Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1981, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.03.1981, Qupperneq 16
74 LÆKNABLAÐID nafnið Vibrio fetus. K.ing (10) varð fyrst til að rannsaka vandlega þá stofna, sem valdið höfðu sjúkdómum hjá mönnum og sýndi hún að um nokkuð mismunandi stofna var að ræða, sem hún kallaði Vibrio fetus og »related vibrios«. Sebald og Véron stungu upp á pví 1963 að þessir stofnar yrðu settir í sérstaka ætt (genus) og kallaðir Campylobacter (Gr. campylo = bog- inn stafur) vegna pess að pær eru í ýmsum grundvallaratriðum ólíkar Vibrio cholerae og hinum saltsæknu vibrio-tegundum. í Bergeys Manual of Determinative Bacteriology, skiptir Smibert (16) Campylobacter fetus í 3 eftirfar- andi undirtegundir: Subspecies (ssp.) fetus, sem sjaldan eða aldrei er talin valda sjúkdóm- um hjá mönnum en veldur einkum fósturlátum og ófrjósemi hjá nautgripum, ssp. intestinalis, sem aðallega veldur fósturlátum hjá kindum, en sýkir öðru hvoru fólk, og ssp. jejuni, sem nú er einkum talin skaðleg mönnum. Nýlega ákvað alpjóðleg samstarfsnefnd um nafngiftir baktería að pessar undirtegundir skuli hver um sig teljast sérstök tegund. Tegundaheitin eru pví nú C. fetus, C. intestinalis og C. jejuni. Bakteríurnar eru Gram neikvæðir stafir, sem eru bognir, ýmist gorm- eða kommulaga. Þær eru mjög grannar (0.2 — 0.5mm) og var pað sá eiginleiki, sem Butzler notfærði sér til þess að einangra pær úr saur. Hann síaði saurinn í gegnum síu, sem hafði gatastærð 0.65 m og fór Campylobacter í gegn en normal flóra ekki. Campylobacter er »microaerophil« p.e.a.s. hún vex best þegar súrefnisprýstingur er lágur, þéttni um 5-10 % en ekki í venjulegu andrúmslofti eða við anaerob skilyrði. Sýnt hefur verið fram á að ef saursýni er kælt fljótt, aukast líkur á að C. ræktist (4). Campylobacter er lífefnafræðilega mjög óvirk, gerjar t.d. ekki sykra. Þær hafa oxidasa- og katalasa-enzym. Drílin (coloníurnar) geta haft mismunandi útlit en flæða oft á sérkenn- andi hátt. Campylobacter hefur 1 bifhár og við smásjárskoðun í fljótandi æti sést mjög sér- kennileg »tappatogara« hreyfing. Það sem einkum er notað til sundurgreiningar tegunda er hitapol. C. jejuni vex í 43° C en ekki eða illa við stofuhita. Hinar tegundirnar 2 vaxa ekki við 43°C en best við stofuhita eða 37°C. AÐFERÐ VIÐ GREININGU Á R. H. Saursýnum er sáð á venjuleg æti til greiningar á salmonella og á svokallað Skirrows æti, sem er agar með 6 % hestablóði og hjarta broði, sem sett er í vancomycin 10 mg, trimethoprim lactate 5mg og Polymyxin B 2500 ein í lítra. Skálar pessar eru hafðar í hitaskáp í 2 daga við 43°C í loftpéttri krukku, sem í er settur vetnis- gjafi. Bakteríur, sem vaxa í þessu æti og eru oxidasa og katalasa jákvæðar, gerja ekki sykra, geta ekki notað citrat, sem eina kolefn- isgjafa né brotið niður gelatin eða ureasa eru taldar Campylobacter jejuni ef pær hreyfa sig á dæmigerðan (»tappatogarahreyfing«) hátt pegar pær eru skoðaðar undir »phase con- trast« smásjá. FARALDURSFRÆÐI Margt er á huldu um faraldursfræði Campylo- bacter jejuni, en má vera að hún sé a.m.k. jafn algeng orsök niðurgangs og salmonella í nágrannalöndum eins og Bretlandi (15), U.S.A. (2) og Noregi (1), en talið er, að hún sé miklu algengari sums staðar í hitabeltislöndunum par sem hreinlæti er mjög ábótavant (8). Lítið er vitað um hvernig hún berst í menn en sannað hefur verið að menn hafa smitast af ungbörnum með niðurgang (15) og ungabarn hefur smitast af móður í fæðingu (12). Einnig hafa menn smitast af hundum og önnur gæludýr hafa verið undir grun. Talið er, að faraldrar hafi orsakast af menguðu drykkjar- vatni (7) og ógerilsneyddri mjólk (2). Víst er,4 að hún finnst mjög víða í náttúrunni. Hún4 getur sýkt eða verið normal flóra hjá nautgrip- um, kindum, svínum, fuglum, hundum, köttum og öpum. Hún hefur ræktast frá fersku vatni og úr sjó (11). Stungið hefur verið upp á að kjúklingar beri sýkilinn í menn og víst er að4 sums staðar má finna Campylobacter hjá allt að 80 % kjúklinga (9). Tíðni sýkinga er tölu- vert mismunandi eftir árstíðum (6). Flest eru tilfellin seinni part sumars líkt og gerist með salmonelia sýkingar en ástæður fyrir pessu eru ókunnar. Ekki er vel ljóst hver aldursdreifingin er en flest tilfellin, sem finnast eru í börnum innan 2ja ára. Þess ber þó að gæta að miklum mun algengara virðist, að tekin séu saursýni frá peim aldurshópum. Ef reynt er að taka reikningslega tillit til þess virðist petta vera sjúkdómur, sem hrjáir fólk nokkuð jafnt fram á þrítugsaldur (6). Skipting milli kynja er lík og við ýmsa aðra smitsjúkdóma þ.e.a.s. undir 14 ára aldri er sjúkdómurinn algengari hjá drengj- um en síðan er tíðnin svipuð hjá báðum kynjum fram að 65 ára aldri en pá verður sjúkdómurinn algengari hjá konum. Meðgöngutími virðist oftast heldur lengri en við aðrar iðrasýkingar. Hann getur verið frá

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.