Læknablaðið - 15.03.1981, Page 34
86
LÆKNABLADIÐ
tes, og þess vegna hefur lungnaþemba jafnvel
verið talin lokastig á heysótt, en engar sann-
anir eru fyrir því. Oftast virðist lungnaþemba
þróast upp úr langvinnri berkjubólgu, en
stundum er þó eingöngu um þurra lungna-
þembu að ræða.
68 ára gamall bóndi kvartar aðallega um mæði. Frá
því um fertugt hefur hann haft talsverðan hósta og
uppgang, einkum á veturna, pegar hann hefur unnið
mikið í heyjum og samfara pessu talsvert mikið
nefrennsli og hnerra. Um fimmtugt tók áreynsluþol-
ið að minnka verulega og um 55 ára aldur fór að
bera á mæðisköstum í hvert sinn, sem hann kom í
hlöðuna. Ágerðist 'petta smám saman og nú getur
hann aðeins gengið eðlilega á sléttum velli. Hann
mæðist við minnstu áreynslu og á hverjum degi
hefur hann dálítinn hósta með froðukenndum upp-
gangi. Ofnæmispróf var neikvætt en precipitinpróf
fyrir. M. faeni, rhizopus, pullularia og cladosporium
voru jákvæð. Röntgenmynd af lungum sýndi veru-
lega lungnapembu og spirometria sýndi mjög mikil
berkjuþrengsli. Hann hefur aldrei reykt.
Sjúkdómar hjá bökurum, mölurum og korn-
yrkjumönnum: Langt er síðan að menn veittu
athygli aukinni tíðni lungnasjúkdóma hjá korn-
yrkjumönnum, sem fást við þreskingu, pökkun
og flutning á korni. Lýst hefur verið einken-
num frá augum, nefi, hálsi og lungum, og í
einni rannsókn (Do Pico) höfðu allt að 88 %
verkamanna einhver einkenni í öndunarfær-
um. Sumar athuganir benda til, að um sé að
ræða ertandi áhrif af kornrykinu en ekki
ofnæmi, og reykingar gera einkennin mun
verri. í öðrum rannsóknum hafa fundist merki
um ofnæmi, og þolpróf hafa framkallað bráð
astmaköst og seinsvaranir. Einnig hefur verið
lýst mæðisköstum með hita, svipað og við
heysótt, nokkrum klukkustundum eftir vinnu í
kornryki. Athuganir á rykinu hafa sýnt, að í því
er mikið um sveppi og kornmaura (glycyþha-
gus destructor) og kornbjöllur (sitophilus gra-
narius). Bakarar hafa oft óþægindi frá öndun-
arfærum. Oft er orsökin ofnæmi fyrir hveiti,
rúgi eða öðrum korntegundum, en einnig
getur verið um að ræða ofnæmi fyrir bökunar-
geri. Sjúkrasaga er nokkuð einkennandi fyrir
ofnæmi, því auk einkenna í nefi og astma,
fylgir oft kláði á augum. Húðpróf eru jákvæð
fyrir mjöltegundum og RAST-próf eða þol-
próf eru einnig jákvæð. (7, 12, 22). Hins vegar
geta bakarar haft óþægindi frá nefi og jafnvel
astma án þess, að um nokkurt ofnæmi sé að
ræða og virðist þá mjölrykið verka ertandi á
slímhúðina. Leggja ber áherslu á mjög góða
loftræstingu í bakaríum og rétt er að bakarar
eigi grímu til að grípa til, þegar mikið ryk er.
Ég hef séð nokkra bakara með ofnæmi fyrir
hveiti og rúgi, en oftar hafa þó einkenni stafað
af ertandi áhrifum mjölryksins.
34 ára gamall bakari fær kláða í augu, hnerra og
nefrennsli og astma af mjölryki, einkum hveiti og
rúgi, og byrjuðu þessi einkenni tveimur árum eftir
að hann hóf bakaranám. Einkenni hverfa um helgar
og pegar hann á lengri frí. Hann fékk ofnæmismeð-
ferð fyrir grösum, haframjöli, kornmjöli, rúgi og
hveiti í nokkur ár frá 1973 og taldi sig heldur betri á
meðan, en einkenni versnuðu aftur pegar meðferð-
inni var hætt. Endurtekin ofnæmiskönnun leiddi í
ljós sterkt ofnæmi fyrir grösum, hveiti, rúgmjöli og
kornmjöli og einnig ofnæmi fyrir bökunargeri.
Ofnæmismeðferð er nú hafin að nýju fyrir mjölteg-
undum og grösum, en auk pess fær hann symptoma-
tíska meðferð.
Dýralæknar og starfsfólk á rannsóknastofum:
Öll pelsdýr og fuglar geta valdið ofnæmi, eins
og áður er minnst á. Dýralæknar með ofnæmi
fyrir dýrum eru illa settir og sama er að segja
um starfsfólk á rannsóknastofum, þar sem dýr
eru höfð til tilrauna. Einkenni eru fyrst og
fremst frá augum og nefi og bráð astmaköst,
en fuglarnir hafa þó sérstaka tilhneigingu til
að orsaka Arthus viðbrögð og lungnasótt (bird
fancier’s disease) með svipuðum einkennum
og við heysótt (22). Sjálfsagt felur minka- og
refarækt í sér hættu á bráðu ofnæmi fyrir
þessum dýrum fyrir þá, sem þann atvinnuveg
stunda.
Rakatækjasótt (Humidifier fever): Þetta sjúk-
dómshugtak er nýlegt af nálinni. Núorðið er
algengt, að hús séu hituð upp með stokkakerfi.
Stundum eru tengd við þessi kerfi rakatæki,
sem sjá til þess, að ákveðið rakastig sé í heita
loftinu. Eftir því sem upphitun húsa hefur
batnað og þau orðið þéttari, virðist eins og
rak^stig loftsins hafi lækkað einkum á veturna,
þegar gluggar eru hafðir lokaðir. Því er
algengt, að notuð séu lítil rafknúin rakatæki á
heimilum og skrifstofum. Oftast hefur vatnið í
rakatækjunum stofuhita og stundum eru tækin
þannig útbúin, að þau fylla sjálf á sig vatni. Oft
vill gleymast að skipta um vatn og þrífa tækin,
og vex þá í þeim alls konar gróður, einkum
bakteríur, mVglusveppir og þörungar, sem
tækin úða út í andrúmsloftið. Af þessu getur
hlotist ofnæmi. Oftast eru einkennin svipuð og
við heysótt, þ.e.a.s. hiti, beinverkir, hósti og