Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1982, Side 9

Læknablaðið - 15.03.1982, Side 9
LÆKNABLAÐID 67 epiduralholið við meðhöndlun á verk, svo sem eftiraðgerðarverk, verkjum eftir áverka og langvinnum verk. Athuganir okkar benda í sömu átt. Þótt ópíumviðtæki séu dreifð vítt um mið- taugakerfið (1), virðist sem verkunarstaður epidural-morfínsins sé í mænuhlaupi (substan- sia gelatinosa). Töfin á töku deyfingar frá pví er morfínið er gefið í epiduralholið, virðist benda til pess, að a.m.k. hluti af morfíninu purfi að síast gegnum mænubast (dura mater), áður en nokkur deyfing fæst. Magora (6) hefur sýnt fram á tilvist morfíns í heilamænuvökva (cere- bro spinal fluid) eftir epidural-morfíngjöf. Pað, að ekki verður seinkomin öndunar- deyfð eftir epiduralmorfín, bendir til pess, að mjög lítið af lyfinu síist alla leið að öndun- arstöðvum. Aftur á móti, sé morfín gefið intra thecalt, getur orðið hæg síun upp að önd- unarstöðvum og valdið seinkominni öndun- ardeyfð. Má pví álykta, að ntunur pessara tveggja aðgerða sé fyrst og fremst magnbund- inn, pað er pví magni, sem berst yfir í heilamænuvökva (CSF). Ekki hafa pó allir, sem kannað hafa mænugefin deyfilyf, lýst seinkom- inni öndunardeyfð. Við epidural-morfíngjöf síast ekki allt morfínið í gegnum dura mater. Epiduralholið er mjög æðaríkt og hluti hlýtur að frásogast í æðakerfið. Pegar epiduralholið er sérlega æðaríkt, eins og seinast í meðgöngu, er frásog í æðakerfið svo mikið, að lítil deyfing fæst (17). Þar sem aðeins lítið brot af hinum upprunalega lága skammti af morfíni fer í gegnum dura, bendir pað á mjög sérhæfða virkni t.d. viðtæki, sem eru prívíddarsérhæfð (stereo-specific). Pessi hugmynd hefur komið fram áður byggð á pví, að mólekúlgerð encephalina og hlutar morfínmólekúlsins séu svo líkir (1). Samt sem áður er erfitt að taka pessari hugmynd sem algildum sannleika, pví að komið hefur í ljós, að önnur deyfilyf og efni, annað hvort intra thecalt eða í epiduralholið, gefa næstum jafn góða deyfingu, t.d. Pethidín og Fentanýl. Epidural-morfín hefur marga kosti umfram pær aðferðir, sem nú eru notaðar til meðhöndl- unar á bráðum verkjum. Þær aðferðir, sem nú eru notaðar, má draga saman í eftirfarandi: a) Víðtæka (systemiska) gjöf verkjalyfja, svo sem i.v., per os. b) Svæðisdeyfingu (regional blocks), par sem notuð eru staðbundin deyfilyf og virkni peirra framlengd með æðasamdragandi efn- um. c) lntra thecalt morfín. Kostir epidural morfíngjafar virðast pví vera eftirfarandi: 1) Engin víðtæk eitrunareinkenni morfíns eins og við víðtæka gjöf. 2) Tiltölulega lág tíðni öndunardeyfðar borið saman við intra thecal morfíngjöf. 3) Engin truflun á sympatísku taugakerfi. 4) Engin truflun á annarri skynjun eins og t.d. í svæðisbundinni deyfingu. 5) Vegna gæða deyfingarinnar má byrja sjúkrapjálfun og aðra hreyfingu mjög snemma. 6) Pótt gefið sé í ákveðið svæði í mænuholi, veldur síunin í gegnum dura pví, að morfínið dreifist á margar mænutaugar og veldur pví útbreiddri deyfingu án ákveð- inna efri marka. Petta er ólíkt svæðabund- inni deyfingu, par sem deyfingin er takmörkuð við ákveðna einingu (seg- ment). 7) Löng virkni. Hefur verulega lengri verkun en t.d. staðbundin deyfing og eins víðtæk deyfilyfjagjöf. 8) Eftiraðgerðareftirlit með sjúklingum pægi- legt og auðvelt. 9) Engin meltingarfæratruflun, t.d. hægða- tregða, sem algeng er við víðtæka gjöf (8). 10) Engir höfuðverkir eftir gjöf, sem stundum koma fyrir eftir intra thecal deyfingu. Pað eru ókostir við epidural-morfín, pótt í samanburði við kosti virðist peir óverulegir. Þessir ókostir eru: 1) Þegar morfín er gefið epiduralt, getur pað verið frásogað í æðakerfið mjög snöggt og getur pá orsakað öndunardeyfð snögglega (21). Aftur á móti sé morfín gefið intra thecalt, verður magn morfíns í heilamænu- vökva mjög hátt og veldur beinum áhrifum á öndunarstöð til depurðar. í öllum tilfell- um, par sem öndunardeyfð sást, höfðu sjúklingarnir fengið verulega stærri skammta af morfíni eða deyfilyfjum heldur en notað var í okkar könnun. 2) Tiltölulega stutt verkun miðað við mænu- vökvagefið morfín, par sem meðallengd deyfingar er um 3 dagar (18). Til að komast hjá pessu má endurtaka inngjöf epidural- morfíns eftir pörfum. í okkar könnun voru fáir sjúklingar, sem purftu á pví að halda. Stór hluti venjulegra handlækninga hefur

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.