Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1982, Page 15

Læknablaðið - 15.03.1982, Page 15
LÆKNABLADIÐ 73 sæmilega, ef sjúkrasaga er stutt. Hættara er við falskneikvæðri svörun því lengra, sem líður frá byrjun sjúkdómsins (9). Minna skal á, að mikilvægt er að fá rétta greiningu, jafnvel þótt seint sé, vegna hins eistans og hugsanlegrar festingar á því. Helstu sjúkdómar, sem til greina koma við mismunagreiningu eru: 1) epididymitis acuta, 2) orchitis, 3) torsio appendicis testis eða epi- didymis, 4) haematoma testis, 5) oedema idio- patica scrotalis, 6) hydrocele acuta, 7) tumor testis, (9). Af pessum sjúkdómum er bráð bólga í eistalyppu mikilvægust, bæði vegna pess, hve algeng hún er og sérstaklega vegna pess, hve meðferðin er gjörólík. Annars vegar bráð skurðaðgerð og hins vegar lyfjameðferð. Hjá ungbörnum getur torsio testis líkst inn- klemmdu nárakviðsliti (8). Allir vita, að sjúklingar með bráða bólgu í eistalyppu hafa mörg svipuð eða sömu einkenni og talin eru hér að framan, sem einkenni um torsio testis, s.s. verk og bólgu í eista, roða og prota í scrotal húð, eymsli við preifingu á eista o.s.frv. Aldursdreifingin er nokkuð svipuð, nema hvað epididymitissjúklingarnir eru tals- vert eldri en sjúklingarnir með torsio testis. Af 263 sjúklingum með bráða bólgu í eistalyppu voru um 12% yngri en 20 ára, 40% á aldrinum frá 20-29 ára og 48 % eldri en 30 ára (7). Aftur á móti var 81 % af sjúklingum með torsio testis yngri en 20 ára (3). Bólga í eistalyppu mun pó ekki vera eins sjaldgæf hjá börnum og oft hefur verið talið (16). Augljóst er pví, að greiningin er oft ómögu- leg, nema með hjálp hápróaðrar rannsóknar- aðferðar, s.s. (99m Tc) og/eða könnunarskurði, enda er algengt, að sjúklingar með torsio testis séu ranglega greindir og álitnir hafa epididymitis acuta (6). Alla bráða sjúkdóma í scrotum mun pví vera rétt að fara með sem torsio testis, par til annað verður sannað (9). UMRÆÐA Barker og Raper (2) rituðu yfirlitsgrein um 500 sjúklinga með torsio testis. Komust peir að pví, að einungis 10% af snúnum eistum hafði verið bjargað til langframa. í 80 % tilvika var strax gerð orchiectomia og í 10% tilfella rýrnaði eistað, pegar frá leið. Síðan hefur árangur aðgerða stöðugt farið batnandi, trú- lega vegna aukinnar árvekni lækna og bættar greiningartækni (3, 4). Cass et al. (7) hafa enn bætt árangur verulega með pví að taka nær alla unga menn, yngri en 40 ára, með bráðan, einhliða sjúkdóm í scrotum til tafarlausrar könnunaraðgerðar. Hafa peir pannig bjargað um 90% eistna strax og til langframa 73 %. Þetta hefur pó haft í för með sér, að um tvöfalt fleiri sjúklingar með bráða bólgu í eistalyppu gang- ast undir skurðagerð en sjúklingar með torsio testis. Macnicol (8) sýndi, að 33 % af þeim eistum, sem tókst að bjarga frá byrjun, höfðu rýrnað að meira eða minna leyti eftir tvö ár. Kemur þetta heim við aðrar niðurstöður (3, 5). Krarup (3) athugaði 48 sjúklinga, sem höfðu verið meðhöndlaðir vegna torsio testis frá 4 mánuðum til 13 árum áður. Verulegur hluti pessara sjúklinga, eða 68 %, hafði eistarýrnun borið saman við hitt eistað. í 19 sjúklingum hafði verið gerð fyrirbyggj- andi festing á hinu eistanu og höfðu þeir lítil sem engin ópægindi eftir pað. Aftur á móti fengu 30 % peirra sjúklinga, par sem festing var ekki gerð jafnframt á hinu eistanu, meiri eða minni einkenni frá pví síðar. Hjá mörgum þeirra purfti að gera aðgerð vegna ópægind- anna síðar. Stór hluti sjúklinganna hafði óeðli- legt sæðispróf og hjá peim má vænta ófrjó- semi. Lætur Krarup að pví iiggja, að sjúklingar meðhöndlaðir vegna torsio testis, hafi jafn- framt meðfæddan galla á báðum eistum, með minnkaðri spermatogenesis og ófrjósemi. Gæti petta átt við priðja sjúklinginn hér að framan. Bartsch et al. (5) athuguðu sjúklinga, sem áður höfðu verið meðhöndlaðir vegna torsio testis, sérstaklega m.t.t. starfsemi eistnanna. Eistarýrnun var áberandi, ef torsio hal'ði staðið í >8 tíma. Oligospermia fannst hjá 50% sjúklinganna, jafnvel pótt aðgerð hefði verið gerð innan 4 klst. Burton (6) gerði tilraun með hunda, par sem bundið var fyrir blóðrás til eistans. Komst hann að því, að sæðisfrumur sködduðust eftir tveggja tíma blóðleysi og dóu eftir 6 klst. Leydigfrumur dóu eftir 10 klst. og síðan varð drep í eistanu. Er petta mjög svipuð niður- staða og Smith (17) komst að 1955 með hundatilraunum. Sjúklingarnir nr. 1 og 2 misstu eista, enda höfðu báðir haft einkenni í marga sólarhringa. í þriðja tilfellinu hafði torsio varað í um 10 daga. Eistað dæmdist hins vegar lífvænlegt þrátt fyrir greinilega torsio (sjá mynd 1), og hef ég ekki getað fundið annað dæmi pess eftir svo langan tíma. Við smásjárskoðun kom í ljós minnkuð spermatogenesis. Erfitt er að

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.