar dagvakt (8-14), 3 dagar
kvöldvakt (14-22), 3 næturvakt (22-8), 3 dagar
frí.
Finnst finnskum unglæknum sem vinnuálag
peirra sé heldur mikið og stefna að minnkun
pess. Föst laun peirra eru um 450.000 ísl.
krónur, eða samsvarandi pví sem gerist hér á
landi.
Danmörk.
Danska læknafélagið er myndað af PLO
(praktiserende lægers organisation), sérfræð-
ingafélaginu og unglæknasamtökunum. Greiða
unglæknar 700 d.kr. ársfjórðungslega til
félags síns, svo að fjárhagslega er félag peirra
sterkt og telur um 6000 félaga.
Danmörku er skipt í 15 ömt. í hverju amti
eru ákveðin unglæknasamtök og kjósa pau
fulltrúa á 72 manna ping, sem síðan kýs hina
eiginlegu stjórn unglæknasamtakanna. Sl. vor
urðu mikil átök innan hinna dönsku samtaka,
sem leiddu til pess, að algerlega var skipt um
stjórn í félaginu. Var víst talað um að róttækl-
ingar hefðu komist til valda.
Ástandið á danska læknavinnumarkaðinum
er ákaflega erfitt. Um 700-800 danskir læknar
eru í Svípjóð og um 230 eru atvinnulausir.
Fullyrtu félagar okkar, að um raunverulegt
atvinnuleysi væri að ræða. Læknir, sem hefur
lokið embættisprófi, en er án starfsreynslu, fær
4.800 d.kr. 1 atvinnuleysisstyrk á mánuði, en sá
sem hefur einhverja reynslu fær 6.800 d.kr. á
mánuði. Er atvinnulaus læknir ekki skyldugur
til að taka vinnu, sem honum býðst, ef hann
parf að ferðast meira en 1 klst. frá heimili sínu.
Helzta baráttumál dönsku unglæknasamtak-
anna er að reyna að fá 40 klst. vinnuviku. Telja
samtökin pað óhæft, að sumir félagarnir vinni
allt að 60-70 klst. á viku á meðan aðrir ganga
um atvinnulausir. í dag fá danskir læknar 50 %
álag á hverja klukkustund í dagvinnu, sem
unnin er utan dagvinnumarka, en ríkisvaldið
býður peim nú 15 % álag, ef 40 klst. vinnuvika
verður að veruleika. Önnur krafa er sú, að
50 % af vöktunum verði unnar á dagvinnu-
tíma.
Svípjód.
Sænsku unglæknasamtökin eru geysiöflug og
gefa mánaðarlega út blað, Sylf-nytt. Eru með-
limirnir nálægt 8000 og borga peir 250 s.kr. á
ári til félagsins, en 800 s.kr. til sænska læknafél-
agsins. Rekur félagið skrifstofu með skrifstofu-
stjóra. Hefur sá maður mætt á öll ung-