Læknablaðið - 15.03.1981, Side 33
LÆKNABLADID
85
fremst greind af einkennunum, en precipitin-
próf fyrir thermophilic actinomycetes eru
mikilvæg. Einnig er mikilvægt að fá röntgen-
mynd af lungum í veikindakasti og sömuleiðis
spirometriupróf. Oftast fylgir bráðum einkenn-
um veruleg eosinophilia í blóði. Heysótt er nú
oftast kölluð heymæði hér á landi. Petta orð
mun hafa komið inn í málið í lok síðustu aldar
og er ekki jafngott og orðið heysótt. Heysótt
bendir til pess, að sjúklingurinn hafi sótt,
þ.e.a.s. hita. Heymæði bendir hins vegar ei-
nungis til þess, að hann verði móður eftir
vinnu í heyi. Væri eðlilegast að nota það orð
yfir astma, sem stafar af bráðaofnæmi fyrir
heyryki eða vegna ertings frá heyrykinu.
14 ára gamall piltur fæddur og uppalinn í litlu porpi.
Faðir hans á kindur og pilturinn fer á hverjum degi í
fjárhúsin til að gefa kindunum. Hann kemur til
Iæknisskoðunar um miðjan apríl, en upp úr áramót-
um fékk hann hósta og einnig mjög mikla mæði við
alla áreynslu, og stundum surgar fyrir brjósti með
hóstanum. Auk pess hefur hann verið mjög slappur,
haft hitavellu, um 37,5° á morgnana og 38,5° á
kvöldin, höfuðverk og tíðar blóðnasir. Saga um
bráðaofnæmi er neikvæð. Úr skoðun: Talsverð
slímhúðarbólga í augum. Verulegur bjúgur og slím í
báðum nefgöngum og h. nös er alveg stífluð.
Lungnahlustun: Enginn surgur, en við djúpa öndun
heyrast purr, marrandi slímhljóð á litlum bletti
neðan til í h.lunga og einnig miðlægt við h.
herðablað. Spirometria sýnir verulega minnkað
rúmmál lungnanna og röntgenmynd af lungum sýnir
smáhnökróttar þéttingar útbreiddar um bæði lungu,
einkum um miðbik þeirra. Blóðhagur og deilitalning
voru eðlileg. Ofnæmishúðpróf fyrir 30 allergenum
var neikvætt, en ofnæmispolpróf í nefi fyrir heyryki
gaf vafasama útkomu. Precipitinpróf voru vægt
jákvæð fyrir penicillium og M. faeni, en a.ö.l.
neikvæð. Sjúklingurinn var settur á prednisolon-
meðferð. Breytingarnar í lungunum hurfu smám
saman. Hér var greinilega um heysótt að, ræða, en
einkenni tiltölulega nýtilkomin, sem gæti skýrt hinar
veiku precipitinsvaranir fyrir M. faeni.
69 ára gamall fyrrverandi bóndi, alinn upp í sveit og
bjó par til 64 ára aldurs. Á unglingsárum og allt fram
að þeim tíma, að hann hætti að stunda gegningar á
veturna, fékk hann 39° hita, hósta, mæði og hroll
u.p.b. 5 tímum eftir vinnu í mygluðu heyi. Þetta
endurtók sig á hverjum vetri og um 55 ára aldur tók
að bera á sívaxandi mæði, sem neyddi hann að
lokum til að hætta búskap. Röntgenmynd af lungum
sýndi interstitial fribrosu af meðalháu stigi, einkum
neðantil í lungum og spirometria sýndi einnig
verulega minnkað rúmmál lungnanna. Blóðgös tekin
án súrefnisgjafar sýndu mjög lág gildi fyrir súrefni
og einnig fyrir koldioxídi, sem benti til hyperventila-
tionar til þess að halda uppi súrefnisprýstingi.
Hjartalínurit sýndi h. öxul og merki um háprýsting í
lungnablóðrás. Sjúklingurinn purfti að nota súrefni
að staðaldri. Hann lést skömmu eftir að pessar
rannsóknir voru gerðar.
3) Allmargir, sem vinna í heyjum kvarta yfir
hnerrum, nefrennsli og nefstíflum og jafnvel
astma við vinnuna án þess að þeir hafi heysótt
eða bráðaofnæmi. Yfirleitt vantar öll ofnæmis-
einkenni frá augum. Oft hafa þessir sjúklingar
önnur einkenni, sem benda til mikillar við-
kvæmni í öndunarfærum og þola því illa allt
ryk, sterktlyktandi efni og kulda, og sumir
þeirra hafa áreynsluastma. Hugsanlega er
þeim hættara við langvinnri berkjubólgu og4
lungnaþembu en öðrum bændum, en fyrir því
er þó engin vissa. Meðferð er miklu erfiðari en
við bráðaofnæmi og Lomudal er oftast gagns-
laust. Einna skárst dugar beclomethasone
nefspray og antihistaminlyf. Við astma er
notuð venjuleg symptomatisk meðferð.
22 ára gamall piltur alinn upp í sveit og hyggst taka
við búi af foreldrum sínum. Hann hefur verið
»kvefsækinn« frá pví hann var nokkurra ára gamall
og einkennin lýsa sér með nefstíflum og tö4uverðu
nefrennsli og þrálátum hósta. Á búinu er purrheys-
verkun og votheysverkun skipt nokkurn veginn til
helminga. Þegar hann er að gefa purrhey á veturna,
fær hann alltaf auknar nefstíflur og haldast einkenn-
in oft alveg milli gegninga. Allt ryk hefur slæm áhrif
á einkennin og einnig tóbaksreykur og ýmis efni,
sem lykta sterkt. Þegar hann er sem verstur í nefinu,
er hóstinn verri og stundum fylgir honum surgur og
jafnvel mæði, einkum ef hann gengur á móti kaldri
golu. Við skoðun hafði hann talsverðan bjúg í
báðum nefgöngum og v. nös var þrengri vegna
skekkju á miðsnesi. Hann var með 10 % eosinophil-
frumur í nefslími. Skoðun á lungum var eðlileg og
spirometria einnig, en hann hafði væg astmaein-
kenni eftir áreynslupolpróf, þar sem hann hljóp úti í
vægu frosti. Húðpróf var alveg neikvætt, m.a. fyrir
heyryki og mygluðu heyi, og magn IgE í blóði var
innan eðlilegra marka.
4) Bændum er hættara við að fá langvinna
berkjubólu og lungnaþembu en öðrum stétt-
um. Þeir, sem fyrir þessu verða, segjast oft
hafa orðið varir við minnkað áreynsluþol upp
úr miðjum aldri og á 10-20 árum smáversna
einkennin þar til þeir eru óvinnufærir. Oft
koma þeir ekki undir læknishendur fyrr en á
efri árum og því er mjög erfitt að fá fram
nákvæmar heimildir um heilsufar á fyrstu
búskaparárum þeirra. Þeir hafa margir jákvæð
precipitinpróf fyrir thermophilic actinomyce-