Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1981, Side 32

Læknablaðið - 15.03.1981, Side 32
84 LÆKNABLADID nefstíflum samfara kláða og roða í augum nokkrum mínútum eftir að komið er í hlöðuna til gegninga. Oft eru þetta einu einkennin, og pau lagast af sjálfu sér einum til tveim tímmum eftir að vinnu í hlöðunni lýkur. Stundum fylgir pessu pó astmi, sem vanalega kemur nokkru síðar en ofnæmiseinkennin í nefi. Einkennin fara mjög eftir pví, hversu vel heyið er verkað og hversu mikið ryk er í hlöðunni. Hrakin hey og mygluð, sem hitnað hefur í, eru vanalega miklu verri að pessu leyti heldur en hey, sem vel eru verkuð. Vel verkað vothey veldur engum ópægindum. Ekki er vitað með vissu hvað veldur bráðaofnæmi fyrir heyryki. Pegar ég hef fengið sjúklinga til rannsókna hef ég gert húðpróf með u.p.b. 12—30 ofnæm- isvökum til að ganga úr skugga um pað, hvort sjúklingurinn hefur ofnæmistilhneigingu. Auk pess hef ég gert húðpróf með ofnæmisvökum, sem gerðir eru úr mygluðu heyi og heyryki. Greinilega gefur heyrykið miklu oftar jákvæð- ar svaranir en heymyglan. Könnun á bænd- um í Orkneyjum benti til pess, að bráðaofnæmi fyrir heyryki væri í rauninni ofnæmi fyrir rykmaurum, sem lifa í heyinu. Var einkum um prjár tegundir maura að ræða, p.e. Glycypha- gus, Tyrophagus og Acarus (6). Maurar hafa fundist í stórum stíl í skemmdum fóðurbæti hér á landi og telja má líklegt, að maurar eigi einhvern pátt í heyofnæmi hér. Meðferð við ofnæmiseinkennum er fyrst og fremst bætt heyverkun, og kemur pá aukin votheysverkun sterklega til greina. í öðru lagi koma heygrím- ur að nokkru haldi. Lyf, sem fyrirbyggja ofnæmisviðbrögð og pá fyrst og fremst Lomu- dal, hafa reynst árangursrík, en einnig má draga nokkuð úr einkennum með antihista- minlyfjum. 16 ára gamall piltur, sem hefur alist upp í sveit og hjálpar stundum foreldrum sínum við gegningar á veturna. Frá pví hann var lítill hefur hann fengið mikinn kláða í nef og augu, hnerra og nefstíflur u.p.b. 10 mín. eftir að hann kemur í hlöðuna. Einkennin eru verst, ef heyin eru mygluð og í peim ryk. í nokkra mánuði fyrir skoðun hefur hann fengið kuldahroll og 40° hita og mæði 5 — 6 klst. eftir vinnu í heyi. Skoðun var alveg eðlileg. Röntgenmynd af lungum var eðlileg og spirometria var eðlileg. Húðpróf var aðeins vægt jákvætt fyrir heyryki, en a,ö,l, alveg neikvætt, m.a. fyrir mygluðu heyi. Ofnæmispolpróf í nefi fyrir heyryki var sterkt jákvætt. Precipitinpróf fyrir thermophilic actinomycetes var sterkt jákvætt fyrir M. faeni. Precipítinpróf fyrir aspergillus fumig- atus og candida albicans var neikvætt. Þessi piltur hafði greinilegt bráðaofnæmi fyrir heyryki en auk pess sjúkrasögu grunsamlega fyrir heysótt, og preci- pitinpróf studdi pá sjúkdómsgreiningu. Heysótt stafar af Arthus viðbrögðum í lungum fyrir thermophilic actinomycetes bakteríum, M. faeni og T. vulgaris. Mótefnarannsóknir á bændum hér á landi benda til pess, að M. faeni sé hér alls ráðandi, en mótefnarannsóknir á bændum í Finnlandi benda til pess, að T. vulgaris sé par aðal sjúkdómsorsökin (15). Heysótt er velpekktur sjúkdómur á íslandi, bæði meðal manna og hesta og 1789 skrifar Sveinn Pálsson, læknir, í Rit pess konunglega íslenska lærdómslistafélags: »Heysótt nefnist veikleiki, er tilfellur peim, er gefa myglað og illa verkað hey á vetrum, og er hann alpekktur úti á íslandi, orsakast hann af phlogistískum dömpum úr heyinu, er sjúgast inn með andar- drættinum, og af sér leiða kvefsótt, hæsi, hósta og öll hin sömu tilfelli, og annað phlogistiskt loft og dampar svo sem af kolum, brennusteini, forarmýrum og öðru pess háttar« (21). Ein- kenni heysóttar byrja 6—12 klst. eftir vinnu í hlöðu og pví er algengast, að sjúklingarnir veikist á kvöldin eða nóttunni. Einkenni eru mæði, hiti, hrollur, beinverkir og stundum stíflur í nefi. Samfara pessu er hósti og mikil veikindatilfinning. Einkennin lagast af sjálfu sér á fáum sólar hringum og oft fylgir talsverð- ður hósti og uppgangur, pegar einkennum er að létta. Við skoðun líkjast einkenni talsvert mikið lungnabólgu af bakteríuorsökum. Radd- leiðni lungna er aukin, en auk pess heyrast fíngerð slímhljóð í lok innöndunar neðantil yfir lungunum. Ef sjúkdómurinn endurtekur sig fylgir pví lystarleysi, megrun og stöðugt vaxandi mæði. Sjúkdómur pessi hefur áður fyrr áreiðanlega oft verið greindur sem lungna- bólga, og par sem hann læknast að sjálfu sér, er ekki að furða, pótt margir héraðslæknar fengu orð á sig fyrir að vera góðir lungna- bólgulæknar. Heysótt er að pví leyti verri sjúkdómur en bráðaofnæmi fyrir heyryki, að hún veldur varanlegum skaða á lungum með bandvefsbreytingum og getur pví leitt til örkumla eða dauða. Bændur með pessi ein- kenni reyna að notast við heygrímur, en peim er ekki treystandi og ekki heldur lyfjum á borð við Lomudal, pví að sjúkdómseinkennin geta verið mjög hægfara og leynt á sér og valdið lungnaskemmdum án pess að vart verði við pær fyrr en í óefni er komið. Því er varla annað að gera fyrir bónda með pennan sjúkdóm en að bregða búi. Heysótt er fyrst og

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.