Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 6
68 LÆKNABLADID NIÐURSTAÐA Eins og áður var getið var sjúklingum skipt í tvo hópa. í hópi A voru 138 sjúklingar, sem aðeins lögðust inn árið 1976, en í hópi B voru 87 sjúklingar, sem lögðust inn öll fimm rann- sóknarárin, þ.e. árin 1974-1978. í hópi A vorn 79 konur og 59 karlar, en 47 konur og 40 karlar í hópir B. Hlutfallslega fleiri konur voru í hópi A, en munurinn er ekki tölfræðilega marktækur. Yfirleitt kemur fram í niðurstöðum erlendra rannsókna (8), að karlar eru lagðir oftar inn aftur en konur. Skýring á pví, að konur eru hér í meirihluta, felst sennilega í pví, að drykkjusjúklingar eru ekki með í athuguninni. Meðalaldur kvenna er aðeins hærri í hópunum, en munurinn reyndist Tafla I. Samanburður á aldri, búsetu og hjúska- parstödu sjúklinga í hópi A og hópi B. Hópur A. Hópur B. N = 138 N =87 n % n % 1. Aldur 15-44 91 65.9 58 66.7 45 + 47 34.1 29 33.3 2. Búseta Stór-Rvk. svæði 89 64.5 72 82.8 Dreifbýli 49 35.5 15 17.2 3. Hjúskaparstétt Ógift 54 39.1 46 52.9 Gift 61 44.2 23 26.4 Áður gift 23 16.7 18 20.7 2. P<0,01, 3. P< 0.001 Tafla 11. Samanburður á aðstæðum sjúkUnga í hópi A og hópi B. Hópur A. Hópur B. N = 138 N =87 n % n % 1. Heimili Býr hjá foreldrum .... ... 35 25.4 30 34.5 Býr hjá ættingjum .... 19 13.8 10 11.5 Býr í hjúskap/sambúð ... 63 45.7 25 28.7 Býr einn ... 21 15.2 22 25.3 2. Afstaða aðstandenda Velkominn heim ... 103 74.6 46 52.9 Óvelkominn heim .... 7 5.1 17 19.5 Óljóst/býr einn ... 28 20.3 24 27.6 3. Afstaða sjúklinga Sáttur við heimili sitt . ... 75 54.3 25 28.7 Ósáttur við heimili sitt .. 63 45.7 62 71.3 1. P < 0.05, 2. P< 0.001 3. P< 0.001 ekki marktækur. Yngri en 45 ára voru 91 (65.9 %) í hópi A, en 58 (66.7 %) í hópi B. Samkvæmt pjóðskrá fyrir árið 1976 reynd- ust 64.5 % úr hópi A búa á Stór-Reykjavík- ursvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Hafn- arfjörður, Seltjarnarnes og Garðabær), en 82.8 % úr hópi B. Um 61 % sjúklinga úr hópi A höfðu gifst, en 47 % úr hópi B. Hlutfallslega höfðu færri skilið í hópi A. í báðum hópunum höfdu fleiri konur gifst en karlar. Árið 1976 voru 35 % íslend- inga, 15 ára og eldri, ógiftir, 67 % giftir og 8 % áður giftir. Hjúskaparstaða sjúklinga í hópi A líktist pví mun meir hjúskaparstöðu íslendinga á rannsóknartímabilinu. Á árunum 1976 til 1978 urðu nokkrar hjúskaparbreytingar í bá- ðum hópunum. Fleiri (einkum í hópi B) stóðu í skilnaði en voru að stofna til hjúskapar. Tæplega 41 % úr hópi A og tæplega 60 % úr hópi B bjuggu annaðhvort hjá foreldrum eða einir árið 1976. Yfirleitt var rætt við aðstandendur áður en sjúklingar útskifuðust. Sjúklingur var talinn óvelkominn heim til sín pegar aðstandendur óskuðu pess eindregið að hann kæmi ekki aftur. Þegar sjúklingur taldist ýmist velkominn eða óvelkominn var pað skráð, er oftar reyndist. Aðeins 52.9 % sjúklinga í hópi B, en 74.6 % sjúklinga í hópi A töldust velkomnir heim til sín. Ef aðstandendur neituðu að taka á móti sjúklingi var honum yfirleitt fenginn annar samastaður. í mörgum slíkum tilvikum undu þeir pó illa breyttum aðstæðum og leituðu aftur heim. Könnuð voru viðhorf sjúklinga til heimilis eða aðbúnaðar. Um 54 % sjúklinga í hópi A sögðust vera sáttir við heimili, en tæplega 29 % í hópi B. Yfirleitt fengust fullnægjandi upplýsingar um pær ástæður, er aðstandendur eða aðrir, svo sem lögregla eða starfsmenn félagsmála- stofnana gáfu upp, er leitað var eftir innlagn- ingu. Oftast voru pær í samræmi við mat lækna spítalans. Almennt voru tilefnin svipuð við endurteknar innlagningar, en þar sem misræmis gætti, var hér sem áður skráð algengust meginástæða. Síðan var ástæðunum skipt í fjóra flokka: Adgerdaleysi: Almennt slen, leiði, óvirkni, áhugaleysi, framkvæmdaleysi, innhverfa og skert geta til ákvörðunar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.