Læknablaðið - 15.03.1981, Blaðsíða 9
L
LÆKNABLADID
69
Tafla III. Samanburdur á viðhorfum og tilefni til
innlagningar og dvalar sjúklinga í hópi A og hópi B.
Hópur A. Hópur B.
N = 138 N = 87
n % n %
1. Ástæða innlagnar
Aðgerðarleysi . 54 39.1 25 28.7
Rugl . 33 23.9 12 13.8
Ónæði 14 10.2 29 33.3
Árásarhneigð 37 26.8 21 24.2
2. Afstaða til innlagnar
Innlagðir sjálfviljugir ... . 127 92.0 36 41.4
Innlagðir ófúsir 9 6.5 30 34.5
Innlagðir sviptir 2 1.5 21 24.1
3. Skilningur á ástandi
Sjúkdómsinnsæi . 120 87.0 49 56.3
Skert/ekkert innsæi .... 18 13.0 38 43.7
4. Samvinna
Samvinna á deildum .... . 124 89.9 58 66.7
Engin samvinna 14 10.1 29 33.3
1. PcO.001. 2. PcO.OOI, 3. P<0.001, 4. P<0.001.
Rugl: Undarleg hegðun, ruglingslegt tal, rang-
hugmyndir og ofskynjanir.
Ónæði: Hávaði, einkum á nóttunni, óþægileg-
ar matarvenjur, óprif og óhlýðni.
Árásarhneigð: Barsmíðar, ógnanir, lögreglu-
vandamál, skemmdarfýsn og ofríki.
Rúmlega tvisvar sinnum fleiri sjúklingar í hópi
B voru taldir purfa innlagningar við vegna
ónæðis. Aðgerðaleysi og rugl voru hins vegar
mun algengari tilefni til innlagningar hjá
sjúklingum í hópi A. Þessar niðurstöður eru í
samræmi við erlendar rannsóknir (20), en í
Tafla IV. Samanburdur á sjúkdómsgreiningu og
eftirmeðferð sjúklinga í hópi A og hópi B.
Hópur A. Hópur B.
N = 138 N =87
n % n %
Sjúkdómsgreining
Org. ment. dis. (290-94) .... 6 4.4 — —
Schizophrenia (295) 34 24.6 41 47.1
Affect. psych. (296) 27 19.6 29 33.3
Other/unspecif. (297-99) ... 12 8.7 3 3.5
Neuroses (300) 38 27.5 3 3.5
Abnormal pers. (301) 21 15.2 11 12.6
Meðferð
Meðhöndlun á göngudeild . 28 20.3 38 43.7
Óregluleg meðhöndlun .... 40 29.0 41 47.1
Engin meðhöndlun 70 50.7 8 9.2
peim kemur m.a. fram að meginástæður til
endurinnlagninga eru fólgnar í, annarsvegar
aðgerðaleysi, eða hinsvegar ónæði og árásar-
hneigð.
Til pess að unnt sé að leggja inn sjúkling, án
hans sampykkis, parf að leggja fram beiðni um
sjálfræðissviptingu hjá tilheyrandi yfirvöldum.
Mjög sjaldan er dæmt í slíkum málum. Ef
lögregla kemur með sjúkling má halda honum
í 48 tíma. Peir teljast ófúsir, í rannsókn pessari,
er koma í fylgd lögreglu. Peir teljast einnig
ófúsir, er koma vegna mikils prýstings aðstand-
enda, sem felst m.a. í hótun um sjálfræðissvipt-
ingu. Sjúklingar teljast sviptir, ef lögð hefur
verið fram beiðni um sjálfræðissviptingu. Tæp-
lega 8 % af sjúklingum í hópi A lögðust inn
ófúsir eða sviptir, en 58.6 % í hópi B.
Læknar og aðrir aðilar, er meðhöndluðu
sjúklingana, töldu að sjúkdómsinnsæi hefðu
87 % sjúklinga í hópi A, en 56.3 % í hópi B.
Flestir í hópi B, er lögðust inn ófúsir eða
sviptir, höfðu skert sjúkdómsinnsæi og áttu í
efiðleikum með ýmis konar samvinnu á spítal-
anum.
Alls höfðu 27 (19.6 %) úr hópi A og 60
(69 %) úr hópi B einnig lagst inn á spítalanum
árið 1973 eða fyrr. Þar sem báðir hóparnir
voru á svipuðum aldri er Ijóst, að hópur B
hefur verið mun yngri við fyrstu innlagningu
en hópur A.
Tíðni innlagninga á rannsóknartímabilinu
var 1.1, fyrir hvert ár, fyrir sjúklinga í hópi A,
en 1.3 í hópi B.
Meðaldvalartími, fyrir hverja innlagningu,
sjúklinga í hópi A voru 30.6 dagar, en 41.8
dagar í hópi B.
Tafla V. Samanburður á páttum tengdum innlagning-
um miðað við búsetu sjúklinga í hópi A og hópi B.
Þéttbýli Dreifbýli
Hópur A B A B
Schizophrenia 20 35 14 6
Affective psychoses 17 21 10 8
Neuroses 26 3 12 —
63 59 36 14
Aðgerðarleysi/Rugl 50 25 37 12
Ónæði/Árásarhneigð 39 47 12 3
89 72 49 15
Innlagðir fúsir 81 28 46 8
Innlagðir ófúsir 8 44 3 7
89 72 49 15
1. P<0.001, 2. P<0.001.