Læknablaðið - 15.03.1981, Qupperneq 11
LÆK.NABLAÐIÐ
71
byggðar á því, að vistun á spítalanum var ekki
lengur talin nauðsynleg, og að frekari meðferð
gæti farið fram á göngudeildum spítalans eða í
samvinnu við heimilislækna.
Einn mælikvarði á árangur meðferðar, pótt
ófullkominn sé, er sá hvort sjúklingar leggist
inn aftur eða ekki. Samkvæmt pví má draga pá
ályktun að betri árangur hafi náðst með
sjúklingum í hópi A. Mörg peirra einkenna er
leiða til verri árangurs (13), eru fremur áber-
andi meðal sjúklinga í hópi B. Þeir voru yngri
við fyrstu innlagningu. Þeir voru gjarnan háðir
foreldrum vegna skertrar sjálfsbjargarvið-
leitni og takmarkaðrar getu til að mynda
önnur tengsl. Margir bjuggu einir, ósáttir við
aðbúnað sinn. Einnig var vinnugeta verulega
skert svo og skilningur peirra á sjúkdómnum.
Um helmingur landsmanna býr á Stór-
Reykjavíkursvæðinu, eins og pað er skilgreint
í pessari rannsókn. Fyrri athugun (7) sýnir að
um 27 % nýrra sjúklinga, er leita til geðlækna
á íslandi, búa í dreifbýli. í sömu athugun kemur
fram að tæplega 36 % nýrra sjúklinga, er
leggjast inn á Kleppsspítalann og geðdeild
Borgarspítalans, eru úr dreifbýli. Úr hópi B
reyndust í rannsókninni aðeins 17.2 % vera úr
dreifbýli.
Af niðurstöðum pessum mætti álykta, að
annaðhvort veiktist fólk síður í dreifbýli eða
pað notfærði sér síður pjónustu geðlækna.
Tómas Helgason (15) hefur komist að peirri
niðurstöðu, að meiri líkur (expectancy) á
alvarlegri geðveiki (psychosis) komi fram með-
al fólks í dreifbýli. Rúmlega 80 % sjúklinga í
hópi B líða af schizophrenia og affective
psychoses. Af peim eru aðeins 20 % úr dreif-
býli. Ef ástand sjúklinga væri eins í péttbýli og
dreifbýli, pá benda niðurstöður rannsóknarinn-
ar til pess að stór hluti sjúklinga í dreifbýli
dveljist verulega skertir og erfiðir heima hjá
sér. Varla gæti pó slíkt átt sér stað án vitundar
hérðslækna. Einnig verður að teljast ólíklegt að
aðstandendur pyldu slíkt ástand án pess að fá
einhverjar viðhlítandi úrlausnir. Hitt er pví
líklegra, að sjúklingum í dreifbýli líði betur, fái
vægari einkenni og purfi pví síður að leita til
geðlækna. Á vegum Sameinuðu pjóðanna var
unnið að rannsókn á einkennum schizophren-
sjúklinga í 9 ólíkum ríkjum. Niðurstöður bentu
til pess að einkenni sjúkdómsins væru svipuð í
pessum ríkjum. Nýlega voru kynnt afdrif
pessara sjúklinga (23). Ályktun rannsóknar-
nefndarinnar var á pann veg að peir schizoph-
rensjúklingar, er snéru til dreifbýlissvæða,
fengu par meiri stuðning fjölskyldu og ná-
granna og pví varð árangur betri.
Því hefur verið haldið fram (6, 16, 20), að
einkenni geðsjúkdóma versni, pegar sjúklingar
standa andspænis kröfum, sem peir ráða ekki
við. Kemur petta einkum fram í vaxandi kvíða,
leiða og árásarhneigð. Jafnframt hefur verið
bent á (2) að slíkar kröfur eða áreiti stuðli að
pví að peir verði óvirkir í samfélaginu. Pví
hefur einnig verið haldið fram (10, 20) að fjöldi
sjúklinga með langvinn geðræn einkenni losni
við mörg peirra, pegar áreiti eða kröfum er
stillt í hóf. Wing og fleiri (20) hafa haldið pví
fram að of mikil eða of lítil áreiti sé megin
orsök innlagninga schizophrensjúklinga. Sé
svo, pá getur meginorsök pess, að sjúklingar
úr dreifbýli leita síður til geðlækna, verið sú,
að par séu mannleg samskipti hentugri í pessu
tilliti. Flutningar sjúklinga milli landssvæða
reyndust óverulegir og höfðu ekki áhrif á nið-
urstöður.
Niðurstöður erlendra rannsókna benda til
pess að smám saman lengist dvalartími peirra
sjúklinga er Ieggjast oft inn og peir verða
langdvalarsjúklingar (9, 17). t>ví er hætt við að
svipuð örlög bíði sjúklinga í hópi B. í peim
hópi er sennilega að myndast kjarni nýrra
iangdvalarsjúklinga.
Niðurstöður pessarar rannsóknar benda
annars vegar til pess að geðsjúklingar úr
dreifbýli leggist mun sjaldnar inn á geðsjúkra-
hús og hinsvegar verða peir fimm sinnum
sjaldnar að síinnlagningarsjúklingum. Þegar
verið er að marka stefnu í meðferð eða byggja
upp forvarnarstarf, pá er rétt að færa sér í nyt
mannleg samskipti í dreifbýli, sem hafa reynst
sjúklingum vel. Brýn nauðsyn er pví á frekari
athugunum á slíkum samskiptum.
HEIMILDIR
1. Bachrach, L. L. A note on some recent studies of
released mental hospital patients in the commu-
nity. Am. J. Psych. 133: 73-75. 1976.
2. Brown, G. W., Birley, J. L. T. & Wing, J. K.
Influence of family life on the course of schi-
zophrenic disorders: A Replication. Brit. J.
Psych. 121:241-258. 1972.
3. Gísli Á. Þorsteinsson. Athugun á innlagningar-
tíðni og dvalartíma sjúklinga á Kleppsspítal-
anum 1951-1970. Læknabl. 59: 197-204. 1973.
4. Glossary of mental disorders and guide to their
classification. Wld. Hlth. Org. Geneva 1974.
5. Gordon, H. L. & Groth, L. Mental patients
wanting to stay in hospital, Mental illness &