Læknablaðið - 15.03.1982, Qupperneq 5
LÆKNABLADID
65
Girish Hirlekar, Björn Tryggvason
LÁGSKAMMTAMORFÍN TIL AÐ LINA BRÁÐA
OG LANGVINNA VERKI
FORSPJALL
Við pað að borin voru kennsl á ópíumviðtæki í
miðtaugakerfi 1977 (1), varð betur ljóst, hvern-
ig sársauka er miðlað og einnig verkun ópíum-
efna. Segja má, að þetta hafi leitt til bylting-
ar í meðferð sjúklinga með bráða og lang-
vinna verki. Árið eftir birti síðan Wang (2)
niðurstöður sínar um notkun morfíngjafar í
skúmshol (intra thecalt) til að lina verki
krabbameinssjúklinga. Intra thecal lyfjagjafir
eru ekki með öllu hættulausar (9, 10), en gjöf í
utanbastsholið (cavum epidurale) sneiðir hjá
ýmsum þessum hættum. Leið því ekki á löngu,
þar til menn könnuðu möguleika þess (Behar
et al) (3) að gefa lága skammta af morfíni í
epiduralholið til að lina bráða og langvinna
verki. Niðurstöður þeirra vöktu verulegan
áhuga, og síðan hefur gjöf deyfilyfja í epidural-
holið verið notuð á ýmsum sviðum, t.d. við
langvinnum verkjum (3), óviðráðanlegum
verkjum (7), fæðingarverkjum (8) og bráðum
verkjum í kjölfar aðgerða (17). Frekari rann-
sóknir standa nú yfir til að meta notkunargildi
hinna mismunandi deyfilyfja, svo sem Pethi-
díns, Dilamdyol og Fentanýls.
Okkur langar til að skýra frá reynslu okkar
á F.S.A. af að gefa lága skammta af morfíni í
epiduralholið til að lina bráða og langvinna
verki.
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ
Alls voru í könnuninni 50 sjúklingar, valdir
af hendingu (random), og var helmingurinn
karlar. Aldursdreifing var veruleg, frá 18-82
ára, en meðalaldur karla var 43.6 ár og meðal-
aldur kvenna 50.8 ár. Könnuninni lauk fyrri
hluta árs 1980.
Af þessum 50 sjúklingum gengust 20 sjúk-
lingar undir almennar handlæknisaðgerðir, en
17 sjúklingar undirgengust réttilækningar (or-
Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri, Sundsvalls Sjukhus. Barst
ritstjórn 12/09/1981. Sampykkt í endanlegu formi 05/01/-
1982 og sent pá 1 prentsmiðju
thoþediskar). feir 13 sjúklingar, sem eftir voru
þjáðust af mismunandi óþægindum. Hjá þeim
sjúklingum, sem búist var við langri efri
kviðarholsaðgerð, var settur upp epidural-
leggur (kateter) í neðri hluta brjósthryggjar
fyrir aðgerð. Þessir sjúklingar fengu síðan
venjulega svæfingu með Pancuronium, Fenta-
nyl og glaðlofti. Það var síðan ekki fyrr en eftir
að þeir voru búnir að jafna sig vel á svæfing-
unni og farnir að fá eftiraðgerðarverki (post-
op. pain), sem morfín var gefið í epidural-
legginn. Hjá öðrum postoperativum sjúkl-
ingum var epidural-leggurinn lagður i lumbal-
svæði og aðgerðin síðan gerð í venjulegri
epiduraldeyfingu. 2 sjúklingar, sem ekki fóru í
skurðaðgerð, fengu sitt epidural-morfín gefið
á sacralsvæði í einni stungu með fínni nál,
stærð 23. Þetta var vegna þess, að þessir 3
sjúklingar voru algerlega utansþítala (ambu-
Iant), 2 með langvinna verki (annar vegna
slæms þursabits (sciatica) sem afleiðingu
brjóskloss í hrygg, hinn hafði verulega slitgigt
í báðum mjöðmum), en sá þriðji hafði nýrna-
kveisu (renal colic). Skammtarnir, sem notaðir
voru af morfíni, voru venjulega 4 mg þynnt í 8
ml af saltvatni. Sjúklingarnir voru síðan undir
eftirliti í hálfa klst. eftir gjöf og, ef þeir
kvörtuðu ennþá um verk, var bætt við 2 mg af
morfíni í epidural-Iegginn, þynnt í 4 ml af
saltvatni. Var síðan bætt reglulega við 2 mg,
fengju sjúklingar aftur verki, og var það gert
þar til könnun lauk að 24-28 klst. liðnum.
Verkurinn var síðan metinn á mjög einfald-
an hátt. Segðist sjúklingur vera verkjalaus, var
það talin algjör deyfing, hefði sjúklingur lítils-
háttar verk að lokinni lyfjagjöf, var það talin
léleg deyfing. Engin önnur verkjalyf voru gefin
meðan á könnuninni stóð, einnig var sneitt hjá
allri notkun slævandi lyfja. í 24-26 klst. eftir
innspýtingu á morfíni var fylgst nákvæmlega
með púls, blóðþrýstingi og öndun, auk þess var
fylgst með almennu hátterni. Hverskyns kvart-
anir sjúklings og aukaverkanir voru einnig
skráðar.