Læknablaðið - 15.03.1981, Side 17
LÆKNABLADID
75
1 '/2 til 10 dögum en er oftast 4 — 5 dagar. Þessi
langi meðgöngutími gerir oft erfitt um vik að
finna uppruna sýkinganna. Oftast er hægt að
rækta bakteríuna frá saur sjúklinga, sem ekki
fá sýklalyf, í 2—5 vikur eftir veikindin, en í
mildum tilfellum aðeins í fáa daga. Bakterían
ræktast yfirleitt ekki frá einkennalausu fólki
nema pá í stöku tilvikum frá fólki, sem
umgengst sjúklinga náið og pá aðeins í fáa
daga.
MEINAFRÆÐI OG EINKENNI
Margt er óljóst um meinafræði sjúkdómsins
og á hvern hátt bakterían veldur honum.
Vefjaskemmdir eru oftast í mjógirni en einnig
stundum í ristli. Aðeins lítill hluti stofnanna
mynda eiturefni (enterotoxin) en ekki er ljóst
hvort slíkir stofnar valdi alvarlegri sjúkdómi
en hinir sem ekki mynda slík efni. Flestir
stofnanna virðast ráðast inn í þarmavegginn
(invasive) og er talið að peir valdi sjúkdómi á
sama hátt og salmonella og yersinia. Sjúkling-
ar mynda mótefni gegn bakteríum og má finna
pau með agglutinations prófi, en ekki er unnt
að framkvæma slík próf á R. H.
Flestir sjúklinganna eru veikir í 1—2 daga
áður en niðurgangur byrjar. Þeir kvarta um
vanlíðan, höfuðverk, svima, beinverki og kvið-
verkir eru venjulega undanfari niðurgangs.
Þessir kviðverkir verða stundum til þess að
sjúklingarnir lenda á skurðarborði og virðist
pá stöku sinnum, sem botnlanginn sé bólginn.
Oftast er um að ræða krampakennda verki í
miðjum kvið. Hiti fer gjarnan í 40°C. Hægðir
verða fljótandi, illa lyktandi og stundum galllit-
aðar. Síðan verða pær vatnspunnar og oft má
sjá blóð í hægðum eftir 1—2 daga. »Tene-
smus« er sjaldgæfur. Ógleði er algeng en
uppköst eru oftast aðeins lítils háttar. Niður-
gangur varir oftast 3—4 daga og sjúklingur er
oft 2 — 3 vikur að jafna sig. Einhver brögð eru
af því að sjúklingar veikist aftur eftir að hafa
orðið einkennalausir og hjá börnum hefur
verið lýst langvarandi sjúkdómi líkt og hjá
tilfelli 2 hér að framan (6).
MEÐFERÐ
í flestum tilvikum má komast hjá sýklalyfja-
meðferð og reyndar er nokkuð algengt að
sjúklingurinn sé á batavegi pegar bakteríu-
greining liggur fyrir.
Campylob. er næmur fyrir gentamicini, te-
tracyclini, chloramphenicoli og í 90-99 % til-
fella erythromycini (6). Clindamycin er oftast
virkt en Lincocin er óvirkt. Margir stofnar
framleiða P- lactamasa og eru penicillin pví
gagnslítil. Flestir stofnar eru ónæmir fyrir
cephalosporinum og polimyxini. Sulfametho-
xasol heftir vöxt flestra stofna. Góðar saman-
burðarrannsóknir á meðferð með sýklalyfjum
hafa ekki verið gerðar. Erythromycin er talið
heppilegt ef gefa parf sýklalyf vegna pess hve
verkunarsvið þess er mjótt. Er pá fullorðnum
gefið 500mg tvisvar á dag en börnum 40mg/-
kg/dag af erythromycini. Við alvarlegustu
tilfelli er mælt með gentamicinmeðferð.
Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar hér á
landi á pví hvers vegna sjúklingar leita læknis,
en sýkingar eru þar allar flokkaðar saman svo
að ekki er unnt að gera sér grein fyrir því af
peim hve niðurgangur er algengur. í einni
þeirra, Egilsstaða-rannsókninni (14) kemur
fram að 5 % sjúklinga leita læknis vegna
hægðatregðu eða niðurgangs. í heilbrigðis-
skýrslum 1977 og 78 eru skráð um 3400 tilfelli
af bráðum iðrasýkingum á ári. Þær eru pví
umtalsvert vandamál.
Allt bendir til þess að C. jejuni orsaki um
3—11 % iðrasýkinga í nágrannalöndunum okk-
ar. Ef hlutfallið er svipað hér á landi ættu
tilfellin að vera 90 — 380 á ári. Varasamt er þó
að slá pví föstu að tíðnin sé sú sama hér og í
Bretlandi og Bandaríkjunum. Bæði hefur verið
sýnt fram á að tíðnin er mest í þessum löndum
um sumartímann og einnig er tíðnin mun
hærri í hitabeltislöndunum (8). Það er því
hugsanlegt að sjúkdómurinn sé mun sjaldgæf-
ari hér norður undir heimskautsbaug.
Á hitt ber einnig að líta að fátt er í raun
vitað um hvernig Campylobacter berst í fólk.
Ýmislegt bendir til þess að sjúkdómurinn
berist sjaldan frá manni til manns, þó þess séu
dæmi og meirihluti sjúklinga neitar nánum
samskiptum við dýr. E.t.v. berst sýkingin með
matvælum og þá er vert að hafa í huga hve
Campylobacter er algeng orsök sjúkdóma í
sauðfé á íslandi.
Tíðni Campylobactersýkinga í fólki hér á
landi er óþekkt. Til þess að kanna hana er nú
öllum saursýnum, sem berast á R. H. sáð á
framangreint Skirrows æti. Eins og áður segir
aukast líkur á ræktun ef sýni er kælt strax eftir
sýnatöku og geymt við 4°C. Ef það er gert
getur Campylobacter lifað í saur jafnvel í viku
eða lengur og má því senda sýni hvaðan sem
er af landinu. Nokkur misbrestur virðist vera á
að send séu sýni til ræktunar frá fólki með
einkenni um iðrasýkingar. Er þess hér með