Læknablaðið - 15.03.1981, Page 38
90
LÆKNABLAÐIÐ
Pálmi V. Jónsson, Jónas Hallgrímsson, Auðólfur Gunnarsson, Jón K. Jóhannsson
GYNANDROBLASTOMA OVARII
Sjúkrasaga og nokkur efnisatríði um sjaldgæft æxli
INNGANGUR
Rannsóknastofu Háskólans barst nýlega afar
fágætt æxli úr eggjastokk með blandaðri
vefjamynd tveggja ólíkra æxla, arrhenoblasto-
ma og granulosafrumu æxlis. Fyrrnefnda æxlið
líkist kynstrengjijm (sex cords) eistans og pað
síðarnefnada vaxtarbúi (folliculus) eggja-
stokksins. Jafnframt ólíkri bygggingu geta æxli
þessi hvort um sig framleitt karl- og kvenhorm-
ón. Það var Robert Mayer, sem sagði fyrstur
manna árið 1930 fyrir um tilvist slíkra bland-
aðra æxla og nefndi þau gynandroblastoma
(7).
Hér verður annars vegar greint frá sjúkra-
sögu og hins vegar útskýrð myndun og eðli
slíkra »tvíkynja« æxla.
SJÚKRASAGA
Sjúklingur, 46 ára kona, var lögð inn til
gyllinæðaraðgerðar. Vitað var eftir skoðun í
Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands nokkr-
um vikum fyrr, að hún hafði appelsínustóra
fyrirferð í vinstri eggjastokk, en hún hafði ekki
verið könnuð nánar. Heilsufarssaga, skoðun
og hefðbundnar rannsóknir við komu á sjúkra-
húsið að öðru leyti ómarkverðar.
Sex dögum eftir gyllinæðaraðgerðina var
gerður kviðskurður. Fjarlægður var vinstri
eggjastokkur með hnefastóru æxli og báðir
eggjaleiðarar með hydrosalpinx. Hægri eggja-
stokkur og leg voru eðlileg útlits og því ekki
fjarlægð. Könnun á kviðarholi leiddi ekki
frekari sjúklegar breytingar í ljós.
Til vefjarannsóknar kom vinstri eggjastokk-
ur ásamt legpípu og vóg saman 90 g.
Eggjastokkurinn var 6x5x3 cm. í þvermál.
Yfirborðið var ljósgráleitt og lítilsháttar hnút-
ótt (mynd 1). Skurðflötur var gulgrár og
lobuleraður og voru lobuli frá 0.2-1.5 cm. í
þvermál og aðskildir af gráleitum, fibrotiskum
vef (mynd 2). Úti í jaðri sást á leifar af hinum
upprunalega eggjastokk. Æxliðl eggjastokkn-
um< var þétt (solid) og hvergi sáust blöðrur
Frá Rannsóknastofu Háskólans í líffærameinafræöi,
Kvennadeild Landspítalans og Handlæknisdeild Landspít-
alans. Sampykkt 18/11/1980.
(cystur). Legpípan var 6 cm. að lengd, þunn-
veggja og útvíkkuð í endann og var þar 1.5 cm.
í þvermál. Einnig var send hægri legpípa, og
var hún svipuð að lögun og gerð og sú vinstri.
Við smásjárskoðun sást, að æxlið var mjög
sérkennilegt að byggingu. Annars vegar sáust
takmörkuð svæði, sem líktust granulosa-frumu
æxli (mynd 3, vinstri helmingur) og hins vegar
svæði, sem líktust Sertoli-frumu æxli (mynd 3,
hægri helmingur). Par sem þessi vefjasamsetn-
ing var afar óvenjuleg og ekki alveg öruggt,
hvaða sjúkdómsgreining ætti við, var leitað
ráða hjá meinafræðingum við Massachusetts
General Hospital í Boston, þeirra R. H. Young
Mynd 1: Vinstri eggjastokkur og legpípa. Yfirborö
vinstra eggjastokks með æxli. Legpípa til hægri.
Mynd 2: Skurðflötur æxlis i vinstrí eggjastokk.