Læknablaðið - 15.03.1981, Síða 39
LÆKNABLAÐID
91
og R. E. Scully, en sá síðarnefndi er þekktur
alþjóðlega á sviði líffærameinafræði kvenna.
Álit þeirra var efnislega á þá leið, að viðkom-
andi æxli væri að þroskast að stærstum hluta í
píþur (tubuli) eins og sést í vel þroskuðum
Sertoli-frumi æxlum. Hins vegar væru á all-
mörgum blettum frumuhreiður, sem útlitslega
(morphologiskt) væru mynduð af granulosa-
frumum, en auk þeirra væru á dreif svokölluð
»Call-Exners bodies«, sem eru einkennandi
fyrir granulosa-frumu æxli. Það er einmitt
þessi auðþekkta, blandaða vefjamynd, sem
leiðir til greiningarinnar gynandroblastoma.
Þá kom fram, að dr. Scully er alla jafnan
tregur til að nota þessa greiningu, en að hans
mati er okkar tilfelli eitt hið besta, sem hann
hefur séð. Samkvæmt ofanskráðu hljóðar
PAD: Gynandroblastoma frá eggjastokk. Leg-
pípur sýndu hydrosalpinx beggja vegna.
Þegar hér var komið sögu, hafði konan
verið útskrifuð. Þar sem illkynja breytingar í
legbolsslímhúð fylgja allt að þriðjungi granu-
losa-frumu æxla og gynandroblastoma er skylt
æxli, var konan lögð inn í annað sinn, en ekki
fyrr en fimm mánuðum eftir fyrri aðgerðina.
Þótti nauðsynlegt að kanna nánar sögu og
ástand hennar með tilliti til kvensjúkdóma.
Upphaf tíða var 16 ára og blæðingar
yfirleitt reglulegar, 3/28 daga fresti. Hún hafði
eignast eitt barn fyrir 16 árum og haft eitt
fósturlát fyrir 19 árum. Hún hafði aldrei notað
getnaðarvarnir. Tíðablæðingar höfðu hætt sjö
mánuðum fyrir aðgerðina, en byrjuðu síðan
aftur einum mánuði eftir hana, og hafði hún þá
tvisvar eðlilegar, mánaðarlegar blæðingar, en
þær hættu síðan aftur. Konan kvaðst aldrei
Mynd 3: Smásjármynd af æxli í vinstri eggjastokk.
Til vinstri t midju hinar sjást sérkennandi hringlaga
eyður, umkringdar granulosa frumum, sem nefnast
»Call- Exner bodies«. Til hægri eru gangar klæddir
Sertoli frumum. Smásjárstækkun x 40.
hafa orðið vör við breytingu á kynfærum,
óeðlilega hárdreifingu eða radd-dýpkun, sem
rekja mætti til óeðlilegra hormónaáhrifa, og
var það staðfest við skoðun.
Mælingar voru gerðar á eftirfarandi hor-
mónum í blóði: S-cortisol, s-östradiol, s-proge-
steron, s-testosteron, s-LH-HCG, s-FSH og s-
prolactin. Öll gildin reyndust innan eðlilegra
marka fyrir konu á hennar aldri, sem væntan-
lega væri í eða nálægt tíðahvörfum (climacte-
rium).
Við kviðspeglun kom í ljós, að leg var af
eðlilegri stærð og lögun. Hægri eggjastokkur
var svolítið stækkaður, ca. 5-6 cm. í þvermál
og með vægri blöðru-ummyndun (cystikur). Á
tveimur til þemur stöðum voru litlar, brúnleit-
ar útfellingar á yfirborði, sem með berum
augum gætu komið heim við mjög væga
endometriosis. Stungið var á blöðrunni (cyst-
unni), og rann út lítið magn af »serosanguino-
us« vökva. Tekin voru nokkur lítil sýni fra
hýðinu (capsulunni). Vökvinn var skolaður út
með saltvatni og sendur í frumurannsókn. Þá
var framkvæmd gynskoðun, sem reyndist eðli-
leg, og í framhaldi af því var gert útskaf.
Við smásjárskoðun frá sýnum úr eggjastokk
sáust engar sjúklegar breytingar aðrar en að á
einum bitanum var lítilsháttar samvöxtur á
yfirborði og var þar járnlitarefni. í skafi frá
legi var mjög lítið af legbolsslímhúð, og það
sem sást, virtist vera lítið virkt (aktivt). Á litlu
svæði voru lítilsháttar sepamyndanir inn í
kirtla, sem gátu bent til vægrar hyperplasiu. í
bitum frá leghálsi var þykknuð flöguþekja og
staðbundin flöguþekjumetaplasia, en skaf frá
leghálsi sýndi ekki sjúklegar breytingar. í
vökva úr blöðru voru engar æxlisfrumur,
samkvæmt frumurannsókn.
UMRÆÐA
Fimmtíu árum eftir að Mayer setti fram
hugmyndina um gynandroblastoma (7), hefur
innan við 30 æxlum verið lýst, sem standast
þau greiningarskilmerki, sem nú eru viður-
kennd (1, 3, 4, 5, 8, 9, 10, 11), en þau eru
samkvæmt reglum Alþjóðaheilbrigðis-stofnun-
arinnar (12): »A very rare tumour in which
collections of granulosa cells with typical Call-
Exner bodies coexist with hollow tubules lined
by Sertoli cells. The term is only morphologi-
cal and does not imply a specific type of
hormone production. This tumour is also
known as sex cord stromal tumour of mixed
cell types«.