Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1981, Side 45

Læknablaðið - 15.03.1981, Side 45
LÆKNABLADID 95 on« og par með læknasamtökin völdu pann kost, að efna ekki til mótmælaaðgerða. Eftir u.p.b. tveggja vikna verkföll náðust svo samn- ingar fyrir allan vinnumarkaðinn. Ekki voru læknafélagið og vinnuveitendur á einu máli um skiptingu kjarabótanna. Vildi læknafélagið að yfirlæknar fengju hlutfallslega mestar kjara- bætur, en vinnuveitendur lögðu aftur á móti til, að heimilislæknar fengju mestar kjarabæt- urnar, og par að auki höfðu peir ákveðnar kröfur um að gera núgildandi vaktasamninga lakari, sem auðvitað var kröftuglega mótmælt af SYLF. Atvinnumál: Sem liður í tilraun til að skapa jafnvægi á vinnumarkaði lækna í framtíðinni, hefur starfshópur innan læknafélagsins unnið upp spá um fjölda lækna næstu 30 árin. SYLF á fulltrúa í pessum starfshópi og hefur starfs- hópurinn skilað skýrslu um vinnumarkaðinn fram til 1990. Á pessu sviði hefur aðeins einn starfshópur unnið undanfarið og fjallar hann um innihald og umfang heimilislæknismenntun- ar í framtíðinni. Fulltrúar frá »Socialstyrel- sen«, SYLF og læknafélaginu vinna að pessu og hafa tveir aðalmöguleikar verið ræddir, en báðir gera ráð fyrir lengingu á sérnámi í heimilislækningum úr 3'/2 í 4'/2 ár, sbr. frásögn af NRYL-mótinu 1979, Læknablaðið 1980; 66; 4: 125-127. Par sem viðkomandi aðilar gátu ekki komið sér saman um annan af pessum möguleikum, ákvað NLV, Námnden för láka- res vidareutbildning, í lok apríl að framtíðar- vinna á pessu sviði skyldi taka mið af mögu- leika 1 og var læknafélagið mjög á móti pessu. Reiknað er með, að tillögurnar afhendist Socialdepartementet til ákvarðanatöku haust- ið 1980. Finnland. Mikil óánægja er í Finnlandi með kaup og kjör hjá læknastéttinni, og er verkfall jafnvel yfirvofandi í vor. Einnig liggur í loftinu, að dregið verði mjög úr fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og sérfræðistöðum á sjúkrahúsum verði beinlínis fækkað. UMRÆÐUR Á MÓTINU Rætt var um setningu í stöður og stöðustrúk- túr. Kom í Ijós, að á öllum Norðurlöndunum gilda sömu meginreglur í mati á umsækjend- um, pegar ráða á í stöður, en aðeins mismun- andi kerfi gilda. í Finnlandi koma áhrif stjórn- mála meira inn í ráðningar en í hinum lönd- unum. Pað sem olli Svíum mestum áhyggjum var, að von er á nýjum lögum um heilbrigð- iskerfið, par sem stefnt er að dreifingu valdsins, m.a. við veitingar á stöðum. Eru peir hræddir um, að veitingar á stöðum litist par með af ýmsum staðbundnum pólitískum páttum. LOKAORÐ Pingið fór mjög vel fram og ýmsar skemmti- legar umræður áttu sér stað. Ekki má enda pessa skýrslu án pess að minnast á pað, hversu höfðinglega Svíar tóku á móti pátttakendum. Var í einu og öllu séð til pess að pátttakendum liði sem bezt. Eiga peir sérstakar pakkir skilið. Næsta unglæknamót verður í Helsingfors í Finnlandi 7.-9. nóv. 1980. Eru pá 10 ár liðin frá pví að pessi mót hófust og verður petta nokkurs konar afmælismót. Þar verður fjallað um pað, hvaða gagn hefur orðið af pessari norrænu samvinnu.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.