Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1981, Síða 15

Læknablaðið - 15.03.1981, Síða 15
LÆK.NABLAÐID 73 Ólafur Steingrímsson, Arinbjörn Kolbeinsson CAMPYLOBACTER JEJUNI Algeng orsök niðurgangs á íslandi? INNGANGUR Campylobacter jejuni, sem áður gekk undir nafninu Vibrio fetus, hefur verið þekkt orsök sjúkdóma í dýrum síðan 1909 (10). Lengst af var talið að bakterían ylli eingöngu sjúkdóm- um í dýrum, en eftir 1947 var öðru hvoru lýst sýkingum í mönnum af hennar völdum. Ekki var grunlaust um að hún gæti verið orsök niðurgangs, en pað var ekki fyrr en 1973 (5) er beitt var nýrri rannsóknatækni, að pað tókst að rækta hana úr saur sjúklinga með niður- gang. Skirrow kom 1977 fram með endur- bætta ræktunartækni, sem hentar vel klinis- kum rannsóknastofum (15), og hann sýndi fram á að campylobacter væri jafn algeng orsök niðurgangs í Bretlandi og salmonella. Síðan hefur birzt fjöldi greina, sem gefa til kynna að svo sé víða um lönd (1, 2, 5). Campylobacter hefur lengi verið pekkt á ís- landi, sem ein af algengari orsökum lambaláta á vorin (13). Sumarið 1980 var byrjað að leita að henni í saursýnum á sýkladeild R. H., sendum frá fólki með niðurgang og fundust fljótlega tvö tilfelli. Hér á eftir verður pessum tveim tilfellum lýst og gefið stutt yfirlit yfir pá pekkingu á sjúkdómnum sem fyrir hendi er. Vonumst við til pess að pessi grein verði læknum hvatning til að senda sýni til ræktunar frá sjúklingum með niðurgang. TILFELLI 1 Rúmlega 2ja ára stúlkubarn, sem lagt var inn á Sjúkrahús Akraness. Hún hafði veikst 3 dögum fyrir komu, kvartað um kviðverki en fljótlega fylgdi niðurgangur og lítils háttar uppköst. Hún var hitalaus í fyrstu en innlagn- ardaginn fékk hún yfir 39°C hita. Daginn fyrir innlögn sást ferskt blóð í hægðum en síðan urðu hægðir mjög dökkar. Rannsóknir voru eðlilegar nema hvað vinstri hneigð var við deilitalningu og sökk var hækkað. Ekkert blóð fannst 1 saur við athugun tveim dögum eftir komu. Saursýni var sent Sýkladeild Rannsóknastofu Háskólans v/Barónsstig, P.o. Box 150 Reykjavík. Barst ritstjórn 3—11—80. Samþykkt breytt 18-11-80. frá heilsugæslustöð Akraness í byrjun veikinda stúlkunnar til R. H. og ræktaðist Campylobacter jejuni. Stúlkan hafði fengið trimethoprim/sulfame- thoxazole við innlögn á sjúkrahús en skipt var í erythromycin þegar niðurstöður ræktana lágu fyrir. Hún var útskrifuð einkennalaus 3 dögum eftir komu og við eftirgrennslan 3 mán. síðar kom í Ijós að ekki hafði orðið vart einkenna aftur. Ræktanir eftir meðferð voru neikvæðar. Stúlkan hafði verið hraust frá fæðingu nema hvað hún hefur fengið tíðar eyrnabólgur. Enginn annar á heimilinu fékk svipuð einkenni og ekki er vitað um neinn samgang fjölskyldunnar við dýr nema hugsan- lega við dúfur. Fjölskyldumeðlimir höfðu ekki farið í ferðalag til útlanda næsta ár á undan. TILFELLI 2 Stúlkubarn, sem var eðlilegt við fæðingu og fyrstu 2 mánuði æfinnar. Þá tók að bera á tíðum hægðum og óværð öðru hvoru, sem batnaði síðan á milli án sérstakrar meðferðar. Móðirin leitaði lækna og var sagt að um veiru væri að ræða, en ekki voru tekin sýni til ræktunar. Þegar stúlkan var 1 árs gömul kvað sérlega rammt að pessu og eina viku hafði hún vatnsþunnan niðurgang, sem fyrir kom að var blóðugur og fékk hún þá hita. Þá var fyrir tilstuðlan hjúkrunarfræðings, sent sýni í ræktun á R. H. Úr því ræktaðist Campylobacter jejuni. Stúlkunni var þá gefinn érythromycin meðferð og varð hún fljótlega einkennalaus. Kontrol sýni sent 3 vikum síðar var neikvætt. U.þ.b. 2 mán. síðar grennsluðumst við fyrir um afdrif stúlkunnar. Þá hafði nokkrum dögum fyrr borið á óværð og hægðir voru tíðar, iinar og illa lyktandi. Hún var hitalaus. Vegna stirðra samgangna tókst ekki að fá sýni í ræktun fyrr en stúlkan var aftur orðin einkennalaus og voru þau neikvæð. Stúlkao býr í sveit, en foreldrar fást ekki við búskap. Á heimilinu eru nokkrir hestar og hundur. Hundurinn hafði, í nokkurn tíma, áður en stúlkan veiktist þrifist illa og hafði orðið vart niðurgangs og uppkasta. Foreldrar og tvær eldri systur höfðu ekki einkenni. Fjölskyldan hafði ekki farið til útlanda nýlega. BAKTERÍUFRÆÐI Eins og áður segir er Campylobacteriosis pekkt í dýrum frá 1909. Smith rannsakaði sjúkdóminn 1918 og hann gaf bakteríunni

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.